Steingrímur er úti að aka

Nú telja sósíalistar sig hafa höndla sannleikann og allt sem aflaga hafi farið hér á landi hafi verið hinum vondu kapítalistum að kenna. Vandamálið er hins vegar að hér á landi skorti alla frjálshyggju. Ríkisútgjöld jukust ár frá ári sem hlutfall af landsframleiðslu og stjórnmálamennirnir komu á arfavitlausri peningamálastefnu sem ýttu undir þenslu og ofsavöxt hagkerfisins með gríðarlegri skuldsetningu. Samt sem áður réðu utanaðkomandi þættir þar mestu um, það er gríðarmikið framboð lánsfjár á erlendum mörkuðum.

Grundvallarhugmyndafræði Sjálfstæðisflokksins um frelsi einstaklingsins til athafna hefur nefnilega ekki fengið að ráða för á Íslandi, heldur hefur flokkurinn fylgt sósíaldemókratískri stefnu með gríðarlegum ríkisumsvifum.


mbl.is „Rán var það og rán skal það heita“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki hefur sá flokkur tekið upp mikla Frjálshyggju síðan og sannar sig best í getuleysi flokksins í árásum sósíalistastjórnarinnar gegn athafnafrelsi einstaklinga í dag.

Þá er alveg ljóst ef einhvern lærdóm á að taka úr skýrslunni að endurnýjun þarf að eiga sér stað í stjórnmálastéttinni, bæði hugmyndafræðileg og á fólki.

Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 12.4.2010 kl. 17:20

2 identicon

Þetta er góður pistill, hérlendis hefur ríkið þanist út þrátt fyrir slagorð Sjálfstæðisflokksins "Báknið burt". Nú keppast minni spámenn við að kenna frjálshyggjunni um allt sem aflaga hefur farið. Slíkt er auðvitað rangt.

Flokkur sem segist standa vörð um frelsi en tekur síðan þátt í að banna atvinnugrein á afar vafasömum forsendum er ekki verðugur stuðnings. Ég er hægri maður en treysti mér ekki til að styðja Sjálfstæðisflokkinn vegna sumra einstaklinga sem þar sitja sem og að flokkurinn er ekki að fylgja eftir frjálshyggju. Þetta er góður punktur hjá ykkur sem þarf að hamra oftar á þangað til flokksforystan skilur. Góður pistill!

Helgi (IP-tala skráð) 12.4.2010 kl. 21:56

3 identicon

Ég hef alltaf kosið Sjálfstæðisflokkinn en mun ekki gera það lengur. Það eru hugmyndasnauðir og málefnafátækir stjórnmálamenn í honum sem tóku ekki til varnar þegar atlaga var gerð að athafnafrelsi einstaklinga. Flokkurinn hefur komið óorði á Frjálshyggju sem er eina stjórnmálastefnan sem raunverulega varaði við þessu sukki öllu saman og eina stefnan sem hefur virkileg bætt kjör vinnandi fólks.

Landið (IP-tala skráð) 13.4.2010 kl. 02:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband