Fjölmiðlafulltrúi ríkisstjórnarinnar

Þóra Kristín Ásgeirsdóttur hefur hér enn einu sinni opinberað sig sem fjölmiðlafulltrúi ríkisstjórnarinnar. Í texta þessarar fréttar rembist hún eins og rjúpan við staurinn í viðleitni sinni við að koma höggi á Sjálfstæðisflokkinn - hérna á grundvelli óljósra sögusagna um eitthvað sem hún kallar "skrímsladeild". Þetta innslag Þóru Kristínar hefur ekkert með fréttamennsku að gera. Þetta er ekki frétt, heldur ómerkilegt skítkast í garð Sjálfstæðisflokksins. Mbl.is setur niður við svo lágkúruleg skrif.
mbl.is Bjarni friðar „skrímsladeild“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ég fylgist mjög vel með pólitík á Íslandi en ég verð að viðurkenna að ég hef aldrei fyrr heyrt talað um "skrýmsladeild". Hverskonar fréttamennska er þetta eiginlega. hitt er svo annað mál að Bjarni Ben gerði mikil mistök að láta undan Vilhjálmi Egilssyni framkv.stj samtaka atvinnulífsins með því að fallast á að veita ríkisstjórninni siðferðisvottorð í Icesave málinu. Hafa skal í huga að Vilhjálmur Egilsson er náinn vinur Steingríms Sigfússonar.

Heiða (IP-tala skráð) 19.8.2009 kl. 20:33

2 identicon

Stórmerkilegt að menn sem kenna sig við frjálshyggju skuli rembast við að verja þennan kristilega-afturhalds-íhaldsklúbb sem Sjálfstæðisflokkurinn er.  Kannski er "skrímladeildin" þessi fámenna deild haltra og blindra manna innan flokksins sem telur sig, þrátt fyrir að tilheyra flokknum, frjálshyggjusinnaða!

Jósep Húnfjörð (IP-tala skráð) 19.8.2009 kl. 21:19

3 identicon

Já, þetta er ömurlegur fréttaflutningur. Það hlýtur að vera mikill áfellisdómur yfir íslenskum blaðamönnum að hafa gert þessa konu að formanni sínum. Hún er ekki blaðamaður fyrir fimmaur, heldur talskona ríkisstjórnarinnar.

sigga (IP-tala skráð) 19.8.2009 kl. 21:46

4 identicon

Tók einmitt eftir því að Þóra Kristín var komin úr sumarfríi þegar ég sá þessa grein. Sorglegt þykir mér, og afarleiðinlegt fyrir blaðamannastéttina, að hún hafi verið útnefndur blaðamaður ársins í fyrra.

Gulli (IP-tala skráð) 20.8.2009 kl. 01:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband