10.12.2009 | 13:04
Skrípaleikur
Áður hefur verið á það bent, hér á þessari síðu, að það er engu líkara en norska nóbelsverðlaunanefndin sé deild í ameríska demókrataflokknum, en á undan Barack Hussein Obama hafa þeir Jimmy Carter og Al Gore hlotið friðarverðlaunin - og næstum á jafnhæpnum forsendum.
Friðarins maður, Hussein Obama, hefur nýverið afráðið að sendur skuli liðsauki til Afganistan. Það er væntanlega allt í þágu friðar, eins og stríðsrekstur almennt.
Obama tekur við Nóbelnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.12.2009 | 20:14
Hversu mörgum mannslífum má fórna?
Bandamenn eru fyrir löngu komnir í ógöngur með stríðsrekstri sínum í Afganistan og Írak. Sá er hér heldur á penna vill ekki á nokkurn hátt taka upp hanskann fyrir þá viðbjóðslegu valdhafa sem fyrrum réðum ríkjum í löndunum. Hins vegar hefur stríðsreksturinn leitt nýjar hörmungar yfir þjóðirnar. Hvernig á að vega og meta ábatann af stríðsrekstrinum - er þess virði að steypa vondum valdhöfum ef það kostar "bara" 10 þúsund mannslíf, eða 100 þúsund mannslíf.
Hér má ekki undanskilja kostnað við rekstur herja. Kostnað sem skattgreiðendur í ríkjum bandamanna þurfa að bera. Íslendingum væri hollast að ganga á undan með góðu fordæmi og segja skilið við Norður-Atlantshafsbandalagið. Íslendingum nægir að tryggja sínar varnir einhliða, en eiga að halda sig fjarri öllum átökum í öðrum heimshlutum.
Liður í þessu væri að leggja niður svokallaða friðargæslu á vegum utanríkisráðuneytisins.
Tekur tíma að ná árangri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.12.2009 | 18:32
Alltof þungar refsingar
Tveir í 10 ára fangelsi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.12.2009 | 12:37
Öfundin leynist víða
Ef til vill hafa einhverjir fiminístar, öfundarmenn hinnar íðilfögru Ásdísar Ránar, kosið að gera henni skáveifu, sem aftur leiðir hugann að því hversu illa öfund getur farið með heilu þjóðirnar. Íslendingar eru ákaflega þungt haldnir af þessari sótt. Núverandi valdhafar stjórnast af henni og þola engum manni velgengni - allt skal skattlagt upp í rjáfur.
Við sem unnum frelsi einstaklingsins viljum að menn fái að njóta hæfileika sinna og mannkosta án ofríkis og afskipta öfundarmanna.
Ásdísi Rán hent út af Facebook | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.12.2009 | 12:32
Handvaldir álitsgjafar
Stenst Icesave stjórnarskrá? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.11.2009 | 13:09
Skiptir engu
Það skiptir út af fyrir sig engu máli hvort að í stjórnum fyrirtækja sitji eintómir menn eða eintómar konur - eða eitthvað þar á milli. Raunverulegt jafnrétti felst í því að meta einstaklinga á grundvelli reynslu þeirra, þekkingar og hæfni hvers konar - en óháð kynferði, trúarskoðunum, kynhneigðum, stjórnmálaskoðunum og þar fram eftir götunum.
Þeir sem mæla svokölluðum kynjakvótum bót eru í reynd að boða misrétti.
Kynjahalli í æðstu stjórn fyrirtækja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.11.2009 | 12:44
Fátækt í sæluríki sósíalismans?
Á umliðnum áratugum hefur verið byggt upp ofursósíaldemókratískt ríki á Íslandi, þar sem megnið af landsframleiðslunni fer í samneyslu. Efnahagskerfi þessa ofursósíaldemókratíska ríkis hrundi. Þá komu ennþá sósíaldemókratískir menn fram og hrifsuðu til sín völdin með ofbeldi. - Í krafti þess að þeir vildu m.a. bæta kjör þeirra sem lakast standa. Samt versnar atvinnuástandið með hverri viku og fátækt fer vaxandi. Hvernig má það vera í sæluríki sósíalismans?
"Hér sveltur enginn", sögðu kommissararnir í Ráðstjórnarríkjunum þegar almenningurinn hrundi niður úr hor, í hungursneið sem var skipulögð af stjórnvöldum.
Aðgerðir núverandi valdhafa eru að kalla örbirgð yfir þjóðina.
430 fjölskyldur fengu aðstoð í gær | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.11.2009 | 12:36
Umhverfisráðherra berst gegn atvinnuuppbyggingu
Það er rétt athugað hjá Skúla Thoroddsen að Svandís Svavarsdóttir hefur vart samúð með atvinnulausu fólki. hennar samúð liggur annars staðar. Samúð forvera hennar lá hjá ellihrumum ísbjörnum.
Kjarni málsins er sá að þjóðin á skilið betri stjórnmálamenn. Hún á skilið stjórnmálamenn sem skilja kjör og hagi fólksins í landinu. Vinstri-elítan (og líka stór hluti hægrimanna) hefur alið lungan úr sinni ævi lokað inni í kjaftadeildum Háskólans. Það skilur ekki kjör vinnandi fólks í landinu. Það skilur ekki hvernig verðmætin verða til.
Slíkt fólk er ekki einasta vanhæft til að stjórna landinu, það er líka veruleikafirrt.
Svandís veruleikafirrt eða vanhæf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.11.2009 | 23:45
Skattar í skjóli nætur
Enn og aftur snýst umræðan um skattahækkanir. Heilbrigt og skynsamlegt fólk hefur ekki undan að benda á ókosti og brjálæði þess að hækka skatta.
Læt hér fylgja eldir fæslur um skattahækkanir:
http://frjalshyggjufelagid.blog.is/blog/frjalshyggjufelagid/entry/983759/
http://frjalshyggjufelagid.blog.is/blog/frjalshyggjufelagid/entry/984214/
http://frjalshyggjufelagid.blog.is/blog/frjalshyggjufelagid/entry/981254/
http://frjalshyggjufelagid.blog.is/blog/frjalshyggjufelagid/entry/977211/
http://frjalshyggjufelagid.blog.is/blog/frjalshyggjufelagid/entry/977165/
http://frjalshyggjufelagid.blog.is/blog/frjalshyggjufelagid/entry/968042/
http://frjalshyggjufelagid.blog.is/blog/frjalshyggjufelagid/entry/964705/
Ríkisstjórnin afgreiddi skatta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.11.2009 | 23:22
Vanhæf ríkistjórn
Þannig hljómuðu ung-kratar, græningjar og aðrir sósíalistar fyrir rúmu ári síðan og höfðu ekki að öllu leiti rangt fyrir sér. Ríkistjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar hafði lítið gert í aðdraganda kreppunnar til að hagræða í stjórnkerfinu og draga saman seglin á þeim sviðum sem mátti draga þau saman. Peningamálastefna, fiat money stefnan, er löngu úr sér gengin en samt var þráast við og reynt að halda í sterka krónu fyrir fallandi fjármálastofnanir.
Nýja ríkistjórnin, ríkistjórn Samfylkingar og Vinstri grænna, sem lofaði nýju Íslandi er ef til vill vanhæfari og að öllu leiti óhæf til að stjórna landinu. Icesave framkoma Steingríms og Jóhönnu er enn einn leikþátturinn sem landsmenn þurfa að horfa á og borga fyrir löngu eftir að sjónhverfingar kvendið Jóhanna er horfin af sviðinu.
Það skortir lagalega stoð fyrir kröfu Breta og Hollendinga, það eru siðferðislegir annmarkar á kröfu þeirra en pólitískur vilji íslenskra stjórnmálamanna, Steingríms og Jóhönnu, hefur keyrt málið áfram og á endanum á herðar íslenskra skattgreiðenda.
Það er grundvallar regla meðal frjálsra manna að hver og einn beri ábyrgð á eigin ákvörðunum og gjörðum. Látum þá sem stofnuðu til reikninganna og þeirra sem lögðu inn á þá útkljá ágreining sinn sín á milli og deila ábyrgðinni.
Brown álítur Icesave bindandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |