Menningarþjóðin og handverkið

Það er einkennilegt hvað Íslendingar eru uppteknir af því að vera "menningarþjóð". Við Reykjavíkurhöfn er risið gríðarlegt ferlíki utan um einn anga menningarinnar og auðvitað þora fæstir að andmæla slíku bruðli með almannafé, ella eiga menn á hættu að vera útmálaðir menningarsnauðir afdalamenn.

Kínverska verktakanum varð eitthvað á við vinnu sína og núna þarf að skipta um svokallaðan glerhjúp (hvaða tilgangi sem hann nú þjónar). Þetta leiðir aftur hugann að því að hér á landi eru afar góðir iðnaðarmenn, enda handverk hér almennt með því betra sem þekkist í heiminum. Handverk iðnaðarmanna er listgrein sem nýtur engra ríkisstyrkja.

Er ekki kominn tími til að koma á fullum aðskilnaði ríkis og lista? Þeir sem njóta listarinnar greiði fyrir þá þjónustu sem þeim er veitt á sama hátt og menn greiða fyrir þá þjónustu sem iðnaðarmaðurinn veitir. Eða hvers vegna á fiskverkakonan á Raufarhöfn að niðurgreiða leikhúsmiða menntaelítunnar í Reykjavík? Eða er það kannski hið sanna jafnrétti í huga hinna "nútímalegu jafnaðarmanna"?


mbl.is Galli í hluta glerhjúpsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Þetta er nú ljóta menningin sem við erum að búa okkur.

Sigurður Haraldsson, 5.8.2010 kl. 00:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband