Ömurlegur málflutningur

Jóhanna Sigurðardóttir er enn við sama heygarðshornið og nú skal sömu þvingunum og hótunum beitt og í sumar sem leið: Þið samþykkið ríkisábyrgðina hvað sem það kostar. Ögmundur var á öðru máli en meirihluti stjórnarinnar og slíkt lýðist ekki í "hinu opna og lýðræðislega umhverfi samræðustjórnmála Samfylkingarinnar". Í umræðum um óráðsíu og græðgi hittir Jóhanna sjálfa sig fyrir með óráðsíu í ríkisfjármálum og skefjalausri valdagræðgi.
mbl.is Vill óráðsíu og græðgi burt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fagnaðarefni

Það er mikið gleðiefni að einkaaðilar skuli vera tilbúnir til að koma á fót sjúkrahúsi hérlendis, enda hafa heljartök ríkisins á þessum málaflokki leitt af sér dýrasta heilbrigðiskerfi í heimi sem einnig er afar þunglamalegt. Einstaklingarnir þurfa að hafa valfrelsi á þessum sviðum sem og öðrum, það er til hagsbóta fyrir samfélagið í heild sinni.
mbl.is Einkasjúkrahús í Mosfellsbæ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hugsanleg landráð?

Samfylkingarmenn eru trúir foringja sínum og öllu má fórna til að koma Íslandi í ESB. Jafnvel gangast í svimandi ábyrgðir fyrir einkafyrirtæki - ábyrgðir sem ríkissjóður Íslands ber ekki ábyrgð á með lögum, heldur Íslendingar eru þröngvaðir til að greiða. Þar gengur Samfylkingin fremst í flokki. Í krafti leyndarhyggju átti meira að segja að koma í veg fyrir að þingheimur fengi vitað hvernig samningurinn liti út, þar sem meira að segja allar eigur íslenska ríkisins voru gerðar aðfararhæfar.

Í þessu sambandi er vert að huga að 3. mgr. 91. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, en þar er kveðið svo á um að hver sá sem falið hefur verið á hendur af íslenska ríkinu að semja eða gera út um eitthvað við annað ríki skuli sæta refsingu allt að 16 árum ef hann ber fyrir borð hag íslenska ríkisins í þeim erindisrekstri. Rétt er að líta á þetta ákvæði um landráð þegar rætt er um störf samninganefndar Íslendinga í deilunum við Breta og Hollendinga.


mbl.is Ekki sanngirni að við borgum, en...
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Úr öskunni í eldinn

Ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks var sannarlega afar vond. Hún jók til að mynda ríkisútgjöld stórkostlega og beitti sér fyrir skattahækkunum. Hér bjuggum við því við sósíalíska stjórn. Að því gefnu er vandséð hvað nefna eigi núverandi stjórn sem grímulaust rembist við að hneppa þjóðina í ánauð með því að gangast í ábyrgðir fyrir einkafyrirtæki og beita sér fyrir stórfelldum skattahækkunum.

Vandi þjóðarbúsins er nú orðinn viðvarandi og stefnir í að verða langvinnur vegna núverandi ríkisstjórnar. Ríkisstjórnar sem þarf að koma frá völdum áður en hún kollvarpar endanlega hinu opna og lýðræðislega þjóðskipulagi fyrir leyndarhyggju og ofríki.


mbl.is Heilli þjóð sturtað niður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aftur á steinöld

Álfheiður Ingadóttir hefur á umliðnum misserum verið einn harðasti andstæðingur almennra mannréttinda hér á landi með aðför sinni að eignarréttinum, enda álítur hún mannréttindi, eins og eignarréttindi stórlega ofmetin. Ef að líkum lætur munum við þurfa að horfa upp á aukna ríkisvæðingu í heilbrigðiskerfinu, sem verður þar með æ dýrara í rekstri og þunglamalegra. En þetta er það sem vinstrimennirnir vilja - koma böndum á líf og störf fólks. Viðhorf Álfheiðar Ingadóttur eru sem bergmál aftan úr harðneskjulegri forneskju.
mbl.is Álfheiður verður ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jóhanna grefur sér gröf

Það ætti að verða samfylkingarmönnum áhyggjuefni að hafa gert Jóhönnu Sigurðardóttur að formanni sínum, konunnar sem gat ekki starfað í flokki á sínum tíma og stofnaði sérstaka hreyfingu utan um sjálfa sig, hreyfingu sem að einstakri hógværð var kennd við þjóðina. Líklega eru fáir íslenskir stjórnmálamenn á seinni árum jafnstjórnlyndir og Jóhanna og til þess arna beitir hún klækjastjórnmálum og afar hörðum yfirlýsingum. Sú hin seinasta var dropinn sem fyllti mælinn og Ögmundi fannst sér hótað.

Saga íslenskra vinstrimanna heldur áfram. Saga sundrungar og haturs.


mbl.is Ögmundur segir af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þolinmæði gagnvart Jóhönnu á þrotum

Eðlilega mætti snúa við fyrirsögn þessarar fréttar, því þjóðin hefur vart öllu meiri þolinmæði fyrir núverandi ríkisstjórn sem vill helst hækka skatta sem mest og ríkisvæða sem flest. Íslendingum væri hollt að leita sér fyrirmynda í Svíþjóð. Núverandi ríkisstjórn þar í landi er með ráð við kreppunni sem felast í því að lækka skatta og draga úr ríkisumsvifum. Er til of mikils mælst að vinstrimennirnir fari hina sænsku leið?
mbl.is Jóhanna: Þolinmæðin á þrotum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hamingjuóskir

Frjálshyggjumenn óska Ólafi Erni innilega til hamingju með formennskuna í Sambandi ungra sjálfstæðismanna. Hann er vel að embættinu kominn, enda mikilvirkur frjálslyndur hægrimaður.
mbl.is Ólafur Örn kjörinn formaður SUS
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Boð frá Evrópu

Hér er enn eitt dæmið um stefnumál sósíalistaflokksins sem haldið var leyndu í aðdraganda kosninganna. Auðvitað gat hver maður sagt sér að vinstrimenn sætta sig ekki við að sitja á valdastól og hafa ekki bókstaflega tögl og höld á öllu sem gerist í samfélaginu.

Reyndar eru þessi fyrirhugðu lög boð frá Evrópusambandinu og ekki að spyrja að því að allt verði gert til að keyra þau í gegn. Þá er vísað til fundar Evrópuráðsins á Hilton í vor en í frétt af fundinum sagði m.a.:

... um stefnu Evrópuráðsins í málefnum fjölmiðla og nýmiðlunar til næstu fimm ára, en slíkar ákvarðanir hafa jafnan verið leiðbeinandi fyrir lagasetningu í Evrópuríkjum og víðar. Sagði menntamálaráðherra við setningu fundarins meðal annars að öryggi barna og mannréttindi yrði að tryggja og að setja þyrfti yfirgripsmikil lög um ábyrgð nýmiðla.

Þessir nýmiðlar sem blogg falla m.a. undir og nú fjölmiðlar almennt, verða að vera undir smásjá hins opinbera að boði Evrópusambandsins. Fellur það vinstrimönnum ekki bara vel í geð að geta notað ESB sem afsökun fyrir skerðingu tjáningarfrelsis?


mbl.is Fjölmiðlastofa hafi eftirlit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Léleg vinnubrögð hjá BI

Það eru forkastanleg vinnubrögð af hálfu fyrverandi blaðamanns Morgunblaðsins að mistnota aðstöðu sína sem formaður BÍ og gefa út pólitíska ályktun. Slík ályktun kom ekki frá BÍ þegar DV fór á hausinn 2003 eða vegna uppsagna fjölda blaða og fréttamanna hjá öðrum miðlum. Þá hefur BÍ ekki séð ástæðu til þess að fjalla um ristjóraskipti annara dagblaða á Íslandi. Vanhæfni til að fjalla um mál er greinilega ekki í orðabók vinstrimanna nema þegar kemur að andstæðingum þeirra.

Hvar voru varnaðarorðin þegar Þorsteinn, umdeildur stjórnmálamaður, var ráðinn á Fréttablaðið eða Össur, umdeildur stjórnmálamaður, á DV? Hræsnin er mikil í röðum vinstrimanna.


mbl.is Harmar uppsagnir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband