Mannréttindabrot

Enn heldur vinstristjórnin áfram að skerða mannréttindi borgaranna. Nú skal eignarrétturinn takmarkaður enn frekar og mönnum gert skylt að hafa ákveðið hlutfall kvenna í stjórnum einkafyrirtækja.

Í þessu sem og öðru eiga einstaklingarnir og félög þeirra að ráða för, án afskipta (ofbeldis) stjórnmálamanna. Afleiðing kynjakvóta mun fela í sér alls kyns skrumskælingu á stjórnun fyrirtækja, til að mynda munu menn fá eiginkonur sínar, mæður, systur og frænkur í stjórnir. Að sama skapi mun raunveruleg ákvarðanataka færast út úr stjórnum fyrirtækja.

Kynjakvótar eru upprunnir í Sovétríkjunum. Þar var svo kveðið á um að í sérhverju ráði væri tiltekinn hluti fulltrúa konur. Þessar konur voru þó að öllum jafnaði aðeins til skrauts, enda vandfundnari meiri karlaveldi en alræðisríkin í Austurvegi.

Íslenskum sósíalistum rennur blóðið til skyldunnar og fara að fordæmi síns gamla móðurríkis. Ofbeldi af þessu tagi á ekkert skylt við jafnrétti.


mbl.is Ráðherra boðar kynjakvóta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kynjakvótar eru eitthvað það heimskulegasta fyrirbæri sem til er.  Það er vanvorða við þær duglegu konur sem skara fram í atvinnulífinu.  Öfgafeministar hafa þrýst á þetta í gegn um tíðina en þegar hefur komið á daginn á þessi kvóti bara við um "stjórnunarstöður".  Málið er bara einfalt, sá hæfasti lifir af.

Baldur (IP-tala skráð) 19.11.2009 kl. 12:56

2 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Kynjakvótar eru reyndar þekktir í fleiri löndum. Þeir hafa til dæmis verið við lýði lengi í bandarískum háskólum. Ég veit ekki til að Sovétmenn hafi notað þá í sínum skólum.

Það er langsótt að halda því fram að kynjakvótar séu kommúnískir í eðli sínu, enda voru Sovétríkin mikið karlaveldi eins og réttilega er bent á í pistlinum. Þeir grundvallast samt alltaf á stjórnlyndi.

Ég sá um daginn að niðurstöður einhverrar könnunar bentu til að því hærra sem hlutfall kvenna væri í stjórnum fyrirtækja, því betri væri arðsemi þeirra. Sé þetta rétt er vitanlega augljóst að eigendur fyrirtækja hljóti sjálfir að leitast við að fjölga konum í stjórnum þeirra. Markaðurinn leysir þá málið og kynjakvótarnir eru óþarfir.

Þorsteinn Siglaugsson, 20.11.2009 kl. 09:55

3 identicon

Mér finnst það fráleitt að tengja árangur fyrirtækja við það hvort það er karlmaður eða kona sem stýrir því. Einstaklingar sem stjórna vel reknum og framsæknum fyrirtækjum þurfa að hafa ákveðna eiginleika hvort sem það eru karlmenn eða konur. Kynjakvótar er ekkert annað en yfirlýsing á að konur séu level fyrir neðan karlmenn og þurfa hjólastóla til að láta keyra sig inn á stjórnarfundi.

Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 22.11.2009 kl. 11:19

4 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Noregur leysir þetta með því að fyrirtækin eru stofnuð erlendis og flutt erlendis og opna svo dótturfélög í Noregi. Það gékk líka illa að fá karlmenn (afsakið) til að sitja í stjórn landssambands saumaklúbba og heklunarrannsóknarfélaga, þannig að þau voru lögð niður og konurnar sendar í kynferðisbreytingar á kostnað hins opin beraða. Svona framförum ætti enginn að missa af. Þetta virkar. Hér eru stórkostleg tækifæri til að tapa peningum.

Gunnar Rögnvaldsson, 23.11.2009 kl. 14:46

5 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

En allra best og öruggast er að stofna engin fyrirtæki. Það virkar líka.

Gunnar Rögnvaldsson, 23.11.2009 kl. 14:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband