Skattheimta er mannréttindabrot

Sá er þetta ritar er nokkuð hugsandi þessa dagana yfir þýlyndi þeirra fjölmörgu vinstrimanna sem mæra og mæla bót aukinni skattpíningu. Það er engu líkara en nokkur hluti þjóðarinnar sé haldinn sjálfspíslarhvötum á mjög háu stigi.

Við erum þó líkast til fleiri sem viljum frelsi frá ofbeldi stjórnvalda. Í þessu sambandi er vert að huga að því að skattheimta er alltaf í eðli sínu skerðing á mannréttindum í formi eignaupptöku. Við eignaupptöku rétt eins og aðrar skerðingar á eignum manna þarf að gæta meðalhófs - að ekki sé gengið lengra en nauðsynlega þarf.

Vinstrimenn eru sífellt betur að sýna sitt rétta andlit. Þeir unna ekki frelsi einstaklinganna. Þeir unna sér ekki hvíldar nema þeir nái tangarhaldi á borgurunum, sem þeir kjósa að líta á sem "þegna" sína. Þrælslund hluta þjóðarinnar fær þann sama hluta til að greiða vinstrimönnunum atkvæði sitt.


mbl.is Þriggja þrepa skattkerfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gerðu eitthvað í þessu.

Jói (IP-tala skráð) 18.11.2009 kl. 15:44

2 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Það er víst óhætt að fullyrða, að í pistli sínum hér að ofan nær höfundur hans áður óþekktum himinhæðum í veruleikafirringu, öfugmælakveðskap og almennu ruglumbulli.

Það kemur manni í gott skap, ef svo má segja, að lesa svona reginkjaftæði, sem ofan á allt annað virðist skrifað í fullri alvöru.

Hahahahah ...

Jóhannes Ragnarsson, 18.11.2009 kl. 16:00

3 identicon

Það sorglega er að fólk heldur (hefur verið heilaþvegið til þess í gegnum árin og áratugina) að kapítalismi sé óvinur fátæka mannsins, þegar staðreyndin er sú að hinn raunverulegi óvinur er vinstri maðurinn (sem talar fyrir stærra ríkisbatterí), svo og tilvist seðlabanka.

Ég segi nú bara að fátæka fólkið geti að miklu leyti sjálfu sér um kennt að kjósa svona skandal yfir sig. Það verður þá bara fátækara og fátækara. Ríka fólkið mun allavega geta haldið áfram að fæða sig og sína fjölskyldu.

Sannleikurinn er þessi: Sá maður sem talar fyrir minni ríkisafskiptum, frjálsum markaði og gjaldmiðli sem er tengdur við gull og silfur, er meiri vinur fátæka mannsins en nokkur vinstri maður getur nokkurn tímann orðið.

Fólk hefur verið heilaþvegið til þess að halda að gervikapítalismi (ríkisafskipti og tilvist seðlabanka) sé alvöru kapítalismi, misnotar það orð þannig, og heldur síðan að lausnin sé að fara enn lengra til vinstri! Í guðanna bænum, ekki kalla það kerfi sem hefur verið við lýði undanfarin ár kapítalisma. Að minnsta kosti skilgreinið orðið áður en þið misnotið það. Sjálfstæðisflokkurinn er miðjuflokkur sem er alvöru kapítalisma til háborinnar skammar.

Fólk ætti bara að prófa að lesa Marx svo og Mises og gera upp sinn eigin hug í þessum efnum, í stað þess að trúa í blindni orð stjórnmálamanna. Mér hefur alltaf þótt ótrúlegt að það er til fólk sem raunverulega trúir því að stjórnmálamenn séu svo klárir og gáfaðir að þeir geti séð um okkur! Að fólkið í landinu er svo heimskt að það geti ekki séð um sig sjálft! Raunveruleikinn er sá að flestir stjórnmálamenn eru sauðir, svo sem fram kemur fyrir og eftir hverja einustu kostningabaráttu. Aldrei ætla menn að læra af reynslunni.

Ari Jónsson (IP-tala skráð) 18.11.2009 kl. 16:00

4 identicon

Þið segið nafnlaust: "Við eignaupptöku rétt eins og aðrar skerðingar á eignum manna þarf að gæta meðalhófs - að ekki sé gengið lengra en nauðsynlega þarf."

Kóngurinn ykkar gekk of langt á sínum tíma. Þetta eru afleiðingarnar. Hættið þessu væli og fáið ykkur vinnu.

Elvar Geir Sævarsson (IP-tala skráð) 18.11.2009 kl. 16:02

5 identicon

Jóhannes Ragnarsson ætti að hafa vit á því að loka á sér kjaftinum, eða í þessu tilfelli lyklaborðinu. Hvílíkur rugludallur.

Þessi pistill réttur.

Vinstri stjórn sú sem situr nú er sú óhæfasta í sögu lýðveldis.  Hún er sem betur fer að falla, þökkum fyrir það.

Baldur (IP-tala skráð) 18.11.2009 kl. 16:16

6 identicon

Alltaf gaman þegar þessi síða fær bréf frá tryggasta lesanda hennar, honum Jóhannesi vini mínum. Verst hvað hann hefur lítið til málanna að leggja ...

Sigga (IP-tala skráð) 18.11.2009 kl. 16:18

7 identicon

Hvernig á að byggja upp samfélag án skatta? Verða bara allir að sjá um sig sjálfir???? Hvernig samfélag yrði það???  Þá yrði bara ringulreið. Lög og regla væru ekki til staðar!

Heimir (IP-tala skráð) 18.11.2009 kl. 16:20

8 identicon

Ég hélt að þetta væri eitthvað Baggalútsgrín. Svo sé ég að þér er alvara með þessum skrifum.

"Þeir unna sér ekki hvíldar nema þeir nái tangarhaldi á borgurunum, sem þeir kjósa að líta á sem "þegna" sína. "

Þessi sýn þín á heiminn er áhugaverð, en það getur verið að þú þurfir að létta aðeins á vænissýkinni.

Jóhann Þórsson (IP-tala skráð) 18.11.2009 kl. 16:22

9 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Hva, djöfull er hann skapvondur þessi Baldur, og uppfullur af forræðishyggju!

Já, Sigga mín, ég les alltaf Frjálshyggjufélagssíðuna, ekki síst til að létta mér lund.

Jóhannes Ragnarsson, 18.11.2009 kl. 16:38

10 identicon

Frábær grein og orð í tíma töluð. Reyndar verið alveg með ólíkindum hversu langt fólk er tilbúið að ganga í þjónkun við vinstri elítuna, sem hugsar bara um eigin hag. Svo stóraukin skattheimta sem vinstristjórnin boðar er aðför að fólkinu í landinu, sem sannar það sem við hægrimenn höfum alltaf vitað: Vinstrimenn líta á almenning sem ómerkilegt þý með sama hætti og stjórvöld í alræðisríkjum kommúnismans.

Pétur (IP-tala skráð) 18.11.2009 kl. 16:38

11 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Heyrðu Pétur minn, er það virkilega algjörlega óþekkt innan Sjálfstæðisflokksins að menn hugsi um eigin hag? Já, og líti á verkafólk sem hverja aðra hluti í vélasamstæðu?

Jóhannes Ragnarsson, 18.11.2009 kl. 16:54

12 identicon

Stjórnvöld virðast ekki skilja eitt.  Í einfaldasta formi skatts (nema nefskatts) eru tvær breytur:

Skattatekjur = Prósenta * Skattstofn

Svo til að fá meira klínk í kassan er hægt að gera tvennt, auka prósentuna eða auka skattstofninn.

Sú vanhæfa ríkisstjórn sem nú situr er nánast ekkert að gera til að auka skattstofninn t.d. með því að beina kröftum sínum í að minnka atvinnuleysi.  Í staðinn skrúfa þeir upp prósentuna sem svo hefur í för með sér að skattstofninn minnkar, þegar t.d. fyrirtæki fara á hausinn, fólk missir vinnu og fjármagn & fólk flýr land.

Því má þó ekki gleyma að það er fyrrir ríkisstjórnum, sem kennt hafa sig við frjálshyggju, að kenna að nú þarf að fá meira klínk í kassan.  Ef þú vilt ræða um mannréttindi, átti hin raunverulega skerðing sér stað þegar íbúar þessa lands urðum skyndilega stór skuldugir á einni nóttu vegna ofur frjálshyggju.

Gunnar Valur (IP-tala skráð) 18.11.2009 kl. 17:03

13 identicon

Gunnar Valur: Þarna ertu að misnota orðið frjálshyggju. Alveg sömu rök eins og með orðið kapítalismi, sem ég nefndi í fyrri færslu hér að ofan.

Það bara gengur ekkert að tala eitthvað um "frjálshyggju" og "kapítalisma" (þegar staðreyndin er sú að alvöru frjálshyggja og kapítalismi var ekkert við lýði á undanförnum árum) og í blindni sinni halda að vinstristjórn sé lausnin. Það sem við þurfum er alvöru frjálshyggju og alvöru kapítalisma. Sjálfstæðisflokkurinn er miðjuflokkur, og er alvöru frjálshyggju og kapítalisma til skammar og á ekkert skylt við þessi einstöku fyrirbæri. Aftur, sjá fyrri færslu hér að ofan.

Því miður mun enginn fátækur maður taka mark á þessu, frekar en fyrri daginn. En jæja, ég reyndi þó. Hann mun (því miður fyrir hann) halda áfram að trúa blint á hið vinstra.

Ari Jónsson (IP-tala skráð) 18.11.2009 kl. 18:52

14 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Mikið helvíti væri gaman að fá að vita hvernig þessi alvörufrjálshyggja og alvörukapítalismi hans Ara líta út. Það held ég sé geðslegur kattarláfujafningur.

Jóhannes Ragnarsson, 18.11.2009 kl. 19:35

15 identicon

Rétt Ari.  Ég last þetta ekki nógu vel hjá þér og er sammála að sjálfstæðismenn voru ekki að standa sig og get líka verið sammála um að þeir höguðu sér ekki eins og alvöru kapitalistar.

En er alvöru kapitalismi og frjálshyggja einhverstaðar við líði í heiminum?  Hefur það concept einhverntíman verið prófað í alvöru?

Gunnar Valur (IP-tala skráð) 18.11.2009 kl. 20:14

16 identicon

Góður punktur hjá þér Gunnar Valur. Ég held að enginn stjórnvöld nokkurs staðar hafi kennt sig við hreina frjálshyggju, alltaf hafa einhver önnur sjónarmið komið að málum. Sjálfur John Stuart Mill sat eitt kjörtímabil í neðri málstofu breska þingsins. Hann gerði það að skilyrði að þurfa ekki að gæta hagsmuna neinna sérstakra hópa, heldur aðeins fylgja eigin sannfæringu. Skemmst er frá því að segja að Mill var ekki endurkjörinn.

Það er hins vegar frjór jarðvegur fyrir frjálshyggjumenn, menn sem vilja aðeins huga að hagsmunum alls fjöldans til langs tíma, en ekki skyndilausnum fyrir sérhagsmunahópa, líkt og vinstrimenn eru svo þekktir fyrir.

Sigga (IP-tala skráð) 18.11.2009 kl. 20:36

17 identicon

Skapillur eflaust en með hausinn skrúfaðann á Jóhannes.  Það sér það hver hálfþenkjandi maður að tekjur ríkis aukast ekki við þetta, síður en svo.  Af hverju á millistéttin að halda uppi samfélaginu?  Þeir sem eitthvað eiga er refsað? Það er ekki janrétti heldur órétti enda mun þetta fólk gera ráðstafanir.  Ríkið fær ekki stærri sneiðar svo mikið er víst

Baldur (IP-tala skráð) 18.11.2009 kl. 21:03

18 Smámynd: Tryggvi Thayer

Ari: Þú segir, "Aldrei ætla menn að læra af reynslunni." Getur þú bent á reynsluna sem mælir með þessari "alvöru frjálshyggju" og "alvöru kapítalisma" sem þú talar um?

Tryggvi Thayer, 18.11.2009 kl. 21:37

19 identicon

Tryggvi: Hvar kom "aldrei ætla menn að læra af reynslunni" í því sem ég sagði? Þarna alveg síðast í fyrsta svari mínu, þegar ég var að tala um hversu stjórnmálamenn eru einskis nýtir. Það kemur í ljós eftir hverjar einustu kosningar. En samt halda menn áfram að aðhyllast þá trú að stjórnmálamaðurinn er maður fólksins. Reynslan hefur sýnt að stjórnmálamenn eru upp til hópa einskis nýtir. Það er í þessu samhengi sem ég sagði "aldrei ætla menn að læra af reynslunni".

En þetta er samt góð spurning hjá þér: "Getur þú bent á reynsluna sem mælir með þessari "alvöru frjálshyggju" og "alvöru kapítalisma" sem þú talar um?"

Áður en ég svara, get ég spurt á móti: Getur þú, eða einhver, bent á reynsluna sem mælir GEGN með alvöru frjálshyggju og alvöru kapítalisma? Í mínum huga hefur sagan sýnt að allt annað bregst!

Svar mitt við spurningunni er: Bandaríkin allt þar til snemma á 20. öld þegar seðlabankinn þeirra var settur á fót, á því tímabili sem þeir fylgdu stjórnarskránni sinni hvað mest. Stofnun seðlabanka eru ein verstu aðför að fátæka manninum síðari tíma og brjóta í bága við frjálshyggju og kapítalisma. Lestu stjórnarskrána þeirra og tékkaðu á því hvort það sé eitthvað þar sem þú getur verið ósammála. Frjálshyggjumenn vestra eru að berjast fyrir því að Bandaríkin eigi að bera virðingu fyrir stjórnarskránni, en ekki að hunsa hana eins og þeir hafa gert í marga áratugi. Stjórnmálaöflin náðu hægt og rólega tökunum í Bandaríkjunum. Sjáðu hvar þau eru núna. Þetta veldi þeirra er að algjörlega að hruni komið. Dollarinn er að hruni kominn. Bara ef þeir hefðu fylgt stjórnarskránni sinni væru þeir ekki í þessari stöðu í dag. Obama boðar engar breytingar þar á. Bandaríkin eru á barmi gjaldþrots og Obama boðar enn meiri stækkun ríkisvaldisins! Finnst þér þetta virkilega "meika sens"?

Málið finnst mér vera þetta: Það ER komin reynsla á stækkun ríkisvaldins MARGOFT í sögunni á undanfarinni öld. Og það mjög SLÆM reynsla! Það hefur hinsvegar EKKI látið reyna á það nógu vel á undanfarinni öld það sem (alvöru) frjálshyggjumenn boða. Eigum við samt bara að prófa aftur stækkun ríkisvaldsins, bara svona til að vera örugg um að það sé slæm hugmynd? Það finnst mér ekki.

Því miður er ég hræddur um að það muni aldrei láta reyna á alvöru frjálshyggju og kapítalisma. Til þess eru stjórnmálaöflin bara of rótgróin og spillt. Þessum heimi er bara ekkert viðbjargandi, býst ég við. En það má nú reyna.

Ari Jónsson (IP-tala skráð) 18.11.2009 kl. 23:17

20 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Jafna kjörinn er mjög réttlátt þetta er spor í rétta átt.

Sigurður Haraldsson, 19.11.2009 kl. 00:50

21 identicon

Ég er með nokkrar spurningar sem beint er að frálshyggjumönnum. Þið segið að alvöru kapítalismi hafi aldrei verið við lýði og þá spyr ég ykkur var einhvern alvöru kommúnismi við lýði?

Hérna kemur önnur spurning? Hvaða ríki eru talin mestu velferðaríki í heiminum í dag? Ég skal svara þessari spurningu fyrir ykkur: Norðurlöndin!! og á hvaða gildum byggjast þessi ríki og hvaða hagkerfi er þar við lýði?

Sigurður Árnason (IP-tala skráð) 19.11.2009 kl. 01:08

22 Smámynd: Tryggvi Thayer

Ari: Eitthvað vantar upp á þekkingu þína um bankasögu í Bandaríkjunum. Seðlabankar hafa verið starfræktir í Bandaríkjunum frá ca. 1790 þegar First Bank of the United States var stofnaður fyrir utan stutt 5 ára hlé í byrjun 19. aldar sem þó var nógu langur tími til að leggja efnahag landsins nánast í rúst. Á 19. öld reyndu menn hitt og þetta fyrirkomulag bæði á grundvelli samninga við fylkisstjórnir (state-chartered banks) og við Bandaríska þingið (national banks). Þegar Federal Reserve Act var samþykkt á þingi höfðu seðlabankar verið starfræktir í Bandaríkjunum með einum eða öðrum hætti sleitulaust í um 100 ár. Helsta vandamálið þá var að þeir voru of margir og í eigu of fárra.

Hvernig hafa Bandarísk stjórnvöld brotið í bága við stjórnarskránna á undanförnum árum?

Tryggvi Thayer, 19.11.2009 kl. 03:48

23 identicon

Tryggvi: Já, það er rétt, það voru til bankar fyrir það. En það sem ég var kannski helst að meina, og það sem mestu máli skiptir, er þegar gjaldmiðillinn var aftengdur við gull og silfur. ÞAÐ (og verðbólgan sem kemur í kjölfarið) eru mestu aðför að fátæka manninum síðari tíma. Af hverju? Jú, seðlabankinn PRENTAR peninga til að "örva" efnahagslífið, þ.e. dæla peningum í bankana sem geta byrjað að lána aftur. Hverjir fá peningana fyrst? Bankaelítan og pólitíkusar. Hverjir fá peningana síðar (löngu eftir að verðlagið hefur hækkað og fátæka manninum hefur blætt)? Fátæki maðurinn. Þannig að fátæki maðurinn nýtur aldrei góðs af þeirri launahækkun sem hann fær á endanum.

1) Þetta leyfir stjórnarskráin þeirra ekki, sem talar um að peningur sé gull og silfur. Samt geta menn farið í fangelsi í dag fyrir að biðja um gull eða silfur í skiptum við vörur, eða nota gull eða silfur sem grundvöll fyrir viðskiptasamning!

Annað sem brýtur í bága við stjórnarskrána þeirra: 2) Forsetinn hefur enga heimild skv. stjórnaskránni að ákveða sjálfur að fara í stríð. Þingið á formlega að ákveða það. Stjórnarskráin mælir með diplómatískum samskiptum og frjálsum viðskiptum við önnur ríki. 3) Stjórnvöld hafa enga heimild að njósna um fólkið sitt eins og þeim sýnist án nokkurs dómsúskurðar.

Svo og margt fleira. Heyrðu, í stað þess að reyna að sannfæra hvorn annan (sem ég er í raun ekki mjög góður í), gerum bara díl. Ég bendi þér á bókina "Revolution" eftir Ron Paul. Hún er tiltölulega ný (frá 2008), mjög stutt (190 bls.) og mjög auðlesin. Ef þú lest hana skal ég lesa eitthvað sem þú mælir með sem mælir gegn því sem frjálshyggjumenn (ekki neitt tengd Frjálshyggjufélaginu!) tala fyrir. Mælirðu með einhverju sem er tiltölulega stutt og auðlesið? Ég kýs frekar að lesa góðar bækur en að hlusta á röfl bloggara, fréttamanna og stjórnmálamanna. Mun betri leið til að fá alvöru upplýsingar.

Ari Jónsson (IP-tala skráð) 19.11.2009 kl. 12:17

24 identicon

Sigurður:

"Ég er með nokkrar spurningar sem beint er að frálshyggjumönnum. Þið segið að alvöru kapítalismi hafi aldrei verið við lýði og þá spyr ég ykkur var einhvern alvöru kommúnismi við lýði?"

Fín spurning, en hvort finnst þér meira meika sens að GETI verið við lýði ef vilji er til þess? Eins og ég sagði áður, er ég hræddur um að frjálshyggja muni aldrei nást. Það er vegna þess að stjórnmálastéttinn er til þess of spillt til að gefa frá sér völdin. Hinsvegar verður alvöru kommúnismi aldrei við lýði af nákvæmlega sömu ástæðu: stjórnmálamenn eru of spilltir. Sorglegt, en satt.

"Hérna kemur önnur spurning? Hvaða ríki eru talin mestu velferðaríki í heiminum í dag? Ég skal svara þessari spurningu fyrir ykkur: Norðurlöndin!! og á hvaða gildum byggjast þessi ríki og hvaða hagkerfi er þar við lýði?"

Hvaða mælikvarði er þetta? Ég hef skoðað nokkra slíka lista og þá er t.d. Sviss á meðal efstu ríkjanna og jafnvel hærra en sum Norðurlöndin. Þannig að það gengur varla, finnst mér, að nota þessi rök. Sviss er mun nær flestum öðrum ríkjum hvað frjálshyggju varðar og er með mun lægri skatta á einstaklinga og fyrirtæki. Athugið aftur: Bandaríkin eru ekki í slæmum málum vegna kapítalisma. Þau eru í slæmum málum vegna útþanins ríkisvalds.

Ari Jónsson (IP-tala skráð) 19.11.2009 kl. 12:34

25 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það er ágætt að minna á að skattheimta er ekki sjálfsögð. Það er hins vegar aðeins til að drepa málum á dreif að saka vinstrimenn sérstaklega um hana. Hægrimenn hafa því miður ekki verið síður öflugir í skattheimtu og ríkisafskiptum í gegnum tíðina. Munurinn er samt oft sá að þeir þykjast vera að draga úr ríkisafskiptum meðan þeir auka þau í raun.

Ég held að það væri heppilegt ef Frjálshyggjufélagið rölti sér upp úr skotgröfum íslenskrar flokkapólitíkur og legði fram greinargott yfirlit um þær aðgerðir og athafnir stjórnvalda á undanförnum árum sem flokka má sem aukningu ríkisafskipta. Þar á meðal má nefna útþenslu í almennum opinberum útgjöldum, ríkisábyrgðir á virkjanaframkvæmdum og ríkisábyrgðir á bankastarfsemi. Þá er aðeins fátt eitt talið.

Annar meginvandinn sem við glímum nú við er hrun efnahagslífsins sem á sér að mestu rót í ríkisafskiptum af atvinnulífi. Hinn vandinn er að allt of margir virðast halda að lausnin felist í enn meiri ríkisafskiptum. Hjá hægrimönnum felast þau meðal annars í að láta ríkið ábyrgjast alls kyns misgáfulegar framkvæmdir til að "skapa atvinnu". Hjá vinstrimönnum felast þau meðal annars í "kjarajöfnun" og aðgerðum til að tryggja að sjávarafli sé unninn innanlands og seldur út á lægra verði en fengist fyrir hann ferskan.

Meginatriðið er þetta: Allir stjórnmálaflokkar eru jafnsekir þegar kemur að útþenslu ríkisins. Takist frjálshyggjumönnum að skapa sér fjarlægð frá flokkakerfinu geta þeir orðið trúverðug rödd skynseminnar.

Þorsteinn Siglaugsson, 19.11.2009 kl. 13:16

26 identicon

Ég er algjörlega sammála þér (eins og vonandi hefur komið fram í mínum fyrri svörum hér).

Þetta lið (Frjálshyggjufélagið og Sjálfstæðisflokkurinn upp til hópa) á ekki að vera að kenna sig við frjálshyggju. Þetta lið er eitthvað allt annað en það.

Ari Jónsson (IP-tala skráð) 19.11.2009 kl. 15:41

27 identicon

Sammala skattheimta er þjofnaður.

Eirikur (IP-tala skráð) 19.11.2009 kl. 18:07

28 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Réttlát skattheimta, eins og sú sem ríkisstjórnin boðar, er samfélagsbætandi.

Aftur á móti eru ýmsir þeirrar skoðunar, að einkaeign sé þjófnaður, sem auðvitað er rétt þegar grannt er skoðað.

Annars eru kunningjar mínir í Frjálshyggjufélaginu farnir að minna mig óþyrmilega á grásleppu án hvelju. Þeir eru eitthvað svo undur berrassaðir í hugsjónum sínum.

Jóhannes Ragnarsson, 19.11.2009 kl. 18:33

29 identicon

Sæll Þorsteinn. Ég skil ekki hvernig þú kemst að þeirri niðurstöðu að Frjálshyggjufélagið sé í skotgrafarhernaði á vegum Sjálfstæðisflokksins. Í ályktunum félagsins, jafnt sem skrifum hér á síðunni, hafa félagsmenn margsinnis gagnrýnt Sjálfstæðisflokkinn fyrir útþennslu ríkisbáknins og alls kyns ríkisafskipti. Þá er vert að minna á að margir félagsmenn í Frjálshyggjufélaginu, þar á meðal stjórnarmenn, eru ekki félagar í Sjálfstæðisflokknum.

frjálshyggjumaður (IP-tala skráð) 19.11.2009 kl. 22:36

30 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Frjálshyggjumaður: Ég veit að félagið hefur margsinnis gagnrýnt Sjálfstæðisflokkinn og margir félagsmenn eru ekki í þeim flokki. Pistillinn hér að ofan er hins vegar skrifaður út frá sjónarhóli flokkapólitíkur. Það finnst mér slæmt.

Ég held nefnilega að við núverandi aðstæður hafi félagið betra tækifæri en áður til að koma sjónarmiðum frjálshyggjunnar á framfæri og þá er algerlega nauðsynlegt að láta flokkapólitík ekki trufla sig. Pistlar á borð við þann sem birtist hér að ofan gerir lítið annað en skaða málstaðinn því svona málflutningur rennir beinum stoðum undir þá kenningu margra að sami rassinn sé undir frjálshyggjumönnum og Sjálfstæðismönnum.

Sjálfur er ég í Sjálfstæðisflokknum og alls ekki sammála allri gagnrýni sem að honum er beint. Mér finnst samt mikilvægt að flokkurinn búi ávallt við beinskeytta gagnrýni frá hægri og þess vegna er mikilvægt að Frjálshyggjufélagið sé öflug og trúverðug rödd. Til þess þarf það að hefja sig yfir flokkspólitískt dægurþras.

Þorsteinn Siglaugsson, 20.11.2009 kl. 09:45

31 identicon

Tryggvi: Hong Kong kemst nálagt því sem þú ert að biðja um.

Ef menn greina þessa kreppu þá á hún upptök sín hjá ríkisvaldinu. Lagasettning á borð við CRA og önnur tengd lög sem skylda banka til lánveitinga og draga greiðslumat þeirra í svaðið er upphafið á öllu saman. Nú veit ég ekki hvort rétt hafi verið farið með en í þætti á MSNBC um hrunið var talað um 50 miljónir miljarða aukning hafi orðið á húsnæðismarkaðnum á 3 árum. Íbúðareigendum fjölgaði úr 65 prósent í 83 á sama tíma í samanburði við að það hafði tekið 30 ár að fara úr 55 í 65 prósent. Bankakerfið gerði einfaldlega það sem það gerir besta á frjálsum markaði og það var að verja sig og dreyfa áhættunni. Áhættan var einfaldlega of mikil og því miður hafið dreyfingin þau áhrif að "smituð" húsnæðisbréf voru komin um allt og bankar vantreystu hvor öðrum, allt fraus.

En talandi um skattahækkanir þá koma þær verst niður á þeim sem hafa það verst. Fólk með hærri laun er líklegar til að spara og þar með skapa forsendur fyrir fjárfestingu. Án fjárfestingar í hagkerfið skapast ekki ný störf og verðmætasköpun eykst þá hægt. Það bitnar fyrst og fremst á þeim sem hafa það verst. Vel menntað fólk með há laun á auðveldara með að finna sér sambærilega vel launaðar vinnur í löndum í kringum okkur og þá fækkar í "skattstofninum". Það er allt vont við þessar skattahækkanir ekkert gott.

Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 20.11.2009 kl. 18:55

32 Smámynd: Tryggvi Thayer

Vilhjálmur Andri - ég spurði ekki um "nálægt".

Um CRA - Þetta er víst ein sagan...

Tryggvi Thayer, 21.11.2009 kl. 00:06

33 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Ef skattheimta er mannréttindabrot, þá er frjálshyggjukapítalismi ekki minna en glæpur gegn mannkyni.

Jóhannes Ragnarsson, 21.11.2009 kl. 11:38

34 identicon

Hvernig er það Jóhannes, er ekkert að gera annað í fásinninu þarna í Ólafsvík en að hanga á netinu?

Sigga (IP-tala skráð) 22.11.2009 kl. 01:36

35 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Hvað er að heyra, Sigga beibí, ertu orðin leið á mér?

Jóhannes Ragnarsson, 22.11.2009 kl. 07:56

36 identicon

Það er ekkert mikið nær því að vera frjálshyggja eins og Hong Kong. Bretland í upphafi iðnbyltingar og fram á 20.öld en samt frekar langsótt að kalla það frjálshyggju þó svo hún hafi verið ráðandi á mörgum sviðum t.d. viðskiptum.

Já CRA er náttúrulega bara eitt af mörgum lögum sem beitt var til að keyra bæði greiðslumat og lánshæfi niður í gólf. Sum fylki gripu til EESA til að réttlæta skyldu lánveitingar inn á ákveðin svæði. Hefði átt að segja sig sjálft að það er slæm hugmynd að skylda fyrirtæki til að eiga viðskipti sem þau vilja ekki.

Þá má líka benda á það sem stundum er kallað deregulation á þessum markaði en fátt er fjarri lagi. Þekki það bara af eign reynslu úr lögfræðinni að lagabálkum um bankastarfsemi hefur fjölgað jafnt og þétt undanfarin ár og áratugi. Áhugavert að kynna sér þróun regluverks banka og fjármálastofnanna bæði hér heim og í USA. Reglan er sú að reglum hefur fjölgað og bönkum sett þrengri skilyrði en áður.

Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 22.11.2009 kl. 11:15

37 Smámynd: Tryggvi Thayer

Ég spurði - Getur þú bent á reynsluna sem mælir með þessari "alvöru frjálshyggju" og "alvöru kapítalisma" sem þú talar um?

Svarið er s.s. nei. Þarf nokkuð að orðlengja það frekar?

Tryggvi Thayer, 22.11.2009 kl. 16:02

38 identicon

Já Hong Kong er gott dæmi um frjáls samfélag og lítið regluverk. Það er ekki 100% frjálshyggja en nærri lagi. Kreppan sem aldrei kom í USA 1921 er gott dæmi um það hvenrig frjálshyggjusjónarmiðum var beitt til að snúa á stuttum tíma út úr niðursveiflu sem auðveldlega hefði geta orðið stór kreppa.

Alls staðar í heiminum þar sem höftum hafa veirð afnumin og meira frelsi gefið hafa lífskjör batnað. Augnlækningar eru gott dæmi um starfssvið þar sem almannatryggingar og tryggingar í USA hafa ekki náð yfir og því algjörlega frjálsar enda hefur verið hvað mest þróun og framfarir í augnaðgerðum þ.e. leiseraðgerðum.

Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 22.11.2009 kl. 19:55

39 Smámynd: Tryggvi Thayer

Svarið er bara nei - þú þarft ekki að hafa svona mikið fyrir þessu.

Ég er ekki alveg viss um hvaða aðgerðir þú ert að tala um eftir efnahagsvændræðin 1921. Er það:

- þegar skattar voru hækkaðir á fyrirtæki

- þegar Hoover dældi opinberu fé í stór verkefni e.o. Hoover dam

- var það "associative state" stefna Hoovers

- eða ertu bara gjörsamlega að misskilja skoðanir Coolidge um skiptingu ábyrgðar milli fylkja og ríkis e.o. svo margir hafa gert?

Hoover réði miklu í kjölfar niðursveiflunnar og aðgerðir hans urðu grunnurinn að New Deal aðgerðum Roosevelts. Ef þetta er frjálshyggja máttu kalla mig frjálshyggjusinna.

Tryggvi Thayer, 22.11.2009 kl. 22:38

40 identicon

http://www.youtube.com/watch?v=czcUmnsprQI

Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 23.11.2009 kl. 08:46

41 identicon

Linkurinn fyrir ofan útskýrir þetta mjög vel.

Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 23.11.2009 kl. 08:47

42 identicon

Þar fyrir utan Tryggvi biðurðu um reynsluna sem mælir með frjálshyggju og hana er að finna alls staðar í heiminum þar sem frelsi hefur verið aukið. Hong Kong er besta dæmið um frjálshyggjuvæðingu, hvort sem þér líkar það betur eða verr.

Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 23.11.2009 kl. 10:12

43 identicon

Það er einfaldlega búið að heilaþvo fólk þurfi á ríkisvaldinu að halda til að sjá um sig. Það er alveg sama hvaða rök maður kemur með. Allt kemur fyrir ekki.

Það verður forvitnilegt að fylgjast með næstu áratugum, þegar heil "velferðar-kynslóð" fer á eftirlaun. Heldur fólk virklega að löndin hafa sparað pening til að halda uppi kerfinu fyrir gamla fólkið? Nei, það er verið að stóla á skatttekjur frá vinnandi ungu fólki. Þetta kerfi á SVO eftir að kolfalla um sjálft sig að það er ekki fyndið. Það sjá allir heilvita menn fyrir sér.

Því fyrr sem fólk nær áttum, því betra. En ég er bara hræddur um að heilaþvotturinn nái svo langt að kerfið þarf að kolfalla, og allt að fara fjandans til, til að einhverjar hugarfarsbreytingar geti fyrst orðið af einhverri alvöru.

Hvað frjálshyggju varðar, langar mig að vitna í eftirfarandi bút um grein um Svíþjóð á Wikipedia:

"Sweden has always provided solid support for free trade (except agriculture) and strong property rights. After World War II a succession of governments increased the welfare state and the tax burden, and Sweden's GDP per capita ranking fell from the 4th to 14th place in a few decades.[86]

Sweden started to move away from this model in the 1980s, and according to the OECD and to McKinsey, Sweden has recently been relatively fast in liberalization compared to countries such as France. Deregulation-induced competition helped Sweden to halt the economic decline and restore strong growth rates in the 2000s.[75][87] The current Swedish government is continuing the trend to pursue moderate reforms.[75][88] Growth has been higher than in many other EU-15 countries."

Ég veit ekki um ykkur, en ég sé nokkuð gott mynstur í þessum texta.

Ari Jónsson (IP-tala skráð) 23.11.2009 kl. 15:37

44 Smámynd: Tryggvi Thayer

Ég mæli með að þú lesir þig til um Bandaríska sögu frekar en að treysta alfarið á myndbönd sem segja bara það sem þú vilt heyra.

Tryggvi Thayer, 23.11.2009 kl. 15:46

45 identicon

Hvað segir þú um að nefna sjálfur einhver dæmi í bandarískri sögu sem fella þá kenningu að alvöru frjálshyggja og kapítalismi séu af hinu góða? Eða eru kannski flest vandamálin fólgin í því að ríkisstjórnin þar fór á mis við stjórnarskrána? Ef ekki, geturðu nefnt dæmi?

Ari Jónsson (IP-tala skráð) 23.11.2009 kl. 15:51

46 Smámynd: Tryggvi Thayer

Ari - af hverju ætti ég að gera það?

Tryggvi Thayer, 23.11.2009 kl. 17:15

47 identicon

Til að færa rök fyrir máli þínu (gefið að þú hafir á annað borð áhuga á því). Það er að segja því máli, þegar þú gafst til kynna að myndbandið hér að ofan sem Vilhjálmur linkaði á væri ekki marktækt. Auðvelt fyrir þig að henda í okkur sögubækur, í staðinn fyrir að sýna að þú hefur sjálfur lesið sögubækurnar með því að vísa okkur á rétta staði. Ætti ekki að taka þig langan tíma ef þú hefur virklega sjálfur kynnt þér bandaríska sögu.

Fyrir mína parta get ég sagt að ég hafi kynnt mér hana, og ég veit ekki hvað atriði í henni eiga að geta hrakið frjálshyggju og ókosti útþanins ríkisvalds. Málið er að ég er að biðja þig um að upplýsa mig, ef þú veist betur en ég (sem gæti vel verið, enda er ég enginn snillingur).

Og tengt þessu: Hvaða atriði nákvæmlega í þessu myndbandi finnast þér ekki meika sense? Það væri forvitnilegt að fá að vita það. Ég var að horfa á það núna rétt í þessu, og gat ekki verið annað en algjörlega sammála fyrirlesaranum.

Ari Jónsson (IP-tala skráð) 23.11.2009 kl. 17:31

48 identicon

Tryggvi ég er mjög vel lesinn í sögu Bandaríkjanna og þá sérstaklega hagsögu. Þetta myndband eða fyrirlestur sem er á því er nokkuð nákvæmur í lýsingu á bæði sögu og hagfræði. Það liggur því á þér að sýna fram á það hvað sé rangt í fyrirlestrinum þ.e. ef þú telur hann ekki nákvæman.

Það er samt áhugavert hvað þú ert fordómafullur þ.e. þú gefur þér alltaf að þú sért sá eini sem kynnir þér málefni og ef einhver bendir þér á skýrslur eða fyrirlestra sem fjalla um eitthvað efni ferðu alltaf í vörn og bendir viðkomandi á að kynna sér annað og meira en lætur ekki verða að því að benda á það sem er rangt í skýrslunni eða myndbandinu.

Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 23.11.2009 kl. 18:18

49 Smámynd: Tryggvi Thayer

Ef það er að vera fordómafullur að vera skeptískur á 50 mín. "infotainment" bókaauglýsingu frá stofnun sem hefur það að yfirlýstu markmiði að styðja við ákveðna kenningu sama hver raunin er, þá, jú, ég er fordómafullur og nokkuð stoltur af því.

Woods heldur því fram að ekkert hafi verið gert í kjölfar niðursveiflunnar 1920. Þetta er bara ekki rétt hjá honum. Það er kannski rétt að Wilson, Harding og seðlabankinn gerðu lítið, en það var margt annað sem gerðist. E.o. ég hef nefnt er helst að skoða það sem Hoover var að gera. Sem viðskiptaráðherra var hann líklega áhrifamesti maðurinn í stjórn BNA á þessum tíma - jafnvel áhrifameiri en sjálfur forsetinn. Hann setti á laggirnar stofnanir til að hafa áhrif á efnahagsmál (t.d. Bureau of Foreign and Domestic Commerce), hann stofnaði nefndir til að veita opinberu fé í stórar framkvæmdir (t.d. President's Conference on Unemployment), og stuðlaði að bættum hag verkafólks með auknu samstarfi aðila vinnumarkaðarins. Að segja að ekkert hafi verið gert í kjölfar niðursveiflunar er óforsvaranleg einföldun á sögulegum staðreyndum.

S.s. besta dæmið um frjálshyggju er Hong Kong þar sem allt land er í opinberri eigu og leigt út á uppsprengdu verði til að halda niðri sköttum og gengi gjaldmiðilsins er tengt US$ sem Kínversk stjórnvöld manipúlera nánast að vild.

Tryggvi Thayer, 24.11.2009 kl. 15:55

50 identicon

Tryggvi: President's Conference on Unemployment var fyrst og fremst rannsóknarnefnd sem var ætlað að meta ástand á hverjum stað fyrir sig og grípa inn í ef ástæða þótti til. Aðgerðir hennar hafa verið stórelga ofmetnar enda var það fyrst og fremst stefna seðlabankans með lækkun stýrivaxta og forsetans að draga úr hallarekstri og greiða niður skuldir. Ég þekki þessa nefnd ekki mikið en ég kem lítilega inn á hana í ritgerð minni um kreppur fyrir og eftir 1913 og það sem ég hef lesið og kynnt mér um hana er þetta sambærilegt hagstofu Íslands þ.e. heldur utan um og safnar upplýsingum atvinnuleysi og áhrif aðgerða á hverjum stað.

Það sem skipti mestu máli er að dregið var úr ríkisútgjöldum og skuldir voru greiddar niður. Á tímabilinu 1920 til 1925 lækkuðu skuldir Bandaríkjanna úr 26 biljónum dollara í 16. Eina tímabil eftir WW I sem skuldir lækka.

Ekki rugla því saman að gera ekkert og því að draga úr ríkisumsvifum. Um það fjallar fyrirlesturinn þ.e. ef þú hefur ekki haft það í þér að horfa á hann.

Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 24.11.2009 kl. 22:03

51 Smámynd: Tryggvi Thayer

President's Conference on Unemployment var nokkuð merkilegt fyrirbæri og meira en e.k. hagstofa: http://www.archive.org/stream/cu31924032446498#page/n1/mode/2up

Tryggvi Thayer, 25.11.2009 kl. 05:46

52 identicon

Þetta er nú ekki ólíkt Hagstofu Íslands og Vinnumálastofnum settar saman í eitt. Þá er stofnuninni ekki komið á fót fyrr en undir lok niðursveiflunar og því erfitt að sjá að hún hafi haft þessi miklu áhrif sem þú vilt meina.

Því tel ég fyrirlesturinn sem ég vitna í enn standa óhaggaðan og lýsa vandanum og lausinni á kreppunni nokkuð vel.

En eins og með aðrar kreppur eftir 1913 þá er þetta gjaldmiðlakreppa. Það vildi bara svo heppilega til að forseti Bandaríkjanna áttaði sig á því að lausnin við kreppum er ekki skuldsettning og ríkisinngrip. Heldur einmitt öfugt það er draga úr umsvifum ríkisins og greiða niður skuldir, frjálshyggjan klikkar ekki.

Fólk áttar sig sjaldan á því að kreppur eru leiðréttingar markaðarins á óeðlilegu ástandi. Ríkisinngrip eru handahófskennd neyslustýring og yfirleitt skuldsett sem gerir ástandið til lengri tíma verra. Það er ekki þar með sagt að ríkið geti ekki dottið inn á framkvæmd sem markaðurinn hefði farið í en það bæði ólíklegt og yfirleitt gert á öðrum forsendum en á frjálsum markaði.

Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 25.11.2009 kl. 06:42

53 Smámynd: Tryggvi Thayer

Það er gott að þetta skuli vera svona einfalt.

Tryggvi Thayer, 25.11.2009 kl. 14:37

54 identicon

Kreppur eru einstaklega einföld fyrirbæri og lausnin á þeim er enn einfaldari.

Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 25.11.2009 kl. 18:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband