Hugsanleg landráð?

Samfylkingarmenn eru trúir foringja sínum og öllu má fórna til að koma Íslandi í ESB. Jafnvel gangast í svimandi ábyrgðir fyrir einkafyrirtæki - ábyrgðir sem ríkissjóður Íslands ber ekki ábyrgð á með lögum, heldur Íslendingar eru þröngvaðir til að greiða. Þar gengur Samfylkingin fremst í flokki. Í krafti leyndarhyggju átti meira að segja að koma í veg fyrir að þingheimur fengi vitað hvernig samningurinn liti út, þar sem meira að segja allar eigur íslenska ríkisins voru gerðar aðfararhæfar.

Í þessu sambandi er vert að huga að 3. mgr. 91. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, en þar er kveðið svo á um að hver sá sem falið hefur verið á hendur af íslenska ríkinu að semja eða gera út um eitthvað við annað ríki skuli sæta refsingu allt að 16 árum ef hann ber fyrir borð hag íslenska ríkisins í þeim erindisrekstri. Rétt er að líta á þetta ákvæði um landráð þegar rætt er um störf samninganefndar Íslendinga í deilunum við Breta og Hollendinga.


mbl.is Ekki sanngirni að við borgum, en...
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Væri ekki málið að senda kæru á ríkislögreglustjóra.

Halldór Björgvin Jóhannsson, 1.10.2009 kl. 14:57

2 identicon

Það er margt vafasamt í þessu Icesave-rugli...

http://www.pressan.is/Frettir/LesaFrett/lekinn-gaeti-vardad-vid-log-um-landrad-allt-ad-16-ara-fangelsi-liggur-vid-sliku-broti

Pétur Örn (IP-tala skráð) 1.10.2009 kl. 21:04

3 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Sammála ykkur um þetta. Auk þess frömdu í það minnsta landsbankamenn landráð með icesave reikningum sínum og svo ýmsir í stjórnkerfinu með sýnu aðgerðaleysi mánuðina fyrir hrun. Svo er nú það.

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 2.10.2009 kl. 02:33

4 identicon

Arinbjörn, í hverju fólust "landráð" Landsbankamanna? Hvernig fóru einkaaðilar að því að fremja "landráð". Skilurðu merkingu orðsins landráð?

Gulli (IP-tala skráð) 4.10.2009 kl. 17:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband