Ógeðfelldur einræðisherra

Það verður að teljast allsérstakt að Badista skuli í fréttinni nefndur einræðisherra, en Castro ekki, heldur er Castro kallaður "fyrrverandi forseti Kúbu". Báðir voru þeir einræðisherrar og Casto er í hópi ógeðfelldustu einræðisherra seinni tíma.

Sjálfsagt verður ævisaga hans sjálfsupphafning sem bláeygir vinstrimenn á Vesturlöndum munu lesa sér til yndisauka, enda ólíklegt að þar verði minnst á öll óhæfuverk stjórnar hans, svo sem morð og limlestingar á saklausum borgurum.


mbl.is Kastró vinnur að ævisögu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Arnórsson

Castro bjargaði landinu frá hægri öflunum....góðmenni fram í fingurgóma. Ég get varla beðið eftir bókinni hans.

Óskar Arnórsson, 28.7.2010 kl. 16:01

2 identicon

Miðað við hvað karlskrattinn er langorður þá verða þetta eitthvað á bilinu 70-100 bindi sem karlinn mun skrifa

Sigurbjörn (IP-tala skráð) 28.7.2010 kl. 16:09

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Kúbverjar fengu kerfi þar sem allir (nema flokkstopparnir) hafa það jafnskítt. Það kostaði mannslíf og ævilíkur, en þeir virðast ekki muna eftir neinu öðru kerfi.

Nema auðvitað þeir sem sigla á gúmmídekkjum til Bandaríkjanna. Af einhverjum ástæðum ræða vinstrimenn aldrei um það, né hvers vegna flóttamannastraumurinn er ekki í hina áttina. 

Geir Ágústsson, 29.7.2010 kl. 09:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband