25.11.2009 | 06:52
Jóladagatalið II (Skattatalið)
Því meira sem ríkið tekur frá vinnumarkaðnum þeim mun minni sparnaður safnast upp og þeim mun minna verður um fjárfestingar í atvinnulífinu. Slíkt dregur úr verðmætasköpun og hamlar nýsköpun. Lausnin er ekki fólgin í aukinni skattheimtu heldur harðari niðurskurði og lægri sköttum.
Það er fráleitt að ríkið sé að reka fjöldan allan af ríkisháskólum í kreppu eða tugi stofnanna. Niðurskurður er óhjákvæmilegur og þeim mun fyrr sem farið verður í hann þeim mun betra.
Hækkun áfengisgjalds getur orðið töluvert hærra en nú er eins og sjá má hér: http://frjalshyggjufelagid.blog.is/blog/frjalshyggjufelagid/entry/964140/
![]() |
Áfengisgjaldið hækkar um 42% á einu ári |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 06:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.11.2009 | 14:40
Hinn matskenndi heimur vinstristjórnarinnar
Það er mikill sparnaður og hagræðing fólgin í því að ríkistjórnin segði einu sinni hvað hún virkilega meinti. Það skapar mikla óvissu fyrir fjárfesta, atvinnustarfsemi og einstaklinga í samfélaginu að þurfa að hlusta á endurflutningu og túlkun ráðherra á orðum hvers annars.
![]() |
Orð forsætisráðherra rangtúlkuð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.11.2009 | 08:52
Allt í plati
Hvernig stendur á því að Finnar þessi mikla ESB þjóð skuli hafa svipað atvinnuleysi og Ísland sem fyrir rétt rúmu ári fauk á hliðina, getur þetta verið rétt? Mbl.is hlýtur að vera að plata lesendur sína. Finnland er í öruggri höfn ESB þar sem smjör drýpur af hverju strái. Ríkistjórn Íslands með Steingrím og Jóhönnu í fararbroddi hefur lofað okkur því að öll hugsanleg vandamál okkar leysist með framsali á fullveldi og auðlindum til ESB.
Getur verið að lausnir ESB eins og lausnir ríkistjórnarinnar séu bara allt í plati?
![]() |
Atvinnuleysi eykst í Finnlandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.11.2009 | 08:44
Réttarríkið
Án þess að þekkja til þessa máls eða annarra sem í rannsókn eru og rata á forsíður fjölmiðla er sérstaklega mikilvægt að minna stjórnvöld á að viðhalda réttarríki og réttaröryggi, einkum á erfiðum tímum.
Það er vinsæl krafa að gera eignir stóreignafólks upptækar og sérstaklega þeirra sem stundað hafa viðskipti eða verið stórtækir á markaðnum undan farin ár. Það er hvorki glæpur að græða eða tapa á viðskiptum. Hafi hins vegar eitthvað óeðlilegt og ólöglegt átt sér stað er full ástæða til að rannsaka slíkt. Það verður þó að gera í samræmi við þær reglur sem gilda um slíkar rannsóknir.
Núverandi ríkistjórn hefur allt of oft beitt bellibrögðum og sjónhverfingum til að beina umræðu og athygli á annað en eigin vandamál og getuleysi til að takast á við þau mál sem fyrir henni blasa. Misnotkun á opinberum stofnunum og embættum til að beina athygli almennings má ekki og á ekki að eiga sér stað.
Stjórnarskrárákvæði og önnur lagaákvæði sem sett eru til að vernda grundvallaréttindi einstaklinga eiga ekki síst við á erfiðum tímum og þá sérstaklega.
![]() |
Lögmanni Baldurs algjörlega ofboðið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.11.2009 | 07:22
Jóladagatalið
Vinstristjórnin er eins og jóladagatalið með skattahækkanir, það er settur á nýr skattur á hverjum degi til jóla eða jafnvel út kjörtímabilið. Þá er bara spurning hvaða boð og bönn við fáum í skóinn.
Það er fráleidd speki að ætla að koma Íslandi út úr kreppunni á þann veg að tæma vasa vinnumarkaðarins og einstaklinga með endalausum sköttum og skattahækkunum.
Kreppan sem við erum nú að ganga í gegnum er sprottin úr viðjum ríkistjórna og peningastefnu ríkistjórna. Aukin afskipti af fjármálamörkuðum t.d. í formi skilyrtra lána og niðurfellingar á greiðslumati leiddu til verstu eignabólu sem nokkurn tíman hefur gengið yfir. Lausnin á kreppunni er ekki ríkisafskipti, ríkisafskipti eru vandamálið.
Ef einhvern tíman er þörf á frjálsum markaði og litlum ríkisafskiptum er það í kreppum. Þau verðmæti sem losna úr gjaldþrota fyrirtækjum nýtast ekki í súrefnislausu skattaumhverfi vinstrimanna. Hvenær hefur það komið í veg fyrir kreppur eða læknað kreppur að færa verðmæti frá þeim sem skapa þau í svarthol ríkisstofnanna?
![]() |
Nýtt gjald á heitt vatn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.11.2009 | 18:09
Að kjósa með kortinu
Á frjálsum markaði kjósa einstaklingar á hverjum degi. Sé einhverjum misboðið hvernig Kaupþing eða Arion banki hagar sér í þessu máli er þeim frjálst að færa viðskipti sín annað. Vald neytenda er gífurlega mikilvægt og þær upplýsingar sem þeir geta sent fyrirtækjum með vali á viðskiptum sínum. Þá geta neytendur einnig kosið að versla við aðrar matvöruverslanir er þær sem Hagar rekur og sent um leið skilaboð til eiganda þeirra verslanna.
Það hefur líka komið upp umræða um stóran hlut Hagar á matvörumarkið en gleymum því ekki að ekkert fyrirtæki er stærra en neytendur leyfa. Sá þankagangur er ríkjandi að stjórnvöld á hverjum tíma eigi að brjóta upp og stokka spilabunkan um leið og einhver nær yfirhöndinni en engum dettur í hug að færa viðskipti sín annað. Aðal atriðið er að markaðurinn sé frjáls og nýjir aðilar geti komið inn á hann með nýjar og ferskar hugmyndir.
Kæri lesandi þú kýst með kortinu þínu á hverjum degi, því er stóra spurningin hvern kýst þú í dag?
![]() |
Arion fær tilboð um 1998 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.11.2009 | 12:48
Mannréttindabrot
Enn heldur vinstristjórnin áfram að skerða mannréttindi borgaranna. Nú skal eignarrétturinn takmarkaður enn frekar og mönnum gert skylt að hafa ákveðið hlutfall kvenna í stjórnum einkafyrirtækja.
Í þessu sem og öðru eiga einstaklingarnir og félög þeirra að ráða för, án afskipta (ofbeldis) stjórnmálamanna. Afleiðing kynjakvóta mun fela í sér alls kyns skrumskælingu á stjórnun fyrirtækja, til að mynda munu menn fá eiginkonur sínar, mæður, systur og frænkur í stjórnir. Að sama skapi mun raunveruleg ákvarðanataka færast út úr stjórnum fyrirtækja.
Kynjakvótar eru upprunnir í Sovétríkjunum. Þar var svo kveðið á um að í sérhverju ráði væri tiltekinn hluti fulltrúa konur. Þessar konur voru þó að öllum jafnaði aðeins til skrauts, enda vandfundnari meiri karlaveldi en alræðisríkin í Austurvegi.
Íslenskum sósíalistum rennur blóðið til skyldunnar og fara að fordæmi síns gamla móðurríkis. Ofbeldi af þessu tagi á ekkert skylt við jafnrétti.
![]() |
Ráðherra boðar kynjakvóta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.11.2009 | 15:21
Skattheimta er mannréttindabrot
Sá er þetta ritar er nokkuð hugsandi þessa dagana yfir þýlyndi þeirra fjölmörgu vinstrimanna sem mæra og mæla bót aukinni skattpíningu. Það er engu líkara en nokkur hluti þjóðarinnar sé haldinn sjálfspíslarhvötum á mjög háu stigi.
Við erum þó líkast til fleiri sem viljum frelsi frá ofbeldi stjórnvalda. Í þessu sambandi er vert að huga að því að skattheimta er alltaf í eðli sínu skerðing á mannréttindum í formi eignaupptöku. Við eignaupptöku rétt eins og aðrar skerðingar á eignum manna þarf að gæta meðalhófs - að ekki sé gengið lengra en nauðsynlega þarf.
Vinstrimenn eru sífellt betur að sýna sitt rétta andlit. Þeir unna ekki frelsi einstaklinganna. Þeir unna sér ekki hvíldar nema þeir nái tangarhaldi á borgurunum, sem þeir kjósa að líta á sem "þegna" sína. Þrælslund hluta þjóðarinnar fær þann sama hluta til að greiða vinstrimönnunum atkvæði sitt.
![]() |
Þriggja þrepa skattkerfi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.11.2009 | 15:12
Ríkisstofnanir munu aldrei "tryggja fæðuöryggi"
![]() |
Össur í Róm |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.11.2009 | 10:47
Afnemum hjúskaparlög
![]() |
Hjúskapur meira skattamál en áður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |