19.8.2010 | 13:13
Hin nýju trúarbrögð
Pólitískur rétttrúnaður eru hin nýju trúarbrögð samtímans. Rétttrúnaðurinn birtist meðal annars í því að ákveðnum þáttum er úthýst úr opinberri umræðu. Lögreglumaðurinn, sem refsað var fyrir að tjá sig, mælti fyrir því að fólk tæki ábyrgð á eigin gjörðum.
Skoðanir hans féllu ekki að fyrirframmótuðum kennisetningum öfgatrúaðra femínista, sem hafa raðað sér á næstum hverja ríkisstofnun. Manninum skyldi hegnt fyrir að mæla ekki fyllilega í samræmi við fyrirframgefnar hugmyndir lítils ríkisrekins sérhagsmunahóps.
En lögreglumaðurinn hitti nefnilega naglann á höfuðið. Samfélagið skortir ábyrgð á öllum sviðum. Hér bjuggum við til að mynda við bankakerfi sem óx með vísisvaxtarfalli, en fyrir lá að ríkið myndi bæta tjónið ef í harðbakkann slægi. Bankarnir lánuðu viðskiptavinum sínum gáleysislega vitandi það að þarna baka til væri Seðlabanki sem myndi koma öllu til bjargar ef illa færi.
En svona er ástatt á mörgum sviðum. Ef einstaklingurinn missir vinnuna þá kemur ríkisvaldið honum til bjargar og greiðir honum bætur á bætur ofan. Af hverju er ekki hægt að ætlast til þess að fólk sé sjálft forsjált og safni í varasjóði?
Svo mætti lengi telja. Samfélagið skortir ábyrgð. Ábyrgð einstaklinganna er grundvöllur frjálshyggjunnar. Frjálshyggju mætti jafnvel kalla ábyrgðarhyggju. Látum ekki ríkisvaldið ræna okkur öllu því sem gerir okkur að mönnum. Það er mannlegt að þurfa að takast á við afleiðingar gjörða sinna.
Segir ofstæki ráða ferðinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Á tímum gríðarlegs samdráttar í atvinnulífinu og þar með hraðlækkandi tekjum ríkissjóðs er ekki nema sanngjarnt að stofnanir hins opinbera skeri niður útgjöld sín þó ekki væri nema með sambærilegum hætti og meðalfyrirtæki.
Þjóðkirkjan er eitt af fjölmörgum dæmum um ríkisstofnun sem blés út á valdatíma vinstristjórna Sjálfstæðisflokks og samstarfsflokka hans. Biskupsstofa er dæmi um stofnun innan kirkjunnar sem ætti ekki að þurfa nema örfáa starfsmenn er núna orðið gríðarlegt skrifræðisbákn í stórhýsi við Laugaveg en var á árum áður í litlu húsi við Suðurgötu.
Er ekki kominn tími til að frelsa kirkjuna frá ríkinu og um leið frelsa skattgreiðendur undan bruðlinu? Það getur ekki talist guðlegt að fjármagna rekstur kirkjunnar með skattfé, sem er alltaf innheimt með ofbeldi eða hótun um ofbeldi.
Vitið þér enn eða hvat?
Kirkjunni gert að spara um 9% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.8.2010 | 12:27
Situr sem fastast
Það virðist enginn stóll vera þess eðlis að Jóhanna sjái sér fært að standa upp úr honum.
Fréttapunkturinn í þessari frétt er sá að starfsmenn Flugfélags gerðu tilraun til að brjóta jafnræðisákvæði stjórnarskrár þar sem ekki skal mismunað á grundvelli þess hver þú ert.
Jóhanna sá við þeim og ákvað að standa ekki upp og misbjóða þannig landsmönnum. Á hún hrós skilið fyrir það en spurningin er hvort hún hafi haft jafnræðisreglu í huga eða pólitískan frama.
Það er ljóst að hefði hún staðið upp væri ríkisstjórnin fallin svo það er kannski ekki að furða þótt hún hafi setið sem fastast.
Hafnaði boði um forgang | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.8.2010 | 23:58
Menningarþjóðin og handverkið
Það er einkennilegt hvað Íslendingar eru uppteknir af því að vera "menningarþjóð". Við Reykjavíkurhöfn er risið gríðarlegt ferlíki utan um einn anga menningarinnar og auðvitað þora fæstir að andmæla slíku bruðli með almannafé, ella eiga menn á hættu að vera útmálaðir menningarsnauðir afdalamenn.
Kínverska verktakanum varð eitthvað á við vinnu sína og núna þarf að skipta um svokallaðan glerhjúp (hvaða tilgangi sem hann nú þjónar). Þetta leiðir aftur hugann að því að hér á landi eru afar góðir iðnaðarmenn, enda handverk hér almennt með því betra sem þekkist í heiminum. Handverk iðnaðarmanna er listgrein sem nýtur engra ríkisstyrkja.
Er ekki kominn tími til að koma á fullum aðskilnaði ríkis og lista? Þeir sem njóta listarinnar greiði fyrir þá þjónustu sem þeim er veitt á sama hátt og menn greiða fyrir þá þjónustu sem iðnaðarmaðurinn veitir. Eða hvers vegna á fiskverkakonan á Raufarhöfn að niðurgreiða leikhúsmiða menntaelítunnar í Reykjavík? Eða er það kannski hið sanna jafnrétti í huga hinna "nútímalegu jafnaðarmanna"?
Galli í hluta glerhjúpsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.8.2010 | 09:32
Samfylkingarmennirnir streyma á ríkisspenann
Runólfur Ágústsson álítur sig vera fórnarlamb "græðgisvæðingar". Ef til vill má núna segja að hann hafi orðið fórnarlamb "samfylkingarvæðingar" stjórnsýslunnar. En hvað um það. Runólfur telur ekki fremur en margir aðrir að hann sé ábyrgur gerða sinna. Hann var bara fórnarlamb. Eða hvað? Hverjir tóku á sig tap Sparisjóðsins í Keflavík? Voru ekki skattgreiðendur látnir bera þær byrðar? Þannig að það var ekki nóg með að skattgreiðendur skyldu vera látnir bera tap Runólfs heldur átti hann að komast á ríkisjötuna til frambúðar.
Raunar er hin nýstofnaða ríkisstofnun "umboðsmaður skuldara" enn eitt dæmið um bruðl með fjármuni skattgreiðenda. Auðvitað eiga þessi verkefni ekki að vera á forræði ríkisins. Starfsemi ráðgjafastofu heimilanna og umboðsmanns skuldara eiga best heima hjá einkaaðilum. Með því að losa okkur við þessar stofnanir yrðu samfylkingarembættismennirnir kannski eitthvað örlítið færri. Það er því til mikils að vinna.
Umboðsmaður skuldara hættur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.8.2010 | 14:30
Spuni skrímsladeildar Samfylkingar?
Ætli það hafi nokkurn tíman komið til tals í fúlustu alvöru að Ingibjörg yrði formaður þessarar nefndar? Sá er hér ritar leyfir sér að efast um það.
Ingibjörgu Sólrúnu er margt til lista lagt. Hún vann það afrek að halda öllum litlu vinstri flokksbrotunum í borginni saman árum saman. Síðan beið hún og beið. Sat í pólitískum festum uns hún varð ráðherra í hinni skammlífu 2007 ríkisstjórn.
Þá var engu líkara en hún ætlaði að bjarga vandamálum heimsins og var skyndilega mætt til Miðausturlanda. Þrátt fyrir að hún hafi getað sameinað marxista og trotskíista í Reykjavík, þá ofmat hún líkast til eigin getu til að sameina stríðandi fylkingar fyrir botni Miðjarðarhafs.
Og á meðan efnahagslegt hrun blasti við á Íslandi hélt hún utanríkisþjónustunni upptekinni við að koma Íslendingum í öryggisráð Sameinuðu þjóðanna.
Núna er þetta allt saga sem Samfylkingin vill gleyma og spunameistarar Samfylkingarinnar leggja sig í framkróka við að fela þessa pínlegu stjórnarsetu Ingibjargar. Samfylkingin flaut að feigðarósi með Ingibjörgu Sólrúnu, Jóhönnu Sigurðardóttur og fleiri í broddi fylkingar.
Ingibjörg Sólrún ekki formaður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.8.2010 | 12:28
Ungt fólk kann sig
Sem betur fer er það af sem áður var þegar samkomur ungmenna gátu ekki farið fram án hópslagsmála og skemmdarverka. Ungt fólk nú til dags skemmtir sér miklu betur en forfeður þeirra.
En hvað um það. Fréttir um að fólk sé "þægt" að skemmta sér ætti að vera hinum stjórnlyndu valdhöfum áminning um að láta ungt fólk í friði. Fólk sem er orðið 16 til 18 ára gamalt er full fært um að kaupa áfengi. 16 ára gamalt fólk hefur nægan þroska til að velja sér framhaldsskóla.
Og þeim mun brýnna er að afstýra öðru ofbeldi gagnvart ungu fólki, svo sem að banna þeim að vera með farþega í bíl, hækka bílprófsaldur og skattleggja bifreiðar og eldsneyti svo mikið að ungt fólk hafi ekki ráð á að kaupa slík sjálfsögð farartæki.
Ungt fólk á betra skilið en ofbeldi stjórnvalda.
Óvenju þægir þjóðhátíðargestir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.7.2010 | 20:04
Ekki forystu flokksins að þakka
Vaxandi fylgi Sjálfstæðisflokksins í könnunum er ekki forystu flokksins að þakka. Litlausari og daufari forysta er vandfundin. Aukið fylgi skýrist af ofbeldi vinstristjórnarinnar sem keppist við að færa landið áratugi aftur í tímann með sífellt hærri sköttum og fjötrum á öllum sviðum.
Fylgi Sjálfstæðisflokksins væri án efa nærri 50% ef forysta hans sýndi raunverulegan styrk og festu. Tæki sér tak og færi að boða hugsjónir hægrimanna um einstaklingsfrelsi og atvinnufrelsi, lága skatta og lítil ríkisumsvif.
Á meðan litlaus vinstrisinnuð forysta Sjálfstæðisflokksins heldur heldur flokknum vinstra megin við miðjuna er hann dæmdur til sífellt meira fylgistaps.
Sjálfstæðisflokkurinn með mest fylgi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.7.2010 | 11:08
Eitthvað hefði verið sagt ...
ef aðstoðarmaður Geirs Haarde, þáverandi forsætisráðherra, hefði farið að klæmast í tölvupósti til aðstoðarmanns Árna Mathiesen, þáverandi fjármálaráðherra. Þá hefði ekki staðið á ályktun Femínistafélagsins og heilagri vandlætingu Sóleyjar Tómasdóttur og annarra öfgamanna. Jú, gott ef hinir sósíalísku bloggheimar á Eyjunni hefðu ekki logað sem vítiseldar.
Þetta sýnir okkur hræsnina í sumu fólki sem telur sig stjórnast af hugsjónum. Það gagnrýnir ekki samflokksmenn og kyssir sífellt á vönd ráðamanna flokksins, eru flokksforystunni auðsveipir þrælar.
Pósturinn sem innihélt ORÐIÐ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.7.2010 | 14:33
Ógeðfelldur einræðisherra
Það verður að teljast allsérstakt að Badista skuli í fréttinni nefndur einræðisherra, en Castro ekki, heldur er Castro kallaður "fyrrverandi forseti Kúbu". Báðir voru þeir einræðisherrar og Casto er í hópi ógeðfelldustu einræðisherra seinni tíma.
Sjálfsagt verður ævisaga hans sjálfsupphafning sem bláeygir vinstrimenn á Vesturlöndum munu lesa sér til yndisauka, enda ólíklegt að þar verði minnst á öll óhæfuverk stjórnar hans, svo sem morð og limlestingar á saklausum borgurum.
Kastró vinnur að ævisögu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |