Vandinn við verkalýðsfélög

Okkur er tamt að hugsa um verkalýðsfélög sem sjálfsagðan hlut á vinnumarkaðinum. Verkalýðsfélög spara ekki stóru orðin þegar þau segja frá eigin ágæti.

Dæmi:

Segja má að verkalýðshreyfingin hafi að verulegu leyti byggt upp það velferðarkerfi sem við njótum góðs af í dag, samstaðan og fjöldinn gerir henni kleift að hafa pólitísk áhrif og móta þjóðfélagið að þörfum fólksins. 

Annað dæmi:

Enginn vafi leikur á mikilvægi verkalýðshreyfingarinnar fyrir launafólk og þjóðfélagið í heild. ... Barátta BSRB og annarra samtaka launafólks á undangengnum áratugum hefur borið ríkulegan ávöxt: skilað auknum réttindum, betri kjörum og meiri velferð almenningi til handa. Afar fáar úrbætur hafa komið upp í hendurnar á launafólki fyrirhafnarlaust – þvert á móti hafa allir meiriháttar áfangar og sigrar náðst í krafti samtakamáttar og samvinnu fjöldans.

Fullyrðingar af þessu tagi finnast víða, jafnvel í því námsefni sem ríkisvaldið skipar skólunum að kenna börnum og unglingum. 

Sannleikurinn um gagn og nytsemi verkalýðsfélaga er samt annar (og flóknari). Verkalýðsfélög eru ekki félög eins og hver önnur. Í krafti ríkisins hafa þessi félög fengið mikið vald og leyfi til að beita ofbeldi af ýmsu tagi, t.d. stöðva starfsemi fyrirtækja án þess að þau hafi möguleika á að sækja vinnuafl utan verkalýðsfélaganna. "Samtakamáttur" verkalýðsfélaganna hefur ekki leitt til kjarabóta og ekki aukið velferð almennings. Þvert á móti.

Verkalýðsfélög eru hagfræðilegur óþarfi og eru þeim mun skaðlegri hagkerfinu eftir því sem aðild að þeim er útbreiddari. 

Verkalýðsfélög

  • stuðla að atvinnuleysi
  • valda mismunun
  • flytja verðmæti til á óhagkvæman hátt
  • ýta undir deilur
  • verðlauna þá sem skapa minni verðmæti á kostnað þeirra sem skapa meiri verðmæti

... og fleira má týna til. 

Um hagfræðina á bak við skaðsemi verkalýðsfélaga má lesa meira hér.

Hér er dæmisaga sem segir frá því hvernig verkalýðsfélag drap eitt stærsta og ríkasta fyrirtæki heims.

Verkalýðsfélög eru ekki góð né nauðsynleg, hvorki fyrir atvinnurekendur né launþega. Goðsögnin sem umleikur þau hefur blekkt marga. Við eigum það til að líta á verkalýðsfélög sem einhvers konar sjálfsagðan hluta af samfélaginu. Staðreyndin er samt sú að því fleiri sem eru í verkalýðsfélögum, og eftir því sem verkalýðsfélög hafa meiri völd til að knésetja fyrirtæki, því verri eru verkalýðsfélög fyrir okkur öll.


mbl.is Viðræðurnar af stað á ný
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Því miður eru þeir sem átta sig á þessum sannleik sárafáir :/

Hákon Freyr Gunnarsson (IP-tala skráð) 26.4.2011 kl. 13:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband