Kommarnir herða tökin

Núverandi sósíalistastjórn stefnir beinlínis að því að skerða kjör almennings til að herða tök sín á öllu þjóðlífi - gera fólk háð kerfinu. Það gott að talsmenn atvinnulífsins eru farnir að tala tæpitungulaust og vonandi hættir að stynda þjónkun við valdhafana.

Níu af tíu ráðherrum í núverandi ríkisstjórn voru félagar í Alþýðubandalaginu, en síðasta verk þess flokks var að fara í opinbera heimsókn til Kúbu í boði systurflokksins - kúbanska kommúnistaflokksins. Það mætti jafnvel gera því skóna að þeim finnist það bara hið besta mál að Ísland færist nær Austur-Evrópu.

Þessa dagana gengur illa að semja um kjör á almennum vinnumarkaði. Ljóst er að við ríkjandi stöðnun í atvinnulífinu (stöðnum sem ríkisstjórnin ber alla ábyrgð á) er fjarstæðukennt að launafólk geti gert sér vonir um raunverulegar kjarabætur. Hækkun kaupgjalds mun þannig óhjákvæmilega leiða til hækkun verðlags og ábatinn verður enginn.

Ef verkalýðshreyfingin hefur einhverja minnstu löngun til að bæta kjör almennra launþega ætti hún að stefna félagsmönnum sínum niður á Austurvöll og heimta nýjar kosningar. Hér verða engar framfarir með núverandi stjórn, sem stefnir að því að lama allt atvinnulíf.

En líkast til verða formaður ASÍ og hans kumpánar áfram sem spakir seppar Jóhönnu og Steingríms.


mbl.is Ísland nálgast Austur-Evrópu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar

alveg er það eftir ykkur þarna í bláhorninu að kenna öðrum en ykkur sjálfum um hrunið- sem var nota bene bein afleiðing óheftrar frjálshyggju.

Óskar, 29.4.2011 kl. 01:39

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hvaðan hefur þessi snillingur sínar upplýsingar? Er þetta bara svona "from the top of his greedy head?"

Samkvæmt lífskjaralista Sameinuðu Þjóðanna sem ávallt er talinnafar marktækur, þá er Ísland nú í 17. sæti á meðan Pólland er í 39. sæti.

Er ekki komið nóg af spuna og óupplýstu þvaðri? 

Jón Steinar Ragnarsson, 29.4.2011 kl. 02:02

3 identicon

Hrunið var afleiðing efnahagskreppu sem réð yfir allan heiminn, það er engin tilviljun að að íslenska kreppan reið yfir á sama tíma.

Hugsa sér hvað hefði gerst hefði ekki verið fyrir þann gríðarlega hagvöxt og velmegun sem stjórn Sjálfstæðisflokksins leiddi af sér. Ýmindið ykkur hvar við værum núna ef við hefðum ekki átt neitt þegar efnahagskreppan reið yfir!

Vinstri menn ríghalda í sætin sín, því þeir vita að þetta er í síðasta sinn sem þeir sitja í ríkisstjórn.

Siggi (IP-tala skráð) 29.4.2011 kl. 02:26

4 identicon

Siggi, eigum við semsé að hugsa okkur hvað hefði gerst hefðu engin ofurlán verið tekin og veitt með tryggingum í pappírskastölum, og verðlausri þykjustunni vinnu á skrifstofum bankanna?  Ég leyfi mér að ímynda mér betri stöðu væni.

Jonsi (IP-tala skráð) 29.4.2011 kl. 02:39

5 identicon

... burtséð frá hruni og öllu þá stefnum við hraðbyri í átt Austantjaldsdæminu ...eitt Ríkisbákn :(!

Egill Þór Sigurgeirsson (IP-tala skráð) 29.4.2011 kl. 04:18

6 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Hverjir eruð þið sem ekki þorið að koma fram undir eigin nafni?

Ykkar er skömmin og smánin sem leidduð okkur fram af hengifluginu! Svo kennið þið einhverri kommagrýlu um!

Ó svei ykkur!

M

Guðjón Sigþór Jensson, 29.4.2011 kl. 06:55

7 identicon

N'u hafa sósíalistar ráðið nokkuð lengi á Íslandi. 

Af hverju gengur bara ver en eftri hrunið stóra?  Ég bara spyr svona menn eins og Guðjón og Óskar.

jonasgeir (IP-tala skráð) 29.4.2011 kl. 08:32

8 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Núverandi ríkisstjórn var mynduð 1.2.2009 og endurskipulögð eftir þingkosningar þá um vorið. Nú er komið undir lok apríl 2011 eða starfstími þessarar ríkisstjórnar eru tæpir 27 mánuðir. Sjálfstæðisflokkurinn var við völd í 17 ár samfellt og hálfu ári betur. Á þessum tíma spilaði Sjálfstæðisflokkurinn öllum trompum sínum út og skildi Ísland eftir í fjármálalegu öngþveiti. Þessi vinstri stjórn sem nú situr hefur náð ótrúlegum árangri og ber að virða það. Sjálfstæðisflokknum hefði aldrei tekist þetta þrátt fyrir mikinn bægslagang. Á þeim bæ virðist enginn vilja bera neina ábyrgð: allt er „kommunum“ að kenna.

Í raun hefur frjálshyggjan gert meira ógagn en gagn í íslensku samfélagi. Þær fáu leikreglur sem fyrir voru, virtist enginn braskaranna né frjálshyggjumanna hafa tekið alvarlega. Þær voru þrándur í götu til að sanka að sér auði á kostnað allrar þjóðarinnar. Líklega tekur áratug að vinda ofan af spillingunni, braskinu og öllu svínaríinu. Ákærur og dómsmeðferð er rétt að byrja: fyrsti dómurinn um markaðsmisnotkun þegar fallinn. Sjálfstæðisflokkurinn hefði ábyggilega ekki viljað ganga svo langt.

Góðar stundir

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 29.4.2011 kl. 08:49

9 identicon

Þetta eru innistæðulausar fullyrðingar Mosi, því miður. 

Árangur vinstri stjórnarinnar er ekki mældur í því hvort landsdómur hafi verið stofnaður eða ekki eða fyrsti dómurinn um markaðsmisnotkun?  Hvernig kemur annars ríkisstjórnin að dómsmálum, ég bara spyr?  Væri það eðlilegt?

Árangur er mældur í lífkjörum almennings.  Þau halda því miður áfram að versna þrátt fyrir sögulegt bankahrun.

Á meðan er mikill uppgangur til dæmis í Svíþjóð eftir mikin samdrátt eins og svo sem nær alls staðar í kring um okkur.  Þökk sé sósíalistastjórn sem hefur verið við völd í 27 mánuði.  Það er langur tími ef eitthvað er gert meira en að sitja á fundum og tala um hvað allt sé nú erfitt.

jonasgeir (IP-tala skráð) 29.4.2011 kl. 09:55

10 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

Siggi, "góðærið" var ekkert nema útlánabóla og var gjörsamlega innistæðulau.  Frjálshyggjufélagið gæti frætt þig nánar um þessa bólu og hvers vegna hrunið er eðlileg afleiðing hennar.

Með því að eigna Sjálfstæðisflokknum útlánabóluna þá ertu líka að eigna honum hrunið.

Lúðvík Júlíusson, 29.4.2011 kl. 10:51

11 Smámynd: Geir Ágústsson

Jón Steinar,

Hvar var Ísland á sama lista fyrir ári síðan? 

Ísland er að falla, stefnan er niður á við. Skipinu er stýrt niður á hafsbotn, en ekki áfram. Það er helsta vandamál Íslands í dag. 

Geir Ágústsson, 1.5.2011 kl. 13:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband