Boð frá Evrópu

Hér er enn eitt dæmið um stefnumál sósíalistaflokksins sem haldið var leyndu í aðdraganda kosninganna. Auðvitað gat hver maður sagt sér að vinstrimenn sætta sig ekki við að sitja á valdastól og hafa ekki bókstaflega tögl og höld á öllu sem gerist í samfélaginu.

Reyndar eru þessi fyrirhugðu lög boð frá Evrópusambandinu og ekki að spyrja að því að allt verði gert til að keyra þau í gegn. Þá er vísað til fundar Evrópuráðsins á Hilton í vor en í frétt af fundinum sagði m.a.:

... um stefnu Evrópuráðsins í málefnum fjölmiðla og nýmiðlunar til næstu fimm ára, en slíkar ákvarðanir hafa jafnan verið leiðbeinandi fyrir lagasetningu í Evrópuríkjum og víðar. Sagði menntamálaráðherra við setningu fundarins meðal annars að öryggi barna og mannréttindi yrði að tryggja og að setja þyrfti yfirgripsmikil lög um ábyrgð nýmiðla.

Þessir nýmiðlar sem blogg falla m.a. undir og nú fjölmiðlar almennt, verða að vera undir smásjá hins opinbera að boði Evrópusambandsins. Fellur það vinstrimönnum ekki bara vel í geð að geta notað ESB sem afsökun fyrir skerðingu tjáningarfrelsis?


mbl.is Fjölmiðlastofa hafi eftirlit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

góður punktur

Georg O. Well (IP-tala skráð) 25.9.2009 kl. 16:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband