Kynjakvótar

Fréttin hér meðfylgjandi vísar til auglýsingar frá norsku fyrirtæki. Þar í landi er lögboðið hvernig hlutföll skulu vera milli kynja í stjórnun fyrirtækja. Hér skal ekkert fullyrt um það hvers vegna umrætt fyrirtæki auglýsir eftir stjórnarmanni hér á landi (eflaust vegna lágra launa hér). En burtséð frá því að þá þurfa menn í mörgum tilfellum í Noregi að fylla upp í stjórnin fyrirtækja með konum og þá verða oft fyrir valinu eiginkonur og mæður stjórnenda og stærstu hluthafa.

Í Sovétríkjunum var stuðst við kynjakvóta. Þar var lögboðið að tiltekinn hluti fulltrúa í ráðum yrði að vera konur, en að jafnaði var þetta tóm sýndarmennska og Sovétríkin erkikarlaveldi. Hér gildir nefnilega sem í öðru að einstaklingarnir eiga að fá að ráða því hvernig þeir haga málum í sínum fyrirtækjum. Þeim á að vera í sjálfs vald sett hvernig þeir velja í stjórnir. Í skilvirku og öflugu atvinnulífi skiptir meginmáli að hæfasti maður sitji í hverju rúmi, óháð kynferði. Við val í nefndir hjá ríkisstofnunum er kannski hægt að standa í alls kyns kynjaæfingum, en einkageirinn hefur ekki efni á slíku.


mbl.is Vogunarsjóður leitar að konu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gunnar (IP-tala skráð) 17.1.2010 kl. 15:09

2 Smámynd: Tryggvi Thayer

Nei, fréttin vísar til auglýsingar frá íslenku fyrirtæki, Boreas Capital, vegna stjórnarsætis í norsku fyrirtæki, Telio.

"En burtséð frá því að þá þurfa menn í mörgum tilfellum í Noregi að fylla upp í stjórnin fyrirtækja með konum og þá verða oft fyrir valinu eiginkonur og mæður stjórnenda og stærstu hluthafa."

Ertu með einhver dæmi um þetta?

Tryggvi Thayer, 17.1.2010 kl. 20:03

3 identicon

Mér finnast nú svona kvótar hálf kjánalegir. fólk að að vera þarna vegna þess að það er til þess fallið. Ekki vegna þess að það er svart eða sköllót,kona eða karl.  Enn. Hitt er svo annað að kvk eru bara klárari enn við og sennilega væri td Aktavis ekki með 900 miljarða skuld á sér hefði verið meira um konur sem stýrðu því.

það voru kannski ein eða tvær konur sem tóku þátt í að keyra okkur til helvítis hérna. Hitt voru allt karlmenn. Heimskir hvítir karlar,spiltir feitir, ógeðslegir og gráðugir karlar. Já og frjálshyggjuglæpamenn!

óli (IP-tala skráð) 17.1.2010 kl. 23:09

4 Smámynd: Tryggvi Thayer

Óli - Norsku lögin ná aðeins til hlutafélaga. Aktavis hefur verið einkahlutafélag síðan 2007 og lögin myndu því ekki ná til þess.

Rétt til að hafa þetta á hreinu þá eru aðeins ca. 500 félög í Noregi sem falla undir lögin um kynjakvóta í stjórnum. Þetta eru allt félög sem eru með mikið hlutafé og eignaraðild mjög dreifð.

Tryggvi Thayer, 18.1.2010 kl. 00:04

5 identicon

Já þetta var allt vondu hvítu, feitu köllunum að kenna og já auðvitað frjálshyggjunni! Er það orðin siður hér á landi að öskra hvaða vitleysu sem er án þess að reyna nokkurn tíman að koma með rök fyrir máli sínu?

Auðvitað eru kynjakvótar heimskulegt fyrirbrigði. Þá finnst mér öll rök um það hvort hæfasti einstaklingurinn fái starfið ekki vega það þungt. Það á vera ákvörðun hluthafa hver situr í stjórn, hæfur einstaklingur eða ekki, karl eða kona. Hér er verið að ganga á ráðstöfunarvald eignaréttinda til að ná fram sjónarmiðum þrýstihóps, femínista, um það hvernig stjórinri fyrirtækja skuli samsettar. Þá skiptir hér engu máli hvort eignaraðild er dreifð eða ekki.

Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 21.1.2010 kl. 11:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband