Hanna og Jóhanna

Sá er þetta ritar hefur ekki mikinn áhuga á innanflokksmálefnum í Sjálfstæðisflokknum, enda eru sósíaldemókratiskir flokkar pistlahöfundi lítt að skapi. Hins vegar verður það að teljast fagnaðarefni fyrir okkur öll sem unnum frelsi að Hanna Birna skuli ná svo afgerandi yfirburðum í ljósi þess að borgin hefur farið aðra leið en ríkið í hinum miklu efnahagsþrengingum - Hanna sem borginni stýrir hefur nefnilega ekki hækkað skatta á sama tíma og Jóhanna sem situr við borðsendann í stjórnarráðinu vill skattpína almenning sem mest. Það yrðu ágæt vistaskipti fyrir alþjóð ef ferskir vindar Hönnu fengjum leikið um þær fúnu vistarverur sem núverandi ríkisstjórn ætlar að búa borgurunum.
mbl.is Hanna Birna fékk 84% atkvæða í 1. sæti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jafnaðarmannaflokkurnn xD má eiga það að hann hefur ekki hækkað skatt á borgarbúa. Hann skortir þó allan kjark til að lækka útsvar, draga úr "ókeypis" þjónustu eða niðurgreiddri og einkavæða OR.

Raunhæft er að hægri jafnaðarmannaflokkurinn fái fimm til sjö eyðsluseggi í borgarstjórn. Hér eru þeirra stefnumál, tekið af farmboðssíðum og blogg-síðum þeirra:

1. Meiri pening í listir (Júlíus Vífill, Áslaug Friðriksdóttir, Hanna Birna)

2. Meiri pening í ferðamál (Áslaug Friðriksdóttir, Júlíus Vífill, Þorbjörg Helga, Hanna Birna)

3. Ókeypis hlutir ss frítt i strætó (Gísli Marteinn, Áslaug Friðriksdóttir, Þorbjörg Helga, Hanna Birna)

4. Rafrænt lýðræði eða leyfum borgarbúum að ráða því hvernig þeir eyða peningum hvers annars. (Þorbjörg Helga, Áslaug Friðriksdóttir, Hanna Birna, Gísli Marteinn)

5. Meiri pening í Græn mál (Gísli Marteinn, Þorbjörg Helga, Áslaug Friðriksdóttir, Hanna Birna)

Einstök slæm mál: Tónlistarhús (allir nema Kjartan Magnússon) , jafnréttismál (Áslaug Friðriksdóttir) ríkisvædd gagnaveita (allir nema Kjartan Magnússon), Aðskilnaður áhættuhluta OR og einkavæðing (enginn), „Ókeypis“ matur í skólum (Þorbjörg Helga, Áslaug Friðriksdóttir, Júlíus Vífill)

Niðurstaða: Kjartan Magnússon ætti að bjóða fram sér í alvöru hægriflokki, Geir Sveinsson ætti að halda sig við handboltann og Áslaug Friðriksdóttir á heima í Samfylkingunni/vinstri grænum.

Þar sem ég bjó í USA voru tvö hægriframboð eða GOP 1 og GOP2 í borgarstjórn. Mér skilst að það megi bjóða fram sérframboð undir t.d. listabókstafnum DD á Íslandi. Hægri sinnaðir Sjálfstæðismenn ættu að íhuga það.

Landið (IP-tala skráð) 28.1.2010 kl. 10:24

2 identicon

Bæjar og borgarstjórnarpólitík hefur alltaf hallað nokkuð til vinstri. Vandamálið er eflaust það að mörg verkefni sveitafélaga eru lögbundin og því deila menn í raun um fátt annað en útsvar, útgjöld og eilítið mismunandi útfærslu á framkvæmd verkefna, því miður.

Það er rétt Kjartan Magnússon er sá lang besti í hóp Sjálfstæðismanna og synd að hann skuli ekki vera borgarstjóri. Hönnu til varnar þá er erfitt fyrir hana að vera harða í embætti sér í lagi þegar flokkurinn er ekki með hreinan meirihluta og sækir stuðning til xBéee.

Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 29.1.2010 kl. 07:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband