Mannasetningar í kirkjum

Er það ekki orðið til að kóróna farsann í kringum skýrslu rannsóknarnefndar alþingis að láta skýrsluna liggja frammi í kirkjum líkt og þar sé um heilaga ritningu að ræða. Þessi hugmynd biskups undirstrikar hversu fráleitt það er að rekin sé sérstök ríkiskirkja.

Nefndarmennirnir í rannsóknarnefnd alþingis eru dauðlegir menn. Hún er ekki hafin yfir gagnrýni og það er einmitt mjög mikilvægt að hún verði lesin með gagnrýnum hætti og menn taki ekki þátt í hópmúgsefjun stjórnmálamannanna um "þverpólitíska sátt". Hvernig á heil þjóð að geta sæst um skoðun nokkurra ríkisstarfsmanna, hvort sem þeir hafa fimm háskólagráður - eða tíu?


mbl.is Í skjóli leyndar þrífst spillingin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pappírshagnaður

Þótt Landsbankinn skili hagnaði upp á 14 milljarða króna er ekki öll sagan sögð.

Ef farið er inn á vefsíðu bankans og ársreikningurinn í heild sinni skoðaður kemur í ljós að sjóðstreymi var neikvætt upp á 3,2 milljarða króna á sama tíma og bankinn skilaði hagnaði.

Ef sjóðstreymið er skoðað nánar sést að sá hluti sem lýsir rekstrarhreyfingum var neikvæður um 3 milljarða króna.

Með öðrum orðum, þá skilaði reksturinn á árinu 3 milljarða tapi, þ.e. í „kassanum“ er 3 milljörðum minna af peningum en áður.

Það kom því í hlut skattgreiðenda að borga fyrir „pappírshagnað“ ríkisbanka.

Engin nýjung
Besta dæmið um pappírshagnað á uppgangstímunum var hagnaður Exista árið 2007. Nam hann 150 milljörðum króna á sama tíma og sjóðsstreymi félagsins vegna rekstrar var neikvætt um 37 milljónir, þ.e. borgaðar voru 37 milljónir úr kassanum fyrir 150 milljarða pappírshagnað. Allir vita hvernig það ævintýri endaði.

Afskiptalausir fjölmiðlar
Enginn fréttamiðill minnist á 3 milljarða neikvætt sjóðstreymi Landsbankans og spyr hverju það sæti. Það er ljóst að blaðamenn þessa lands hafa lítið lært af hinu svokallaða hruni.

Fjárfestingar fyrir skattfé
Hlutafé Landsbankans er fjármagnað með skattfé en ekki fjárfestingarfé þeirra fjárfesta sem eru tilbúnir að taka áhættu. Hinn almenni borgari hefur þar með tekið á sig tap af fjárfestingu, nauðugur viljugur, sem ákveðin var af stjórnmálamönnum og afdönkuðum embættismönnum inni í ráðuneytum landsins.

Væri ekki eðlilegra að bankinn væri í einkaeigu til að forða almenningi frá illa ígrunduðum fjárfestingum stjórnmálamanna?


mbl.is 14,3 milljarða hagnaður Landsbanka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hinir nýju einvaldskonungar

Á 18. öldinni ömuðust siðavandir klerkar við skemmtunum almennings sem oftar en ekki fólust í dansi, söng og drykkju. Með tilskipun Danakonungs var dans því bannaður og raunar lagðist dansmennt af alls staðar á Norðurlöndum í kjölfarið vegna stranglútherskra siðaspeki sem bannaði mönnum að skemmta sér.

Á 21. öldinni hugsa íslenskir vinstrimenn líkt og kirkjuleiðtogar 18. aldar og nýta sér ofurtök á samfélaginu til að banna fólki að dansa nakið gegn greiðslu. Nú, líkt og fyrir hálfri þriðju öld, ætla menn að heimfæra eigin ofstæki í siðferðismálum upp á fólk með ofbeldi.

Sumir læra aldrei neitt.


mbl.is Alþingi bannar nektardans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Steingeldir öldungar

Á seinustu áratugum hafa vestrænir menn verið að brjótast úr viðjum íhaldssamrar siðavendni, eins og þeirri hugmynd að nekt sé syndsamleg og kynlíf eitthvað óskaplega óguðlegt nema til að fjölga mannkyninu. Þessar breytingar eru til bóta, enda siðareglur flestar settar af steingeldum öldungum kirkjunnar á ýmsum tímum.

Raunar er siðferðið ansi tvöfalt innan kirkjustofnana sem boða siðavendni í aðra röndina en halda að sama skapi hlífiskildi yfir alls kyns öfuguggum sem níðast á börnum og þroskaheftum. En það er önnur saga.

Hins vegar ætla íslenskir vinstrimenn að halda uppi merkjum hinna steingeldu öldunga og meina fólki að sýna sig nakið gegn greiðslu, eins saklaus og sú iðja er. Hugtökin íhald og afturhald eru óðum að taka á sig nýja merkingu, enda virðast fáir vera jafnafturhaldssamir og vinstri grænir.


mbl.is Styður bann við nektardansi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vinstrimenn elska báknið

Niðurstaða skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis mun verða eitthvað á þessa leið: Eftirlitskerfin brugðust - stjórnkerfið brást og þess vegna þarf að "efla stjórnsýsluna", "fjölga embættismönnum" sem vinna að "rammaáætlunum sem grundvallast á þverfaglegum nálgunum". Sumsé fjölga embættismönnum sem vinna við að búa til reglugerðir og kraftbendla fyrri aðra embættismenn þar sem skilgreindir eru "greiningarferlar sem taka mið af markmiðasetningu".

Við sauðsvartur almúginn erum náttulega ekki nógu vel menntuð til að skilja hvað við er átt. Við eigum heldur aldrei neinn möguleika á að komast í gott djobb suður í Brussel.


mbl.is Ný stofnun kostar milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ríkisstjórnin viðurkennir mistök við samningsgerð

Helstu fylgismenn þess að Íslendingar borgi Icesave-skuldina reyna nú hver í kapp við annan að tala niður þjóðaratkvæðagreiðsluna á morgun. Einn vinkill virðist hins vegar ekki komast að í fjölmiðlum.

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra hefur markað stefnu fylgismanna þess að borga Icesave með yfirlýsingu sinni um að hún ætli að hundsa þjóðaratkvæðagreiðsluna. Segir hún hana marklausa en enn athyglisverðari eru ummæli hennar í Speglinum á Ríkisútvarpinu í kvöld að forsendur nú séu allt aðrar en um áramótin þegar fyrri samningur var uppi á borðinu.

Vinkillinn sem vantar í fjölmiðlum landsins, öllum sem einum, er sá að "hinar nýju forsendur" sem Jóhanna og fylgismenn hennar tala um, væru ekki nú fyrir hendi ef ekki hefði til synjunar forseta komið.

Synjun forseta opnaði augu umheimsins fyrir málstað Íslendinga og knúði stjórnina til nýrra samninga, samninga sem hún sjálf segir að séu betri en þeir sem hún hafði sjálf náð.

Í raun réttri er ríkisstjórnin og fylgismenn hennar að viðurkenna eigin mistök í samningsgerðinni og mál til komið að gefa öðrum tækifæri.


mbl.is Hvað á Steingrímur við?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað er jafnrétti?

Á vorum dögum er gjarnan notast við hugtök á borð við "jafnrétti til náms", en hvað felst í þessu í raun? Hvað með þá sem eiga ekkert erindi í háskóla vegna þess að þeim myndi henta betur að stunda annað nám eða vera við vinnu - á ríkið líka að sjá til þess að þeir stundi háskólanám?

Erum við ekki komin í tómar ógöngur í menntakerfinu sem miðast ekki við þarfir fjölbreytts atvinnulífs heldur þarfir opinbera gerans sem fjármagnar allt batteríið. Að fenginni reynslu að dæma eru miklar líkur á því að stúdína sú sem rætt er við í fréttinni muni verða opinber starfsmaður.

Þessar spurningar eru allar vel viðeigandi nú þegar mikið er rætt um "atvinnusköpun" og "nýsköpun". Mun meirihluti þess fólks sem situr á skólabekkjum háskólanna enda sem opinberir starfsmenn? Er skólakerfið ekki beinlínis dragbítur á framfarir í atvinnulífinu eins og á málum er haldið nú um stundir?


mbl.is Háskólanám að verða forréttindi hinna efnameiri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hinir nýju lénsherrar

Matsfyrirtækin sem ekki sáu fyrir hrunið, settu hrun-banka um allan heim í hæstu lánshæfisflokka og spáðu jafnvel hækkunum um allt að 40 prósent fyrir árið 2008 eru nú farin að tjá sig um getu Íslands til að greiða skuldir sínar. Röksemdafærsla þeirra byggir á því að þeim mun meiri skuldbindingar sem ríki taka á sig þeim mun hærri flokk komast þau í. Það er öllu skinsamlegu fólki ljóst að hér ráða hagsmunir kröfuhafa sem höguðu sér óábyrgt í lánveitingum sínum.

Matsfyrirtæki á borð við Moodys eru lítið annað en rotnar stofnanir deyjandi pappírspeningakerfis. Andstaða Íslendinga við aðför Breta og Hollendinga í nafni pappírspésana hræðir hina nýju lénsherra heimsins, matsfyrirtækin. Hræðslan er fólgin í því að heiðarlegt og eljusamt fólk um allan heim dragi línu í sandinn og segi hingað og ekki lengra, við berum ekki ábyrgð á óábyrgir fjármálastefnu fjármálafyrirtækja. Þá óttast stjórnmálamenn um allan heim að missa tökin á peningaprentun þegar krafa um heilbrigða gjaldmiðla bundna við verðmæti kemur fram. Þeir óttast þó mest að þurfa að stunda ábyrga efnahagsstjórn.

Ísland er eina landið í heiminum sem hefur sett fótinn niður og sagt hingað og ekki lengra. Það hefur því aldrei verið nauðsynlegra fyrir nokkra þjóða og það er fyrir Ísland að segja NEI við Icesave og gefa öðrum þjóðum fordæmi fyrir því að gerast ekki þrælar hinna nýju lénsherra.  Við viljum búa í frjálsu landi, taka okkar eigin ákvarðanir og við eigum að gera þá kröfu að einstaklingar og fyrirtæki beri ábyrgð á sjálfum sér, ekki skattgreiðendur.


mbl.is Ísland á leið í ruslflokk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ríkisfyrirtæki frá upphafi

Bæði fyrirtækin störfuðu og unnu með ríksitryggð húsnæðislán og því kunnu þau sér ekkert hóf. Ríkisábyrgðum fylgir alltaf ábyrgðaleysi sem eykur hættuna á mikilli áhættusækni. Hugmyndir stjórnmálamanna um að tryggja öllum eigið húsnæði eru vissulega settar fram með góðum hug en afleiðing þeirra hefur orðið skelfileg.

Ríkisábyrgðir í bland við hörmulega lagasetningu setta til tryggingar þess að allir gætu átt möguleika á húsnæðisláni er lang stærsti þáttur efnahagshrunsins.

 


mbl.is Freddie Mac tapaði 2.776 milljörðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gróðavæn gróðurhús

Öll göngum við með einhverjar hugmyndir um það hvernig við ætlum að verða rík, bæta samfélagið eða hvoru tveggja. Allt of margir reiða sig hins vegar á að láta aðra greiða fyrir hugmyndir sínar í gegnum skattfé. Það er orðinn lenska hjá listamönnum og fólki í hinum „listræna“ bransa að reiða sig á almannafé og nú eru sprotafyrirtækin komin á sömu braut. Sum þessa „sprotafyrirtækja“ eru svo mikil „sprotafyrirtæki“ að þau verða aldrei neitt annað og lifa á styrkjum alla sína starfsævi.

Ég ætla ekki að setja mig á háan hest og dæma þessa hugmynd af eða á en ef hún er nógu góð til að ganga upp þá ætti höfundur hennar annað hvort að leita fjárfest í hana eða leitast við að fjárfesta hana sjálf. Verði hins vegar ríkið að koma að henni til að upp gangi er betra að snúa sér að örðu og arðbærara verkefni.


mbl.is Pláss til leigu í gróðurhúsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband