Hin nýju trúarbrögð

Pólitískur rétttrúnaður eru hin nýju trúarbrögð samtímans. Rétttrúnaðurinn birtist meðal annars í því að ákveðnum þáttum er úthýst úr opinberri umræðu. Lögreglumaðurinn, sem refsað var fyrir að tjá sig, mælti fyrir því að fólk tæki ábyrgð á eigin gjörðum.

Skoðanir hans féllu ekki að fyrirframmótuðum kennisetningum öfgatrúaðra femínista, sem hafa raðað sér á næstum hverja ríkisstofnun. Manninum skyldi hegnt fyrir að mæla ekki fyllilega í samræmi við fyrirframgefnar hugmyndir lítils ríkisrekins sérhagsmunahóps.

En lögreglumaðurinn hitti nefnilega naglann á höfuðið. Samfélagið skortir ábyrgð á öllum sviðum. Hér bjuggum við til að mynda við bankakerfi sem óx með vísisvaxtarfalli, en fyrir lá að ríkið myndi bæta tjónið ef í harðbakkann slægi. Bankarnir lánuðu viðskiptavinum sínum gáleysislega vitandi það að þarna baka til væri Seðlabanki sem myndi koma öllu til bjargar ef illa færi.

En svona er ástatt á mörgum sviðum. Ef einstaklingurinn missir vinnuna þá kemur ríkisvaldið honum til bjargar og greiðir honum bætur á bætur ofan. Af hverju er ekki hægt að ætlast til þess að fólk sé sjálft forsjált og safni í varasjóði?

Svo mætti lengi telja. Samfélagið skortir ábyrgð. Ábyrgð einstaklinganna er grundvöllur frjálshyggjunnar. Frjálshyggju mætti jafnvel kalla ábyrgðarhyggju. Látum ekki ríkisvaldið ræna okkur öllu því sem gerir okkur að mönnum. Það er mannlegt að þurfa að takast á við afleiðingar gjörða sinna.


mbl.is Segir ofstæki ráða ferðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Kr. Sigmundsson

Eina sem hugsanlega trompar pólitískan réttrúnað þessa trúfélags eru fagleg álit.  Þar ríkir það sjónarmið að þau losi viðkomandi undan því að taka afstöðu til manna eða málefna og um leið að bera nokkra ábyrgð, því þetta var jú allt saman svo faglega unnið.  Ofstæki af öllum toga er varasamt!

Helgi Kr. Sigmundsson, 19.8.2010 kl. 13:48

2 Smámynd: Theódór Norðkvist

Oftar en ekki eru þessi mál [innskot TN: nauðgunarmál] tengd mikilli áfengisnotkun og ekki á ábyrgð neins nema viðkomandi [feitletrun: TN] sem er útsettur fyrir því að lenda í einhverjum vandræðum. Það er erfitt hvað það er algengt að fólk bendir alltaf á einhverja aðra og reynir að koma ábyrgðina yfir á þá. Fólk ætti kannski að líta oftar í eigin barm og bera ábyrgð á sjálfu sér.

Ég tek alveg undir orð þín um ábyrgð einstaklinganna á eigin lífi og bara til að fyrirbyggja misskilning tel ég ábyrgðarlaust hjá kvenfólki að þvælast um drukkið í ögrandi klæðnaði.

En það fríar ekki nauðgarann ábyrgð sinni, sem er sú mesta í þessum málum. Að vera ábyrgur fyrir því að hafa framið glæp. Hinsvegar eru engin lög sem banna ögrandi klæðnað, aðeins óskráðar siðferðislegar reglur og ábyrgðartilfinning.

Það er mjög erfitt að skilja þessi orð Björgvins hér í upphafi í viðtali DV öðruvísi en að nauðgunin sé alfarið fórnarlömbunum að kenna. Nauðgarinn sé fórnarlamb sinna eigin veikleika (eða kynhvatar.)

Theódór Norðkvist, 19.8.2010 kl. 13:55

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Ágætlega orðað hérna: "Það er fjarstæða að telja hann hafa gefið í skyn að óábyrg hegðun fórnarlambs að þessu leyti réttlætti nauðgunina. Hann var aðeins að vara fólk við. Svona rétt eins og lögregla varar fasteignaeigendur við innbrotum í hús og hvetur þá til að setja upp öryggiskerfi. Í því felst auðvitað engin réttlæting fyrir innbrotum."

Geir Ágústsson, 19.8.2010 kl. 13:59

4 Smámynd: Guðmundur Pálsson

Lögmaðurinn Brynjar Níelsson andæfir einnig hinni skaðlegu femínisku öfgahyggju. Það er athyglisvert að það fer ekki fram nein umræða um orð hins reynda lögreglumanns heldur er þeim bara úthýst - af hræddum einstaklingum innan kerfisins og í blaðamannastétt. Þetta ber að mínu áliti merki heilaþvottar og hugleysis. Það skiptir okkur öll máli að við förum ekki svona að við að skera úr um vandasöm og mikilvæg mál sem eru ekki einkamál kvenna nb.  Þetta er að mínu áliti einn ljótast blettur á íslensku samfélagi og gerir það leiðinlegt og heimskulegt.

Guðmundur Pálsson, 19.8.2010 kl. 14:34

5 Smámynd: Theódór Norðkvist

Geir, það skiptir ekki máli hvað Björgvin var að gefa í skyn, hann orðaði hlutina eins og ég rek hér að ofan.

Ég segi fyrir mitt leyti ég er ekki skyggn og get ekki vitað þegar fólk er að segja allt annað en það meinar. Kannski Brynjar hafi hæfileika til hugsunarlestrar. Fæstir hafa hann og því borgar sig að orða hlutina skýrt.

Orðalagið ekki á ábyrgð neins nema viðkomandi útilokar ábyrgð allra annarra en þolanda nauðgunarinnar. Þar á meðal nauðgarann sjálfan.

Theódór Norðkvist, 19.8.2010 kl. 14:43

6 identicon

Er það semsagt sjónarmið frjálshyggjufélagsins að fólk beri ábyrgð á ofbeldi sem það verður fyrir af hendi annarra?

Hildur (IP-tala skráð) 19.8.2010 kl. 17:37

7 Smámynd: Theódór Norðkvist

...meina allt annað en það segir...

...vildi ég sagt hafa.

Theódór Norðkvist, 19.8.2010 kl. 17:50

8 identicon

Þið getið reynt að taka femínisma á þetta... en það er FAIL. Það sem hann sagði var hræðilega illa orðað, blaut tuska í andlitið.

Ég get alveg gefið karlinum séns á að hafa orðið fótaskortur á tungunni, að hann fengi að leiðrétta orð sín... í stað þess að færa hann til 1  2  og  bingó


doctore (IP-tala skráð) 20.8.2010 kl. 09:28

9 Smámynd: Geir Ágústsson

doctore,

Öllum getur orðið á að orða hlutina óvarfærnislega.

Dæmi:

"Fyrst og fremst hef ég lært að það er ekkert hræðilegt við það að eiga strák eins og ég hélt fyrst."

Og hefði verið frábært að gefa manninum færi á að útskýra betur hvað hann átti við í stað þess að sturta allri hans reynslu og þekkingu í klósettið og þjálfa nýja manneskju upp í starf hans. 

Geir Ágústsson, 20.8.2010 kl. 10:21

10 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Ég fjallaði ítarlega um þessi nýju trúarbrögð í Þjóðmálagreininni „Eyja Sancho Panza“ sem nú er á vefsíðu minni. Ég vil kalla þetta „flathyggju“, en þar á ég við þæri kenningar sem liggja til grundvallar pólitískri rétthugsun, ekki rétthugsunina sjálfa. Gífurleg hætta stafar af þessum kenningum, en fáir virðast sjá það, enda má hver sá sem andmælir eiga von á að verða kenndur við Hitler og nasista og fremur þannig sjálfkrafa mannorðs- sjálfsmorð. Í krafit þessara kenninga eru vinstri menn smám saman að færa Vesturlönd í átt til alræðis, en fáir veita því athygli og enn færri þora að andmæla.

Vilhjálmur Eyþórsson, 21.8.2010 kl. 14:44

11 Smámynd: Geir Ágústsson

Orða svo snyrtilega hér (þar sem hægrimenn í áhrifastöðum í stjórnmálum mega alveg líta í eigin barm líka!):

 The left-liberal vision, then, of good conservatives is as follows: first, left-liberals, in power, make a Great Leap Forward toward collectivism; then, when, in the course of the political cycle, four or eight years later, conservatives come to power, they of course are horrified at the very idea of repealing anything; they simply slow down the rate of growth of statism, consolidating the previous gains of the Left, and providing a bit of R&R for the next liberal Great Leap Forward. And if you think about it, you will see that this is precisely what every Republican administration has done since the New Deal. Conservatives have readily played the desired Santa Claus role in the liberal vision of history.

I would like to ask: How long are we going to keep being suckers? How long will we keep playing our appointed roles in the scenario of the Left? When are we going to stop playing their game, and start throwing over the table?

http://mises.org/daily/3931

(Hugtakanotkun á við bandarísk stjórnmál.)

Geir Ágústsson, 23.8.2010 kl. 14:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband