19.8.2009 | 20:37
Atvinnuleysisbætur of háar?
Í ljósi frétta sem þeirrar er hér er vísað til, er rétt að almenningur spyrji sig hvort atvinnuleysisbætur séu ekki einfaldlega og háar. Launamaður sem er með tekjur sem eru aðeins lítilsháttar hærri en atvinnuleysisbætur kann að freistast til að líta svo á að þær einu tekjur sem hann vinni sér inn sé mismunurinn á útgreiddum launum og atvinnuleysisbótum.
Vinnan er ein af höfuðdyggðum mannsins. Ef frumkvæði manna til vinnu er drepið í dróma með of háum bótum hins opinbera er raunveruleg hætta á siðspillingu samfélagsins. Alltént getur ekki talist forsvaranlegt fólk fáist ekki til starfa á sama tíma og sífellt hærra hlutfall vinnuaflsins er skráð atvinnulaust.
Það er svo aftur önnur saga að lægstu laun eru ákaflega lá. Steinunn Valdís Óskarsdóttir gerði á sínum tíma tilraun til að lækka lægstu laun hjá borginni, sem í flestum tilfellum voru kvennastörf. Hún átti heiður skilinn fyrir þá viðleitni. Hins vegar brugðust fulltrúar svokallaðra menntaðra kvennastétta ókvæða við. Stéttarfélögin eiga því sinn í þátt í því að viðhalda bágum kjörum þeirra sem lægst hafa launin.
![]() |
100 vantar til starfa á frístundaheimilum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.8.2009 | 20:24
Fjölmiðlafulltrúi ríkisstjórnarinnar
![]() |
Bjarni friðar skrímsladeild |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.8.2009 | 19:55
Það sem koma skal á Íslandi?
![]() |
Vandræði foreldra vegna skólanestis |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.8.2009 | 19:49
Lögleiðum kannabisefni
![]() |
Var með kannabis í slöngubáti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Slóð | Facebook | Athugasemdir (200)
17.8.2009 | 14:11
Vont málfar
Dæmalaust illa máli farnir þessir blaðamenn margir hverjir. "Spekileki" er eitthvert grínorð yfir ATGERVISFLÓTTA.
Það væri viðeigandi ef menn temdu sér rétta orðanotkun á fleiri sviðum. Til að mynda eru margir fjárfestar titlaðir "auðmenn". Það orð er ákaflega merkingarlaust. Að sama skapi mætti kalla þá sem lökust hafa kjörin "fátæklinga" en sleppa starfstitlinum. Auðvitað hafa svokallaðir "auðmenn" ýmsa starfstitla, þeir eru oft á tíðum alþjóðlegir fjárfestar, stjórnarformenn í sínum félögum, tala má um þá sem stærstu hluthaga og þar fram eftir götunum.
Þá verður fólki, sér í lagi vinstrimönnum, tíðrætt um frjálshyggju og frjálshyggjumenn og tala um að "frjálshyggjan hafi leitt hrun yfir þjóðina" og þar fram eftir götunum. Af stöðu orðsins frjálshyggja í þessu sambandi er ljóst að þeir sem nota hugtakið með þessum hætti eiga við sósíaldemókratisma eða aðrar vinstristefnur.
Nóg um málfar að sinni.
![]() |
Óttast íslenskan spekileka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.8.2009 | 07:04
Sósíalistinn í guðshúsi
Aldrei hefur Steingrímur J. Sigfússon, né aðrir leiðtogar íslenskra sósíalista, beðist afsökunar á því að hafa kallað austrænt einræði yfir íslenska þjóð. Sumir íslenskir skoðanabræður hans voru innstu koppar í búri hjá verstu einræðisstjórnum mannkynssögunnar. Þó svo að heimskommúnisminn ógni okkur ekki lengur með hernaðarmætti, eru sósíalistar lúmskir og lævísir í að koma mannfjandsamlegum boðskap sínum á framfæri. Í Hóladómkirkju réðst Steingrímur að mönnum sem hafa verið í fararbroddi í íslensku viðskiptalífi með ófyrirleitnum hætti, það gerði hann á grundvelli þess að málflutningur hans sjálfs, og annarra vinstrimanna, og framganga öll á umliðnum vikum hefur verið með endemum.
Misvitrir stjórnmálamenn hafa þó lag á að koma sökinni af eigin afglöpum yfir á aðra.
![]() |
Bíður eftir afsökunarbeiðni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.8.2009 | 11:13
Fyrir löngu ljóst
Þessi afstaða Breta og Hollendinga er fyrir löngu ljós og hefur endurspeglast í einhliða áróðri þingmanna og riddara Samfylkingarinnar víðs vegar í þjóðfélaginu.
Til að setja punktinn yfir i-ið eru einu Sjálfstæðismennirnir sem fylgjandi eru samþykkt Icesave-frumvarpsins mestu Evrópusinnar flokksins.
Meirihluti Íslendinga vill ekki ganga í Evrópusambandið og alveg hreint ótrúlegt hvernig flokkur sem tæplega 30 prósenta fylgi hefur komið umsókninni að. Hefur það verið gert með kúgun og hótunum í garð Vinstri grænna, það hlýtur að vera augljóst þar eð eitt helsta stefnumál flokksins er andstaða við aðild.
Það er athyglisvert að sjá hvernig andstæðingar ESB skiptast í tvo hópa; frjálshyggjumenn og vinstrimenn.
Vinstri og hægri eru sameinuð í þessari afstöðu þar sem hin sameiginlega forsenda er ólýðræðislegt stjórnarfyrirkomulag sambandsins og afsal á fullveldi Íslands.
![]() |
Icesave ógnar ESB-aðild |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.8.2009 | 01:45
Forystuleysi þjóðar
![]() |
Jóhanna á vef Financial Times |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.8.2009 | 10:04
Barðir til hlýðni
Saga íslenskra vinstrimanna er saga sundrungar og deilna, enda er hér um að ræða marga litla hópa með mjög ólíka sýn á það hvernig best sé að stjórna lífi fjöldans. Sjálfstæðismenn hafa þó löngum haft lag á að leysa ágreiningsmál án teljandi vandkvæða innan flokks - í stað þess að bera deiluefni á torg. Hins vegar hefur reglulega komið upp ágreiningur um stór mál innan Sjálfstæðisflokksins og þá takast menn á, enda er flokkurinn lýðræðisleg fjöldahreyfing.
Í einu stærsta deilumáli Íslendinga fyrr og síðar, ríkisábyrgðinni á samningum stjórnvalda við Breta og Hollendinga um innstæðutryggingar, hafa samfylkingarmenn verið barðir til hlýðni. Á þeim bænum þykir ekki við hæfi að menn hafi sjálfstæða skoðun. Þetta er sama fólkið og talar hæstum rómi um nauðsyn aukins lýðræðis í sem flestum sviðum.
Lýðræðisást vinstrimanna er bara á yfirborðinu.
![]() |
Andstaða líka í Samfylkingu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.8.2009 | 01:09
Marxískar kenningar
Vinstrimenn kvörtuðu sáran undan því síðastliðið haust og fram eftir vetri að bankastjórn Seðlabankans væri vanhæf. Raunar var það aðalverkefni minnihlutastjórnarinnar að koma Davíð Oddssyni úr Seðlabankanum og fá þangað í staðinn óþekktan mann úr norska verkamannaflokknum. En allt um það.
Nú er vinstristjórnin í óða önn að raða nýjum embættismönnum víðs vegar um kerfið, og til þeirra starfa eru valdir ýmsir miður hæfir menn, eins og til að mynda Gunnar Þ. Andersen og enska frúin í peningastefnunefndinni, sem er haldinn er stórþjóðahroka. Afstaða hennar verður ekki skýrð með hliðsjón af neinum hagfræðikenningum. Hér liggur til grundvallar ógeðfelld hugmynd um yfirburði stórþjóða, líka þeim sem Karl Marx hélt fram.
![]() |
Segir Davíð hafa skort sérfræðiþekkingu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |