Forystuleysi þjóðar

Jóhanna Sigurðardóttir var alltaf utangarðs í eigin flokki, Alþýðuflokknum. Hún var svo mjög upp á kannt við aðra forystumenn flokksins að hún þurfti sérstakan flokk utan um sjálfa sig, Þjóðvaka. Hún hefur síðan allt frá stofnun Samfylkingarinnar verið illa þokkuð af öðrum forystumönnum þess flokks, enda einkanlega með hugann við sín eigin málefni. Til skamms tíma litið var það klókt af samfylkingarmönnum að fylgja skoðanakönnunum (eins og þeir eru vanir) og fórna Ingibjörgu Sólrúnu fyrir Jóhönnu, en til langs tíma litið munu það reynast herfileg mistök. Jóhönnu skortir alla forystuhæfileika. Hún er slyng í pólitískri list og hörð í horn að taka, en hún er ekki á réttri hillu sem leiðtogi flokks og þaðan af síður sem leiðtogi þjóðar.
mbl.is Jóhanna á vef Financial Times
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Akkúrat.

geir (IP-tala skráð) 14.8.2009 kl. 09:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband