Heimskreppa

Meðfylgjandi frétt er ágæt áminning til þeirra sem halda að kreppan sé eitthvert séríslenskt fyrirbrigði. Ríkissjóðir nokkurra Evrópuríkja standa einnig afar höllum fæti. Íslendingum væri hollt að horfa á vandræði sín í hnattrænu ljósi í stað þess að beita fyrir sig innantómum heimatilbúnum frösum, líkt og "glæpir útrásarvíkinga" og tala um svokallað "hrun" sem eitthvert afsprengi "nýfrjálshyggju". Flestir hefðu nefnilega gott af því að lesa alvöru erlend blöð, eins og Financial Times en ekki er vön á góðu ef menn hafa alla sína visku af lestri Eyjunnar og annarra ámóta innantómra miðla.
mbl.is Óttast að evran hrynji
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Núna í Apríl er rétt um tvö ár síðan íslenska krónan hrundi.

Nú talar Davíðsmiðilinn um það og bendir á litla vangaveltufrétt um að evran gæti kannski, hugsanlega, e.t.v. hrunið í framtíðinni.

Annað er staðreynd, hitt eru vangaveltur!!

Hvoru megin væri okkur betur borgið?

Jón Sigurðsson (IP-tala skráð) 24.1.2010 kl. 18:05

2 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

en er ekki eðlilegt að þeim, sem þökkuðu sér uppganginn, sé síðan kennt um 'niðurganginn'?

Ég held nú að aðal lærdómurinn af þessu sé að hugsa verði núverandi peningakerfi upp á nýtt.

Mæli með að menn lesi 'Theory of money and credit' eftir von Mises.  Þetta er gömul bók, ca 70 ára, en útskýrir hvers vegna núverandi peningakerfi er 'gjaldþrota'.

Lúðvík Júlíusson, 24.1.2010 kl. 19:20

3 identicon

Jón, það er nú frekar fúlt að við myndum skipta yfir í evru núna. Borga tvöfalt meira fyrir hverja evru miðað við fyrir tveim árum og síðan hrynur evran!

 kv. Kjartan

Kjartan (IP-tala skráð) 25.1.2010 kl. 10:04

4 identicon

Reyndar er ég sammála þér þar að við hefðum átt að fara inn í ESB 2004, taka upp evruna 2006/2007 og vera í mun betri málum núna.

Á móti kemur þó að á þeim tíma höfðu Íslendingar það svo "gott" að það var engin ástæða fyrir því að fara inn í þetta samstarf. Krónan í sögulegu hámarki og hagkerfið hér í hvínandi botni. Enginn spurði spurninga þá og þorði að stinga upp á ESB leiðinni án þess að verða fyrir aðkasti.

Oft er það nú þó svo að ríkjasambönd eða ríkjasamstarf verða til þegar illa árar einmitt til þess að styrkja grunnstoðirnar í hagkerfinu. Slíkar stoðir voru til í góðærinu hjá okkur og því engin ástæða fyrir okkur þá að velta því fyrir okkur, þó að við hefðum að sjálfsögðu átt að gera það.

Með öðrum orðum þá finna menn alltaf ástæður til þess að taka ekki þátt í þessu samstarfi.

Jón Sigurðsson (IP-tala skráð) 25.1.2010 kl. 10:15

5 identicon

Jón: Það er fráleitt að ætla að Evran væri okkur einhver bjarghringur í dag. Jafnvel þó svo hún hefði verið tekin upp fyrir 3 til 4 árum. Fyrirtæki hefðu ekki verið betur rekin með evru, framleiðsla hefði ekki aukist með evru og eyðsla hefði ekki minnkað með evru. Fallið varð ekki út af því að krónan féll, krónan féll vegna þess að fyrirtæki og heimili landins voru illa rekin.

Grunnstoðir hagkerfa eru einstaklingar og vilji þeirra og geta til að skapa verðmæti. Ríkjasambönd eru ekki forsenda þess að einstaklingar sjái sér hag í að framleiða verðmæti.

Landið (IP-tala skráð) 28.1.2010 kl. 09:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband