Verðbólga: Stærsta ógnin við frelsið?

Henry Hazlitt, snillingur, skrifaði á sínum tíma eftirfarandi orð:

If libertarians lose on the inflation issue, they are threatened with the loss of every other issue. If libertarians could win the inflation issue, they could come close to winning everything else. If they could succeed in halting the increase in the quantity of money, it would be because they could halt the chronic deficits that force this increase. If they could halt these chronic deficits, it would be because they had halted the rapid increase in welfare spending and all the socialistic schemes that are dependent on welfare spending. If they could halt the constant increase in spending, they could halt the constant increase in government power.
(Man vs. The Welfare State, bls. 213. Tengill: http://mises.org/document/2974/Man-vs-The-Welfare-State)

Hvað á Hazlitt við hérna? Hann var manna duglegastur við að leita að "lækningu" við hinni útþenslu ríkisvaldsins, og leiðum til að draga hana til baka. Hazlitt leit yfir sögu velferðarríkisins, og inn í eðli þess, og komast að því að útþensla þess væri gjarnan fjármögnuð með peningaprentun. Ekki væri hægt að skattleggja nógu mikið til að standa undir velferðarkerfinu og því mun auðveldara, pólitískt, að grípa til peningaprentunar. 

Peningaprentun væri svo bara möguleg þegar ríkisvaldið hefði einokun á útgáfu peninga. Einkaaðilar sem prenta eru umsvifalaust gerðir gjaldþrota, því þeir geta ekki "ábyrgst" peningaútgáfu sína með tilvísun í skattheimtuvald. Einkaaðilar geta ekki "ábyrgst innistæður" eða þvingað neinn til að nota peninga þeirra. Peningar einkaaðila eru því yfirleitt í samkeppni um traust, en ekki magn.  Til að fá þetta traust þurfa þeir að binda peningaútgáfu sína við eitthvað áþreifanlegt og mátulega sjaldgæft, eins og gull eða silfur. 

Umræðan um peningamál á Íslandi er í skotgröfunum og á frumstæðu stigi. Hún snýst yfirleitt bara um það hvaða gervipeninga á að gera að lögeyri á Íslandi. Raunverulegt frelsi í peningamálum berst sjaldan á góma. Þessu þarf að breyta.
 
Kannski þarf að þýða eitthvað af hinum stóru klassísku verkum hins austurríska skóla hagfræðinnar til að hnika umræðunni til? Eða einhver þeirra nýrri og styttri? 
 
Hagfræði er ekki frjálshyggja og frjálshyggja er ekki hagfræði. Góður skilningur á hagfræði getur engu að síður verið mjög verðmætur til að verja frelsið og jafnvel koma því á þar sem ekkert er nú. Öll umræða um peningamál á Íslandi ber þess merki að of margir vilja leita í hlýjan en kæfandi faðm ríkisvaldsins og finna þar hina einu og sönnu "lausn". Það er hugarfar sem hefur skilað mannkyninu mörgum hörmungum. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband