Uppgjör gjaldþrota stjórnmálamanns

Það er lenska hjá stjórnmálamönnum að kenna öllum öðrum um ástandið en sjálfum sér. Sú stefna sem hefur átt fæsta málsvar á þingi og fáa sem enga í sveitastjórnarmálum er Frjálshyggja. Þrátt fyrir það virðist allt vont undan henni komið og öll heimsins vandamál eru henni að kenna.

Í hverju var þessi Frjálshyggja fólgin?

Risa virkjunarframkvæmdum? Útsprengdu heilbrigðiskerfi? Dýrasta ríkisrekna skólakerfi í heimi? Þeirri staðreynd að nærri helmingur þjóðartekna fór í samneyslu? Hvar var þessi frjálshyggja sem Sóley talar um af kappi? Er hana kannski að finna í tónlistarhúsinu sem kostar vinnandi fólk 25.000 miljónir? Nei því ekkert af upptöldu má kenna við frjálshyggju. Frjálshyggjan var víst fólgin í því að einkavæða ríkisbankana. Nú hefur formaður VG þó einkavætt tvo þeirra í dag er hann þá talsmaður frjálshyggju?

Einkabankar eru ekki einkenni frjálshyggju því allt frá einræðisríkjum til frjálslyndra lýðræðisríkja eru reknir einkabankar.  Í Bretlandi hefur verkamannaflokkurinn ráðið ríkjum, á Spáni hafa hörðustu sósíalistar ráðið ferð og sömu sögu er að segja í Grikklandi. Eru þetta allt laumu Frjálshyggjumenn?

Misskilningur Sóleyar er sá að hún telur einkabanka aðal einkenni Frjálshyggju en lítur ekki á umhverfið sem slíkum fyrirtækjum hefur verið sett. Lögum um banka hefur fjölgað meira en á nokkru öðru sviði. Peningastefnur ríkisbanka (seðlabanka) eru ekki bara til þess fallnar að prenta peninga fyrir stjórnmálamenn heldur gerir þessi gjaldþrota fiat money stefna bönkum vald til peningaprentunnar. Þá má heldur ekki gleyma ríkisábyrgðum á lánum sem er ein helsta orsök kreppunnar í dag. Ekkert einkafyrirtæki hefði getað haldið úti annar eins þenslu og stærstu ríkistjórnir vesturlanda gerðu með ríkisábyrgðum, eyðslu og peningaprentun. Í þeirri bólu urðu allar fjárfestingar góðar á skömmum tíma, lánsfé ódýrt og færsla verðmæta frá vinnandi fólki til pappírspésa í bankastofnunum leikur einn, í slíku umhverfi fara þrífast spillit viðskiptamenn best. Þessi kreppa á rætur sínar að rekja nærri hugmyndaheimi Sóleyar en hún gerir sér nokkurn tíman grein fyrir.

Við Frjálshyggjumenn verðum þó að viðurkenna að við sváfum á verðinum, of fáir okkar benta á hættuarnar þó einhverjir hafi gert það sbr. Peter Schiff og allt of margir okkar létum glepjast af gilliboðum pilsfaldakapítalista jafnaðar og íhaldsmanna.


mbl.is VG í uppgjöri við frjálshyggju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brattur

Hannes Hólmsteinn talaði um það í miðri útrásinni að það hefði verið dásamlegt"virkja dautt fjármagn" ríkisbankanna (með því að einkavæða þá) og þess vegna væri allt á svo mikilli uppleið í þjóðfélaginu... og þetta ætti enn eftir að batna þegar bankarni losnuðu undan klöfum ríkisvaldsins... þetta sagði Frjálshyggjupostulinn HH áður en bankarnir hrundu vegna spillingarinnar sem einkavæðingin leiddi til...

Var ekki og er Hannes Hólmsteinn einn helsti boðberi Frjálshyggjunnar ???

Brattur, 11.4.2010 kl. 22:49

2 identicon

Þegar bankarnir voru í ríkiseigu voru þeir reknir með tapi á hverju ári. Það sem þarf er einkarekið bankakerfi þar sem ríkið ábyrgist engin lán eða tryggingar.

Þá eru það slöpp rök að halda því fram að Hannes hafi sagt eitthvað.

Dautt fé er betur komið í höndum einkaaðila en regluverk þarf að vera þannig að ríkisvald sé ekki að ýta undir þennslu og þar með síðar kreppu.

Landið (IP-tala skráð) 12.4.2010 kl. 00:01

3 Smámynd: Brattur

hmm... ef þeir voru reknir með tapi þegar þeir voru í ríkiseign, hvað má þá segja með tapið eftir að þeir voru einkavæddir !!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

Ekki nóg með það að þeir fóru allir kyrfilega á hausinn heldur fór þjóðin líka á hausinn... þökk sé Frjálshyggjunni.

Brattur, 12.4.2010 kl. 01:27

4 identicon

Það er rétt Brattur enda voru báðir ríkisbankarnir einkavæddir á tímabili gífulegrar þennslu og ríkisafskipta af lánsfjármarkaði.

Íslandsbanki var búinn að vera starfræktur tölvert lengur sem einkabanki og hann fór ekki á flug fyrr en á þessu tímabili. Það er merki um að eitthvað annað en rekstarform fjármálafyrirtækja olli þessu hruni.

Eina marktæka skýringin á ofþennslunni eru mikil afskipti stórra ríkja af húsnæðismörkuðum sínum og fádæma eyðslu. Það er rétt hjá höfundi greinarinnar að ekkert einkafyrirtæki hefði getað haldið úti álíka þennslu í jafn lanagn tíma ekki einu sinni stærstu bankar heims. Það sannast eflaust best í því að upp úr miðju ári 2007 reyndu risabankarnir að halda uppi bólunni með gífulegri skuldbréfaukningu inn á lánsfjármarkaði en tókst ekki að framlengja bólunni nema um rúmt ár.

Landið (IP-tala skráð) 12.4.2010 kl. 01:40

5 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Það er einfaldlega RANGT að bankarnir hafi verið reknir með tapi þegar þeir voru einkavæddir.  Þeir voru reknir með hagnaði hvert einasta ár.

Anna Einarsdóttir, 12.4.2010 kl. 01:43

6 identicon

Anna mín þú hefur ekki alist upp á sama landi og ég. Það var í sífellu veirð að fegra stöðu þeirra með framlögum úr ríkissjóð. Þegar selja átti Landsbankan fyrst og engin kaupendur fundust var það vegna ótta um að bankinn væri tæknilega séð gjaldþrota. Það var á tímabilli rætt um ríkisábyrgð fyrstu 3 árin eftir sölu.

Landið (IP-tala skráð) 12.4.2010 kl. 01:56

7 Smámynd: Anna Einarsdóttir

http://mbl.is/mm/gagnasafn/grein.html?grein_id=593362

http://www.landsbanki.is/markadir/frettirfrakaupholl/?NewsID=6390&p=831

Getur þú komið með eitthvað sem staðfestir að bankarnir hafi ekki verið reknir með hagnaði ???

Anna Einarsdóttir, 12.4.2010 kl. 09:57

8 identicon

Anna öll íslensk fyrirtæki voru rekin með "hagnaði" 2005 til 2007 þrátt fyrir það var neikvætt sjóðstreymi hjá flestum þeirra. Kynntu þér uppgjör bankanna betur. 1999 er sjóðstreymi Búnaðarbankans neikvætt um 4,3% og Landsbankinn um 3,28%. Það heitir ekki að skila hagnaði í mínum bókum.

Landið (IP-tala skráð) 12.4.2010 kl. 13:44

9 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Það stendur í sjálfu Morgunblaðinu:

Hagnaður Landsbankans 955 milljónir króna

.........................

Og ekki lýgur Mogginn - eða hvað ?

Anna Einarsdóttir, 12.4.2010 kl. 16:25

10 identicon

Það sama er sagt í dag Anna mín þ.e. er um "HAGNAÐINN" http://frjalshyggjufelagid.blog.is/blog/frjalshyggjufelagid/entry/1040006/

Landið (IP-tala skráð) 12.4.2010 kl. 16:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband