29.4.2010 | 15:50
Gangvirkið
Viðskiptabankar eru ekki góðgerðastofnanir heldur fyrirtæki með það markmið, eins og önnur fyrirtæki, að hámarka hagnað, starfsmönnum þess, hluthöfum og samfélaginu öllu til góða.
Ekki verður lagt mat fljótt á litið um hagi þess fólks sem um ræðir í fréttinni en ganga verður að því sem gefnu að ákvörðun bankans hafi verið tekin með hagsmuni annarra viðskiptavina og hluthafa að leiðarljósi, annað væri óeðlilegt.
Fólk verður ekki gjaldþrota nema það geri mistök og þau mistök er ekki annarra viðskiptavina sem staðið hafa í skilum að greiða fyrir.
Jörðin seld án auglýsingar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
29.4.2010 | 15:44
Fagnaðarefni
Sú ákvörðun Þóru Kristínar Ásgeirsdóttur að draga framboð sitt til baka til formennsku í blaðamannafélagi Íslands verður að teljast fagnaðarefni fyrir alla þá sem unna óháðri og ópólitískri fjölmiðlun.
Þóra Kristín hefur sýnt það í störfum sínum í fjölmiðlum að hún telji skoðanir sýnar best geymdar í fréttum og umfjöllunum fyrir grunlausan almenning.
Þá hefur hún í störfum sínum fyrir Blaðamannafélag Íslands tekið fordæmislausar ákvarðanir með eigin hagsmuni í huga, meðal annars þegar hún sem formaður félagsins, fordæmdi pólitíska ráðningu Davíðs Oddssonar á Morgunblaðið. Til að hnykkja á því að yfirlýsingin vegna ráðningar Davíðs hefði verið tekin með pólitískar skoðanir Þóru Kristínar í huga, ákvað hún að láta kjurt liggja að gagnrýna harðlega pólitíska ráðningu Ólafs Stephensen á Fréttablaðið sem og kaup aðila tengda í Vinstri grænna á DV.
Fjölmiðlar á Íslandi eru almennt í einkaeigu og ef félag, sem telur sig gæta hagsmuna heillar stéttar, ætlar að velja úr og gagnrýna einstaka miðla eftir eigin geðþótta, er fjandinn laus.
Þegar starfsmenn félags sem á að standa vörð um blaðamennsku í landinu beita sér mér slíkum hætti sem Þóra Kristín hefur gert er vandséð hvernig félagið á að geta talist hornsteinn vandaðrar blaðamennsku.
Styðja störf Þóru Kristínar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.4.2010 | 16:31
Afnemum hjúskaparlög
Hvers vegna hvarflar það ekki að nokkrum einasta þingmanni að afnema hreinlega hjúskaparlög? Hvers vegna ætti að binda sérstakar lögfylgjur sambandi eins karls og einnar konu? Nú býr fólk í alls konar sambúð og samvistum, jafnvel fleiri en tveir fullorðnir einstaklingar saman, fullorðið venslað fólk býr oft saman, fólk skilur við barnsföður eða barnsmóður sína og býr eitt.
Veruleikinn er miklu margbrotnari en hin þröngi heimur stjórnmálamanna og embættismanna (þar með talið kirkjunnar manna) megnar að greina. Þess vegna er erfitt að sjá sérstakar röksemdir til þess að hafa hjúskaparlög.
Í landinu ríkir samningsfrelsi og menn ættu því að geta samið um hvaða það form á sambúð sem það getur hugsað sér. Að einskorða sérstaka löggjöf við hjúskap karls og konu er tímaskekkja.
Biskup býst við einum hjúskaparlögum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.4.2010 | 12:42
Til hvers þarf þjóðhöfðingja?
Í öllu því málæði sem nú ríður yfir vegna forseta lýðveldisins er rétt að staldra við og spyrja sig hvort yfirhöfuð sé þörf á þjóðhöfðingja.
Gagnrýnendur forsetans hafa ítrekað bent á að forseti megi ekki segja þetta eða hitt þar sem hann sé "sameiningartákn þjóðarinnar", en þá er rétt að spyrja sig að tvennu, í fyrsta lagi: Getur nokkur einn einstaklingur orðið sameiningartákn heillar þjóðar? Og í öðru lagi: Er nokkur þörf á sérstöku sameiningartákni?
Er hugmyndin um einhvern forseta lýðveldisins (eins konar staðgengil konungs) ekki einfaldlega orðin nokkuð úrelt? Hafa menn á 21. öldinni nokkra þörf fyrir tildur og prjál forsetaembættis?
Hér er spurt stórra spurninga og sá er hér heldur á penna hallast að því að réttast væri að leggja niður embætti forseta, enda getur heil þjóð frjálsra borgara ekki átt með sér sameiningartákn. Líkast til hefur Kristján Eldjárn komist nærri því að njóta hylli meginþorra þjóðarinnar, en síðustu tveir forsetar hafa verið afar umdeildir svo ekki sé fastar að orði kveðið.
Dýrkeypt yfirlýsing forsetans | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.4.2010 | 01:44
Allt sem ég vil er Frelsi
Hvað er svona flókið við það að láta fólk í friði? Af hverju mega samkynhneigðir ekki njóta þess að lifa og vera til eins og fólk með aðrar hneigðir? Nú eða bara einstaklingar yfir höfuð. Þessi einstaklega ruglaði þingmaður er frjáls að hafa sínar skoðanir en hann hefur engan rétt á að þvinga þær upp á nokkurn mann né hóta fólki lífláti sem ekki lifir eftir hans öfugsnúnu gildum. Hvaða skoðun sem menn hafa á samkynhneigð þá eiga samkynhneigðir sama rétt til frelsis og allir aðrir.
Látum þessa frétt vera okkur varnaðarorð gegn stjórnmálamönnum sem boða siðferði sitt með lögum það er því ekki nema stigsmunur á banni á samkynhneigð og banni gegn dansmeyjum á súlum.
Vill dauðarefsingu yfir samkynhneigðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.4.2010 | 14:09
Að sjá ekki bjálkann í eigin auga
Jóhanna Sigurðardóttir, títtnefnd forsætisráðherra, fer mikinn í ásökunum, en leiðarstefið í hennar málflutningi eru
* meiri ríkisumsvif
* meiri ríkisafskipti
* og meira eftirlit
Þessar sömu kröfur hafa í för með sér aukið helsi og áþján almennings. Okkur sem unnum frelsi og einkaframtaki ber skylda til að mótmæla slíkum málflutningi. Okkur ber skylda til að leiða almenningi fyrir sjónir að ástæður efnahagshrunsins liggja í ríkisafskiptum, ríkisábyrgð og ríkisútgjöldum. Síðasti punkturinn kemur við Jóhönnu sjálfa, en hún ber mesta ábyrgð á hömlulausri eyðslu ríkisstjórnar Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks eftir kosningarnar 2007.
Frúin fer mikinn í ásökunum á aðra og bendir á flísina í auga náungans, en sér ekki bjálkann í egin auga.
Létum þetta líðast | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.4.2010 | 17:24
Úr öskunni í eldinn
Aðild Íslands að fríverslunarsamtökum EFTA getur varla verið sambærileg aðild að tollabandalagi ESB. EFTA ætlast ekki til framsals löggjafarvalds, dómsvalds eða hluta framkvæmdarvalds. Þá takmarkar EFTA ekki utanríkisstefnu Íslands líkt og innganga í ESB gerir. Með aðild að ESB falla allir fríverslunarsamningar og milliríkjasamningar úr gildi og við tekur lokuð tilvist í Evrópuríki Brussel. Ólíkt því sem haldið hefur verið fram af aðildarsinnum þá hefur Ísland aðild að fleiri fríverslunarsamningum í dag en það mun gera innan ESB, enda er ESB lokað verslunarsvæði gamalla heimsvelda. Þeir sem trúa á frjáls viðskipti hljóta því að spyrja sig hvort Ísland sé betur statt lokað inn í Evrópu eða opið og frjálst land með möguleika á að versla við allan heiminn.
Í hverju er trausta umgjörðin sem Össur ræðir um fólgin í? Lögum um innistæðutryggingar, lögum um fjármálafyrirtæki eða fiskveiðistefna sem stuðlað hefur að mestu hamförum á fiskistofnum í sögu fiskveiða.
Þá verður að leiðrétta orð utanríkisráðherrans sem líkt og margir ESB sinnar telur rétt að halda fram röngum staðreyndum og fegra hlutina. ESB kemur ekki til móts við sérstöðu aðildarríkja að því magni sem Össur gefur til kynna. Engar undanþágur hafa verið gerðar á Sjávarútvegsstefnu ESB, landbúnaðarstefnunni né öðrum sviðum sambandsins. Össur verður að skýra orð sín betur eða láta þau niður falla. Ósannindi og óðheiðarleiki stjórnmálamanna virðist engum takmörkunum ná.
ESB grundvallarþáttur í endurreisninni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.4.2010 | 00:44
Allt uppi á borðinu
Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis er tilgreindur styrkur frá Kaupþing banka til Frjálshyggjufélagsins að upphæð 150 þúsund krónur árið 2004.
Sá er þáttur frjálshyggjunnar í hruni íslenska bankakerfisins.
Skýrslan kom þjóðinni á óvart | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.4.2010 | 17:05
Steingrímur er úti að aka
Nú telja sósíalistar sig hafa höndla sannleikann og allt sem aflaga hafi farið hér á landi hafi verið hinum vondu kapítalistum að kenna. Vandamálið er hins vegar að hér á landi skorti alla frjálshyggju. Ríkisútgjöld jukust ár frá ári sem hlutfall af landsframleiðslu og stjórnmálamennirnir komu á arfavitlausri peningamálastefnu sem ýttu undir þenslu og ofsavöxt hagkerfisins með gríðarlegri skuldsetningu. Samt sem áður réðu utanaðkomandi þættir þar mestu um, það er gríðarmikið framboð lánsfjár á erlendum mörkuðum.
Grundvallarhugmyndafræði Sjálfstæðisflokksins um frelsi einstaklingsins til athafna hefur nefnilega ekki fengið að ráða för á Íslandi, heldur hefur flokkurinn fylgt sósíaldemókratískri stefnu með gríðarlegum ríkisumsvifum.
Rán var það og rán skal það heita | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.4.2010 | 22:14
Uppgjör gjaldþrota stjórnmálamanns
Það er lenska hjá stjórnmálamönnum að kenna öllum öðrum um ástandið en sjálfum sér. Sú stefna sem hefur átt fæsta málsvar á þingi og fáa sem enga í sveitastjórnarmálum er Frjálshyggja. Þrátt fyrir það virðist allt vont undan henni komið og öll heimsins vandamál eru henni að kenna.
Í hverju var þessi Frjálshyggja fólgin?
Risa virkjunarframkvæmdum? Útsprengdu heilbrigðiskerfi? Dýrasta ríkisrekna skólakerfi í heimi? Þeirri staðreynd að nærri helmingur þjóðartekna fór í samneyslu? Hvar var þessi frjálshyggja sem Sóley talar um af kappi? Er hana kannski að finna í tónlistarhúsinu sem kostar vinnandi fólk 25.000 miljónir? Nei því ekkert af upptöldu má kenna við frjálshyggju. Frjálshyggjan var víst fólgin í því að einkavæða ríkisbankana. Nú hefur formaður VG þó einkavætt tvo þeirra í dag er hann þá talsmaður frjálshyggju?
Einkabankar eru ekki einkenni frjálshyggju því allt frá einræðisríkjum til frjálslyndra lýðræðisríkja eru reknir einkabankar. Í Bretlandi hefur verkamannaflokkurinn ráðið ríkjum, á Spáni hafa hörðustu sósíalistar ráðið ferð og sömu sögu er að segja í Grikklandi. Eru þetta allt laumu Frjálshyggjumenn?
Misskilningur Sóleyar er sá að hún telur einkabanka aðal einkenni Frjálshyggju en lítur ekki á umhverfið sem slíkum fyrirtækjum hefur verið sett. Lögum um banka hefur fjölgað meira en á nokkru öðru sviði. Peningastefnur ríkisbanka (seðlabanka) eru ekki bara til þess fallnar að prenta peninga fyrir stjórnmálamenn heldur gerir þessi gjaldþrota fiat money stefna bönkum vald til peningaprentunnar. Þá má heldur ekki gleyma ríkisábyrgðum á lánum sem er ein helsta orsök kreppunnar í dag. Ekkert einkafyrirtæki hefði getað haldið úti annar eins þenslu og stærstu ríkistjórnir vesturlanda gerðu með ríkisábyrgðum, eyðslu og peningaprentun. Í þeirri bólu urðu allar fjárfestingar góðar á skömmum tíma, lánsfé ódýrt og færsla verðmæta frá vinnandi fólki til pappírspésa í bankastofnunum leikur einn, í slíku umhverfi fara þrífast spillit viðskiptamenn best. Þessi kreppa á rætur sínar að rekja nærri hugmyndaheimi Sóleyar en hún gerir sér nokkurn tíman grein fyrir.
Við Frjálshyggjumenn verðum þó að viðurkenna að við sváfum á verðinum, of fáir okkar benta á hættuarnar þó einhverjir hafi gert það sbr. Peter Schiff og allt of margir okkar létum glepjast af gilliboðum pilsfaldakapítalista jafnaðar og íhaldsmanna.
VG í uppgjöri við frjálshyggju | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |