Of mikil "félagsleg aðstoð" er meinsemd

Fréttin hér að neðan er athyglisverð og leiðir hugann að því að víða í hinum svokölluðu "norrænu velferðarkerfum" er gengið of langt í greiðslu bóta og styrkja til fólks sem sannarlega getur séð sér sjálfu farborða. Atvinnuleysisbætur á Íslandi eru dæmi um þetta. Þær eru einfaldlega of háar í samanburði við lægstu laun. Vissulega má telja lægstu laun fremur lág, en hins vegar er deginum ljósara að of háar bætur munu ekki gera annað en auka á atvinnuleysi. Hættan er sú að þúsundir manna verði kerfinu að bráð, ef svo má segja, og hverfi af vinnumarkaðnum til frambúðar. Oft á tíðum fólk sem sannarlega getur unnið venjulega launavinnu.

Stjórnvöld hefðu betur tekið fagnandi hugmynd forkólfa verkalýðshreyfingarinnar og atvinnulífs, sem hafa boðist til að taka að sér að reka atvinnuleysistryggingar. Það fyrirkomulag væri mun hentugra og myndi án efa verða skilvirkara en að greiða mönnum athugasemdalaust út úr ríkishítinni.


mbl.is Norrænum ríkisborgurum vísað úr landi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hanna og Jóhanna

Sá er þetta ritar hefur ekki mikinn áhuga á innanflokksmálefnum í Sjálfstæðisflokknum, enda eru sósíaldemókratiskir flokkar pistlahöfundi lítt að skapi. Hins vegar verður það að teljast fagnaðarefni fyrir okkur öll sem unnum frelsi að Hanna Birna skuli ná svo afgerandi yfirburðum í ljósi þess að borgin hefur farið aðra leið en ríkið í hinum miklu efnahagsþrengingum - Hanna sem borginni stýrir hefur nefnilega ekki hækkað skatta á sama tíma og Jóhanna sem situr við borðsendann í stjórnarráðinu vill skattpína almenning sem mest. Það yrðu ágæt vistaskipti fyrir alþjóð ef ferskir vindar Hönnu fengjum leikið um þær fúnu vistarverur sem núverandi ríkisstjórn ætlar að búa borgurunum.
mbl.is Hanna Birna fékk 84% atkvæða í 1. sæti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heimskreppa

Meðfylgjandi frétt er ágæt áminning til þeirra sem halda að kreppan sé eitthvert séríslenskt fyrirbrigði. Ríkissjóðir nokkurra Evrópuríkja standa einnig afar höllum fæti. Íslendingum væri hollt að horfa á vandræði sín í hnattrænu ljósi í stað þess að beita fyrir sig innantómum heimatilbúnum frösum, líkt og "glæpir útrásarvíkinga" og tala um svokallað "hrun" sem eitthvert afsprengi "nýfrjálshyggju". Flestir hefðu nefnilega gott af því að lesa alvöru erlend blöð, eins og Financial Times en ekki er vön á góðu ef menn hafa alla sína visku af lestri Eyjunnar og annarra ámóta innantómra miðla.
mbl.is Óttast að evran hrynji
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kynjakvótar

Fréttin hér meðfylgjandi vísar til auglýsingar frá norsku fyrirtæki. Þar í landi er lögboðið hvernig hlutföll skulu vera milli kynja í stjórnun fyrirtækja. Hér skal ekkert fullyrt um það hvers vegna umrætt fyrirtæki auglýsir eftir stjórnarmanni hér á landi (eflaust vegna lágra launa hér). En burtséð frá því að þá þurfa menn í mörgum tilfellum í Noregi að fylla upp í stjórnin fyrirtækja með konum og þá verða oft fyrir valinu eiginkonur og mæður stjórnenda og stærstu hluthafa.

Í Sovétríkjunum var stuðst við kynjakvóta. Þar var lögboðið að tiltekinn hluti fulltrúa í ráðum yrði að vera konur, en að jafnaði var þetta tóm sýndarmennska og Sovétríkin erkikarlaveldi. Hér gildir nefnilega sem í öðru að einstaklingarnir eiga að fá að ráða því hvernig þeir haga málum í sínum fyrirtækjum. Þeim á að vera í sjálfs vald sett hvernig þeir velja í stjórnir. Í skilvirku og öflugu atvinnulífi skiptir meginmáli að hæfasti maður sitji í hverju rúmi, óháð kynferði. Við val í nefndir hjá ríkisstofnunum er kannski hægt að standa í alls kyns kynjaæfingum, en einkageirinn hefur ekki efni á slíku.


mbl.is Vogunarsjóður leitar að konu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lýðræðisást ríkistjórnarsinna

Lýðræði er og verður alltaf meirihlutaræði þar sem meirihlutinn kúgar skoðanir minnihlutans að því marki að þær fá ekki framgöngu.  Lýðræði er ekki ætlað að sýna fram á vilja þjóða heldur einungis tæki til að leysa úr ágreiningi um völd og ákvarðanir án ofbeldis og blóðsúthellinga.  Nú keppast ýmsir „fræðimenn“  við að benda á að Icesave lögin séu ekki hentug til þjóðaratkvæðagreiðslu þar sem um milliríkjasamning er að ræða. Hvað þá með ESB aðild sem er miklu flóknari spurning þar sem gengið er verulega inn á löggjafarvald, dómsvald og framkvæmdarvald af stofnunum ESB ef gengið verður inn, er það þá ekki allt of flókið mál til að kjósa um? Eru stjórnvöld að undirbúa jarðveginn til að koma í veg fyrir kosningar eða hafa þær ráðgjafandi?

Icesave snýst um ábyrgð íslenskra skattgreiðenda á lánum til innistæðutryggingarsjóðsins, ábyrgð sem hvergi í lögum landsins né ESB er kveðið á um. Er óeðlilegt að skattgreiðendur fái að eiga loka orðið um það hvort sú ábyrgð verði samþykkt? Að skattgreiðendur fái að kjósa um það hvort hér verði nokkur hagvöxtur næstu 15 ár eða ekki?


mbl.is Icesave hentar ekki vel til þjóðaratkvæðis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nauðsynlegt að koma fjármálaráðherra frá

Yfirlýsing fjármálaráðherra um nauðsyn þess að hækka skatta er vissulega fráleit líkt og oft hefur verið bent á hér á þessari síðu. Hins vegar er einn athyglisverður vinkill á þessu máli, því Steingrímur hefur nefnilega rétt fyrir sér að einu leyti: Það er rétt út frá sjónarhóli sósíalista að skattpína almenning sem mest. Þeirra hugmyndafræði byggist á miklu ríkisvaldi og mjög háum sköttum. Við sem unnum frelsi og þar með frelsi frá ofbeldi ríkisins metur aðra nauðsyn meira - þá nauðsyn að koma fjármálaráðherra og öðrum ráðherrum frá völdum.

Komandi þjóðaratkvæðagreiðsla er öðrum þræði kosning um ríkisstjórnina, hverju sem tautar og raular. NEI er vopn í baráttunni gegn ofbeldi sósíalista og liður í að koma þeim frá völdum.


mbl.is Nauðsynlegt að hækka skatta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fáfræði fræðimanna

Það lítið orðið að marka prófessora sem sjá ekkert annað en spenana í Brussel. Að hlaupa frá krónunni yfir í evru er lítið annað en að fara frá einu fiat money kerfi yfir í annað. Þá er efnahagslegur baggi ESB gífurlegur. Hægt hefur mjög á fjölgun ungs fólks innan sambandsins sem taka á við gífurlegum skuldbindingum m.a. eftirlaunaþega.

Þó svo allt viðrist stefna í stærri og færri gjaldmiðlasvæði í dag er alls ekkert öruggt að sú verði raunin í framtíðinni. Þá bendir þessi annars ágæti prófessor ekki á aðrar leiðir í gjaldmiðlamálum s.s. upptöku einhvers konar hrávörufótar eða einhliða upptökur.

ESB blætið margra fræðimanna er illa ígrundað og oft á tíðum illa rökstutt. Innganga hefur óneytanlega þær afleiðingar að Íslendingar þurfa að færa alla sína ákvörðunartöku til Brussel  sem verður æðsta löggjafar og dómsvald landsins auk þess að fara með framkvæmdarvald á ýmsum sviðum. Þrátt fyrir fögur fyrirheit ýmissa stjórnmálamanna og fræðimanna um Brussel valdið skýtur upp í kollinn varnaðar orð Friedmans: „Concentrated power is not rendered harmless by the good intentions of those who create it

Það er skoðun höfundar að vald og ákvörðun um beitingu valds eigi að vera eins nálægt einstaklingum eins og kostur er.


mbl.is Segir Íslendinga þurfa á ESB að halda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góðar fréttir

Það eru sannarlega góðar fréttir ef ákvörðun forsetans verður til þess að tefja fyrir umsókn Íslands að Evrópusambandinu, en nú er einmitt að koma sífellt betur í ljós að nauðungarsamningarnir við Breta og Hollendinga voru og eru aðgöngumiði að bandalaginu. Þessu hafa forkólfar vinstristjórnarinnar hingað til neitað, en þetta er farið að verða næsta augljóst.

Sá er þetta ritar hefur aldrei hrifist af Ólafi Ragnari Grímssyni, en hann á sannarlega heiður skilinn fyrir að hlýða á ákall svo stórs hluta kjósenda og synja lögunum staðfestingar. Þá hefur enginn talað betur máli íslenskra stjórnavalda á erlendri grundu en einmitt hann. Gjörvuleg framganga hans í þessu máli opinberar veiklaða stöðu núverandi stjórnarherra, sem liggur við að megi kalla taglhnýtinga Breta og Hollendinga.


mbl.is Gæti frestað aðildarviðræðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af áróðri sósíalistastjórnarinnar

Fjölmiðlar gærdagsins voru uppfullir af heimsendaspám í kjölfar þess að forseti synjaði staðfestingar lögunum um ríkisábyrgð á samningunum við Hollendinga og Breta. Það verður fróðlegt að sjá hvort opinber fréttaveita ríkisstjórnarinnar, ríkisútvarpið, muni fjalla um það sem greinir frá í fréttinni hér að neðan. Íslendingar ættu einmitt að vera í mun betri stöðu því minna sem þeir þyrftu að greiða.

Öll rök hníga að þeirri ályktun að ekkert annað hangi á spýtunni en innganga Íslands í Evrópusambandið, enda er komið á daginn að bandalagið sjálft setur lausn deilunnar að einhverju leyti sem skilyrði fyrir framgangi aðildarviðræðnanna.


mbl.is Verða að lækka Icesave-kröfuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vichy-stjórn = vinstri stjórn

Vinstristjórnin beygir sig í duftið fyrir útlendingum, gefur allt eftir. Sendi afdankaðan pólitíkus, Svavar Gestsson, samningagerðar. Hann kom heim með ömurlegan samning. Steingrímur J. og Jóhanna ákváðu að leyna Alþingi megninu af því versta sem þar kom fram og sagði Steingrímur blákalt að von væri "glæsilegrar niðurstöðu". Þau sögðu þjóðinni ósatt.

Íslenskum vinstrimönnum væri holt að lesa grein Kjartans Gunnarsson um ríkisábyrgðina sem birtist í Morgunblaðinu á síðasta ári. Hann veit betur en flestir að það var aldrei nein ríkisábyrgð á innlánum í Landsbankanum.

En nei, við búum við stjórnvöld sem beygja sig í duftið fyrir útlendingum, þrælslund þeirra er algjör. Megi nýtt ár gefa okkur stjórnmálamenn sem eru alvöru karlmenni, en ekki þær landeyður sem ný hýrast í stjórnarráðinu. Það þarf alvöru menn, líka Hannesi Hafstein og Davíð Oddsson til að svæla varginn út úr stjórnarráðinu.

Gleðilegt ár.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband