Hugmynd að lausn á skuldavanda heimilanna

Hugmynd að lausn á skuldavanda heimilanna

(Smellið a.m.k. tvisvar á myndina til að stækka hana í fulla stærð.)

(Greinin birtist í Morgunblaðinu 7. október 2010.)

(Greinin tengist Frjálshyggjufélaginu ekkert. Okkur finnst hún bara svo sniðug og þess vegna er hún birt hérna)


mbl.is Margir fá hjálp í fyrsta skipti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Djúp er sú gryfja sem sá blindi fellur niður í

The art of economics consists in looking not merely at the immediate but at the longer effects of any act or policy; it consists in tracing the consequences of that policy not merely for one group but for all groups.

Þessi orð ritar Henry Hazlitt í hinni frábæru bók sinni Economics in One Lesson. Þau eiga nánast daglega við í opinberri umræðu um hlutverk og umsvif hins opinbera. Boðskapurinn er þessi: Öll þau miklu og sjáanlegu verkefni sem ríkið ræðst í með notkun skattpeninga hafa afleiðingar fyrir þá sem urðu fyrir skattheimtunni. Ef ríkið kaupir kúlupenna fyrir 100 krónur, þá finnst sá einstaklingur sem gat ekki eytt sömu 100 krónum í eitthvað annað. 

Þeir sem skilja ekki þennan boðskap falla iðulega í þá gryfju að lofsyngja hin ýmsu verk hins opinbera en gleyma um leið því sem fór forgörðum til að fjármagna þau. 

Hér er að finna gott dæmi um slíkt hugarfar. Þar segir:

Listin er nú samt eitt af því fáa sem virðist standa almennilega af sér kreppuna á Íslandi. Nýskeð fékk íslenski leikhópurinn Vesturport evrópsku leiklistarverðlaunin. Hér er að hefjast eftir nokkra daga hin frábæra tónlistarhátíð Iceland Airwaves sem dregur mikinn fjölda útlendinga til landsins.. Það er verið að þýða 80 íslenskar bækur á þýsku, þær verða í brennidepli á bókamessunni miklu í Frankfurt sem er heimsviðburður. Á Íslandi er blómlegasta bókaútgáfa í heimi miðað við fólksfjölda.  Gestir í leikhús árið 2009 voru hátt í hálf milljón. Tónlistarlífið blómstrar, undirstaðan undir því eru tónlistarskólar sem starfa um allt land. Framlag svokallaðra skapandi greina til íslenska hagkerfisins er mjög mikið – þótt gildi menningar eigi ekki endilega að mæla í peningum.

Boðskapur höfundar er þessi: Ríkið styður við listir og menningu og sjáið! List og menning blómstrar sem aldrei fyrr. Þeir, sem andæfa opinberu fjáraustri í listir og menningu, hljóta að vera á móti hinum miklu afrekum hinna niðurgreiddu listamanna, því án fjáraustrins hefði öll þessi list og menning aldrei skapast.

En hvað með alla þá list og meningu sem varð aldrei til því fé var ráðstafað frá sköpun hennar, og til sköpunar á einhverri annarri list? Hefði ofangreindur bókalisti í þýskuþýðingu orðið lengri eða styttri ef hið opinbera hefði ekki fært fé úr vösum skattgreiðenda og til þessara þýðinga? Hin mikla og blómlega bókaútgáfa á Íslandi - hefði hún dáið drottni sínum ef ekki hefði verið fyrir styrkveitingar hins opinbera úr vösum skattgreiðenda? Hefðu skattgreiðendur keypt færri bækur en kannski fleiri málverk? Eða öfugt? Eða hefðu þeir jafnvel keypt meira af hvoru tveggja og sparað sér kaup á stærri flatskjám?

Þessum spurningum er ekki hægt að svara. En eitt er ljóst: Tilflutningur hins opinbera á fé hefur afleiðingar. Fé var veitt í verkefni A, og þar með gat verkefni B aldrei litið dagsins ljós.


Dr Jekyll og Mr Hyde

Fólkið sem skipulagði ofbeldið á Austurvelli í janúar 2009 og komst til valda í krafti ofbeldis er farið að kenna á eigin meðulum. En þá er eins og annar maður tali.
mbl.is Líta mótmælin öðrum augum nú
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hefndarþorsti duglausra stjórnmálamanna

Það var stórmannlegt af Ólafi G. Einarssyni, fyrrverandi forseta Alþingis, að sniðganga þingsetningu nú í mótmælaskyni við þá ákvörðun Alþingis að sækja fráfarandi forsætisráðherra til saka.

Lög um landsdóm ganga í berhögg við almenn mannréttindi, enda fráleitt með hliðsjón af ríkjandi málsmeðferðarreglum að sami aðili ákæri mann, láti rannsókn fara fram, skipi saksóknara og dómara.

Sú hugsun hlýtur eðlilega að vakna hvort í íslenskum öfgamönnum til vinstri í stjórnmálum blundi enn ást á réttarfari því sem tíðkaðist í Ráðstjórnarríkjum Stalíns. Stuðningur fjórmenninganna í Samfylkingunni við ákærur er líka sérlega eftirtektarverður í ljósi þess að þar fer fólk úr innsta hring flokksins, sem leiðir hugann að því hvort ekki hafi verið um þaulskipulagt plott af hálfu stjórnarflokkanna að ræða til þess eins að halda óstjórntækri ríkisstjórn saman nokkra mánuði til viðbótar.

Hér réð ekki réttlæti för heldur hefndarþorsti duglausra stjórnmálamanna, sem í veikri von vilja leiða athygli almennings frá því hversu hörmulega þeim hefur tekist við landsstjórnina.


mbl.is „Þar með var niðurlæging Alþingis fullkomnuð“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Loksins

Það er fyrir löngu orðið tímabært að bætur séu skornar niður, hverju nafni sem þær nefnast.

Bætur eru til þess fallnar að deyfa almenning, hvar í stétt sem hann stendur, með það fyrir augum að gera þegnana háða ölmusu ríkisins og tryggja aðdáun þeirra á yfirvaldinu.


mbl.is Barnabætur lækkaðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fréttaskot: Hrunið hvorki DO né stjórnarskránni að kenna

Hrunið á Íslandi er hvorki Davíð Oddssyni né stjórnarskrá Íslands að kenna.

Þetta kann að koma einhverjum á óvart, til dæmis spekingum sem kryfja samfélagsmálin í heitum pottum sundlauganna, en svona er þetta nú samt. Að eltast við einstaka ráðherra vegna "vanrækslu" eða eftir-á-að-hyggja speki er líka tímasóun. 

Hrunið var óumflýjanleg tiltekt markaðarins vegna kerfisbundins galla í uppbyggingu peningakerfis Íslands og raunar Vesturlanda allra.

Menn gleyma því stundum að fjármálakerfið hrundi víðar en á Íslandi. 

Það hrundi þar sem botnlaus gírun fjárfestinga átti sér stað og gat átt sér stað, og hún gat átt sér stað þar sem markaðurinn trúði því að ríkisábyrgðir væru á útlánum, fjárfestingum og skuldum, þá ýmist beint eða óbeint í gegnum ýmsar ríkisstofnanir. 

Kerfið leyfir og raunar stuðlar að peningaprentun einkabanka til að fjármagna skuldir sínar og útlán. Um þetta má lesa hér og hér í boði fráfarandi viðskiptamálaráðherra, Gylfa Magnússonar. 

Um innbyggðar hættur og ósjálfbærni þessa kerfis ríkieinokunar á peningaútgáfu og ríkisábyrgða á bönkum í gegnum rekstur seðlabanka má lesa víða, til dæmis hér


mbl.is Þingfundur klukkan 17
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af barnslegri einfeldni

Rétt er að staldra við eftirfarandi ummæli formanns Samtaka atvinnulífsins: 

"Okkur, í forystu atvinnulífsins skorti hins vegar hugmyndaflug til að ímynda okkur að ríkisstjórnin myndi færa skattkerfið áratugi aftur í tímann, fórna einfaldeika þess og gagnsæi, gera það ósamkeppnisfært við nálæg ríki og taka upp að nýju skatta sem eru óréttlátir og flest nálæg ríki hafa losað sig við. Þar að auki munu margar þeirra breytinga sem ríkisstjórnin hrinti í framkvæmd ekki færa ríkissjóði auknar tekjur heldur þvert á móti draga úr skatttekjum ásamt því að draga úr umsvifum í þjóðfélaginu og um leið seinka fjárfestingum og þeim bata sem efnahagslífið þarf svo sárlega á að halda."

Það lýsir barnslegri einfeldni ef forystumenn Samtaka atvinnulífsins gerðu sér ekki grein fyrir eðli íslenskra vinstrimanna sem hafa alla tíð barist fyrir hærri sköttum, höftum á fjárfestingar og stefnt að því linnulaust að fjötra atvinnulífið í hlekki opinberra afskipta hvers konar.

Það þurfti heldur ekki mikla skarpskyggni eða söguþekkingu til að sjá hvert myndi stefna hér á landi þegar eins flokks stjórn Alþýðubandalagsins og Jóhönnu Sigurðardóttur tæki við völdum. Ef til vill má segja að íslenskir hægrimenn hafi flotið sofandi að feigðarósi með því að veita Sjálfstæðisflokknum "ráðningu" í síðustu kosningum. Sjálfstæðisflokkurinn er einfaldlega svo margfalt skárri kostur, þrátt fyrir alla sína vinstrimennsku.

Nú ríður á að þeir landsmenn sem unna einstaklingsfrelsi og atvinnufrelsi taki höndum saman og svæli varginn úr stjórnarráðinu.


mbl.is „Lýsa ótrúlegri vanþekkingu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru krappar hagsveiflur einkenni kapítalisma?

Hreint markaðskerfi er útópía sem er ekki til, og verður ekki til, í raunveruleikanum. Mannskepnan er almment of siðblind og gráðug til að það geti gerst. Samfélög geta ekki byggt á infrastruktúr sem skiptir um eigendur eða fer á hausinn á 5 ára fresti þegar "markaðurinn"er látinn sjá um hlutina.

Svona skrifar einn fjölmargra andstæðinga hins frjálsa markaðar og gefur þannig til kynna að hið "hreina markaðshagkerfi" sé hinn eini sanni drifkraftur kreppunnar í dag, enda sé hún bara enn ein af fjölmörgum og reglubundnum sveiflum hins kapítalíska hagkerfis.

Kenningin er samt röng.

Í fyrsta lagi er hagkerfi okkar hvorki frjálst né kapítalískt. Munar þar mestu um að peningaútgáfa er einokuð af ríkisvaldinu og verð peninga (vextir) ákveðið á skrifstofum hins opinbera í stað þess að ákvarðast í frjálsum viðskiptum eins og verð annars varnings og þjónustu. Verðstýring peninga er alveg sérstaklega slæm tegund verðstýringar sem hefur áhrif á allt hagkerfið.

Í öðru lagi er mjög hæpið að frjálst markaðshagkerfi ýti undir skarpar upp- og niðursveiflur í öllu hagkerfinu í einu. Í frjálsu markaðshagkerfi á sér í sífellu stað úthreinsun á gjaldþrota fyrirtækjum og ný eru stofnuð sem taka við vinnuaflinu, fjármagninu og auðlindunum sem losnuðu við gjaldþrotin. Ef byggingarverktaki byggir húsnæði sem selst illa og kemur rekstri hans í þrot, þá fara starfsmenn hans eitthvert annað, og sama gildir um verkfærin, kranann og vinnuskúrana. Ólíklegt er að allir byggingaverktakar taki á sama tíma að sér verk sem enginn vill kaupa að framkvæmd lokinni, sem veldur svo gjaldþroti þeirra allra í einu (eins og gerðist þegar kreppan skall á á Íslandi).

Í þriðja lagi - og þetta er mikilvægt - þá er einfaldlega ekki til nægt fjármagn á frjálsum markaði til að fjármagna krappa "uppsveiflu" í nánast öllu hagkerfinu í einu. Í fjarveru mikillar seðlaprentunar þá er peningamagn í umferð fast eða því sem næst. Ef mikið fjármagn leitar í einhvern einn geira, þá getur það ekki leitað í einhvern annan. Hækkandi verðlag á einu sviði (sem afleiðing aukinnar eftirspurnar) veldur lækkandi verðlagi á öðru (vegna minnkandi eftirspurnar). Góðæri í frjálsu markaðshagkerfi getur eingöngu orðið til vegna almennrar og bættrar framleiðni starfsfólks á markaði. "Bóla" sem skyndilega "springur" getur í besta falli átt sér stað í fáum afkimum hagkerfisins í einu, og jafnast fljótlega út í fjarveru ríkisafskipta og verðlagsstýringar á launum og fjármagni.

Því er ekki að neita að vestræn hagkerfi hafa farið í gegnum margar og skarpar upp- og niðursveiflur á seinustu árum og sögulega séð á seinustu 100 árum. En það þarf ekki mikið ímyndunarafl til að sjá að slíkt kemur frelsinu í hinu frjálsa markaðshagkerfi ekkert við, og fikti hins opinbera við peningana okkar á fjárhagslegar ábyrgðir að öllu leyti við. 


Jóhanna óttaslegin um eigin stöðu

Það er ekki að undra að Jóhanna Sigurðardóttir gagnrýni vinnubrögð þingmannanefndarinnar, enda sat hún sjálf í 2007-ríkisstjórninni. Þar átti hún meira að segja sæti í ríkisfjármálahópi og var inni í öllum málum, þrátt fyrir að koma nú fram sem hvítþveginn engill. Raunar er seta hennar sem forsætisráðherra svona álíka mikill sigur auglýsingamennskunnar og kjör Ólafs Ragnars Grímssonar sem forseta forðum.

Verði fjórir ráðherrar ríkisstjórnarinnar ákærðir er næsta víst að nafn Jóhönnu mun koma upp í umræðuna í tengslum við vanrækslusyndir - líka nafn Össurar Skarphéðinssonar. Samfylkingin getur því ekki til þess hugsað að ráðherrar verði ákærðir.


mbl.is Mikil reiði innan VG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvenær á að ákæra Jóhönnu Sigurðardóttur?

Úr því að meirihluti þingmannanefndarinnar leggur á annað borð til að þessir fjórir ráðherrar verði sóttir til saka er óeðlilegt annað en Jóhanna Sigurðardóttir og jafnvel Össur Skarphéðinsson fylli líka þann flokk.

Jóhanna sat í ríkisfjármálahópi 2007 stjórnarinnar. Hún hafði nákvæmlega sömu vitneskju og Árni M. Mathiesen, en hvorugt þeirra voru þó ráðherrar bankamála, eins og Björgvin G. Sigurðsson.

Í rauninni er ríkari ástæða til að ákæra Jóhönnu en Árna, þar sem Jóhanna stuðlaði að óráðsíu og stórauknum útgjöldum í sínum málaflokkum rétt í aðdraganda bankahruns og jók þar með á vandann.

Hún bar ábyrgð á Íbúðalánasjóði, en íslensk stjórnvöld höfðu lofað stjórnvöldum á hinum Norðurlöndunum að gera það sem þau gætu til að draga úr stærð íslenska bankakerfisins. Íbúðalánasjóður mun eiga þar undir, eins og fram kom í Morgunblaðinu sl. föstudag.

Össur var staðgengill Ingibjargar Sólrúnar mikinn hluta þess tíma sem hennar vanrækslusyndir munu hafa átt sér stað. Því er um margt athyglisvert að hann skuli ekki vera í þessum hópi.


mbl.is „Röng niðurstaða“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband