Ungt fólk kann sig

Sem betur fer er það af sem áður var þegar samkomur ungmenna gátu ekki farið fram án hópslagsmála og skemmdarverka. Ungt fólk nú til dags skemmtir sér miklu betur en forfeður þeirra.

En hvað um það. Fréttir um að fólk sé "þægt" að skemmta sér ætti að vera hinum stjórnlyndu valdhöfum áminning um að láta ungt fólk í friði. Fólk sem er orðið 16 til 18 ára gamalt er full fært um að kaupa áfengi. 16 ára gamalt fólk hefur nægan þroska til að velja sér framhaldsskóla.

Og þeim mun brýnna er að afstýra öðru ofbeldi gagnvart ungu fólki, svo sem að banna þeim að vera með farþega í bíl, hækka bílprófsaldur og skattleggja bifreiðar og eldsneyti svo mikið að ungt fólk hafi ekki ráð á að kaupa slík sjálfsögð farartæki.

Ungt fólk á betra skilið en ofbeldi stjórnvalda.


mbl.is Óvenju þægir þjóðhátíðargestir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

heyr heyr

linda (IP-tala skráð) 1.8.2010 kl. 16:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband