13.5.2010 | 17:31
Einkavæðum alla heilsugæslu
Fyrir fáeinum áratugum sinntu heimilislæknar í Reykjavík eingöngu sjúklingum á sínum eigin stofum. Ríkisstjórnir Sjálfstæðisflokks og annarra flokka hafa unnið að því í meira en tvo áratugi að ríkisvæða algjörlega rekstur heilsugæslu á höfuðborgarsvæðinu. Afleiðingin er sú að stór hluti íbúa hefur engan heimilislækni, kerfið er svifaseinna en var og kostnaður miklu meiri.
Einföld þjónusta heilsugæslunnar á vitaskuld að vera í höndum einkaaðila og það sama ætti að vera uppi á teningnum úti um landið. Þjónusta af þessu tagi er miklu betur kominn hjá einkaaðilum sem eiga fyrirtækin sjálfir og reka þau þar af leiðandi með hagkvæmustum hætti.
Minna Álfheiði á heilsugæsluna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.5.2010 | 19:57
"Fair Trade"
Höfundur þessa pistils hefur ekki kynnt sér starfsemi og stefnumið þeirra samtaka sem mótmæltu á dag með trumbuslætti, en af fréttinni að dæma tengist það framleiðsluvörum frá þriðjaheimsríkjum.
Í umræðunni um vanda ríkja þriðja heimsins gleymist jafnan að geta þess vanda sem helst hrjáir þessi ríki en með nokkurri einföldun má segja að hann sé tvíþættur. Annars vegar þá er það svo að víða í þriðja heiminum skortir skýrar skilgreiningar á einkaeignarrétti og öll þinglýsing eigna er í molum. Ef enginn á landið eða náttúruauðlindirnar er það ávísun á óskynsamlega nýtingu þeirra. Hins vegar er aðgangur þriðja heims ríkja að mörkuðum Vesturlanda takmarkaður. Það eru þó ekki einasta íbúar þriðjaheimsríkja sem gjalda fyrir takmarkaðan aðgang að mörkuðum, heldur koma viðskiptahöft þessi ekki síður illa við neytendur á Vesturlöndum.
Fátækt og annað helsi er eitthvert mesta böl sem þjóðfélög búa við. Eigi ríki þriðjaheimsins að fá að rísa upp úr eymd og fátækt er nauðsynlegt að eignarréttur verði skýrt skilgreindur og komið verði á fullu frelsi í viðskiptum milli landa.
Trumbusláttur á Austurvelli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.5.2010 | 08:29
Um áhrif skattalækkana í 'þenslu'
Í öðru af tveimur þæginlegum drottningarviðtölum við vinstrimenn í Spjallinu með Sölva í gærkvöldi, þá voru Sölvi Tryggvason og Steingrímur J. hjartanlega sammála um það að skattalækkanir í þenslu væru rangar. Um það voru þeir það sammála, að engin ástæða var til að rökstyðja það frekar.
En hver er rökstuðningurinn?
Sennilega er hugsunin sú að í þenslu eigi allir nóg af peningum og að eyðsla almennings á sjálfsaflafé sínu (frekar en stjórnvalda á skattfé) valdi einhvern veginn verðbólgu" og þenslu". Verðlag hækkar þá jafnt og þétt á öllu sem venjulegt fólk kaupir, hvort sem það er matur, húsnæði, bensín og hamborgarar. En hvernig er þetta hægt? Er hægt að eyða sömu krónunni á tveimur stöðum? Getur sama magn peninga í auknum mæli elt allar tegundir vöru og þjónustu í einu og þannig valdið aukinni eftirspurn og þar með almennt, vaxandi verðlagi?
Nei, það er ekki mögulegt. Fyrir gefið peningamagn þá getur verðlag ekki hækkað á öllu sem er til sölu. Ef skyndileg aukning í eftirspurn á appelsínum á sér stað, þá dregst úr eftirspurn á einhverju öðru, t.d. perum, og verðlag hækkar því á annarri vörunni en lækkar á hinni. Sömu krónunni verður ekki eytt á tveimur stöðum samtímis.
Hvað gerist hins vegar þegar peningamagn er aukið, og það verulega? Þá breytist myndin. Þá eru fleiri peningar í umferð, sem geta þá elt fleiri vörur í einu, og þannig valdið aukinni eftirspurn og hækkandi verðlagi á nánast öllu. Verðbólga er í stuttu máli ekkert annað en aukning á peningamagni í umferð. Hækkandi verðlag (e. rising consumer prices) er afleiðing verðbólgu (e. inflation), en ekki öfugt.
Skattalækkanir á tímum stöðugs peningamagns hafa engin áhrif á almennt verðlag. Ríkið eyðir minna, og almenningur eyðir meira. Færri kúlupennar eru keyptir í Stjórnarráðið, á meðan fleiri foreldrar hafa efni á að senda börn sín í sumarbúðir. Færri ráðherrar fara á fínar ráðstefnur í útlöndum, en fleiri Íslendingar komast í sumarbústað í fríinu sínu.
Hið gagnstæða gerist svo þegar ríkið hækkar skatta. Almenningur kaupir þá ódýrari matvörur, á meðan ríkið reisir veglega brú í kjördæmi samgönguráðherra.
Sé ætlunin sú að sporna við verðbólgu" (almennt, hækkandi verðlagi á flestum tegundum vöru og þjónustu) þá þarf eitt og aðeins eitt að gerast: Útgáfa nýrra íslenskra króna þarf að stöðvast. Skattahækkanir og -lækkanir spila þar ekkert hlutverk.
4.5.2010 | 13:50
Gott framtak hjá Steingrími
Hækkun kemur ekki til greina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.5.2010 | 18:16
Vúduhagfræði vinstrimanna
Það lifir lengi í þeim leiða misskilningi að það sé hlutverk ríkisins að skapa störf. Það er vissulega rétt að ríkið getur skapað störf en þá er það í langflestum tilvikum gert á kostnað verðmætasköpunar og framtíðar eyðslu, sparnað.
Hækkun skatta þýðir minni sparnaður og þar með minni fjárfestingar í atvinnugreinum sem þýðir minni verðmætasköpun og færri störf. Ríkið er ekki lausn á vandamálum kreppunnar ríkið er orsökin. Enginn banki eða fjármálastofnun hefði stækkað jafn mikið og hratt ef ekki hefði verið fyrir ríkisábyrgðir á þeim hjá seðlabönkum eða ríkisábyrgðir á húsnæðislánum. Stöndum saman í því að koma ríkinu út úr fjármálakerfi heimsins og rjúfum ábyrgð skattgreiðenda á einkafyrirtækjum. Reki menn fyrirtæki sín í þrot skulu þeir bera af því allan halla ekki skattgreiðendur.
Svíum væri hollast að lækka skatta enn frekar, draga úr styrkjum og byrja að skapa verðmæti á ný.
Sænska stjórnarandstaðan vill hækka skatta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.5.2010 | 17:47
Stútur í Ögmundi
Í stað þess að hefta frelsi á Íslandi væri ekki nær að auka það. Það sýndi sig best með afnámi á bjórbanni að drykkjuvenjur Íslendinga snarbötnuðu. Aukin fræðsla um áhrif vímuefna er ákjósanlegri leið en enn frekari höft. Áfengi er lögleg vara á Íslandi og ekki á að hefta auglýsingar á slíkum vörum. Nær væri að aflétta áfengissölubanni í verslunum og einokun ríkisins á vörunni.
Barnaheill styður breytingu á áfengislögum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.5.2010 | 17:37
Eitt skref í átt að ritskoðun
Fyrsta skrefið í átt að ritskoðun verður tekið með slíkum lögum. Ekki mun líða á lögnu þar til þrýstihópar koma með kröfur um að víkka út skilgreininguna á lögunum. Fyrst fer allt klám síðan erótískar verslunarsíður, torrentsíður og næst afþreyingarsíður sem ekki verða taldar æskilegar af stjórnvöldum.
Uppeldi barna á að vera í höndum foreldra ekki hins opinbera. Gerum ekki samfélagið að einum stórum leiksskóla.
Vill heimild til að loka fyrir aðgang að tilteknum vefsvæðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.5.2010 | 16:26
Ríkisstofnun beitir fyrir sig grunnskólabörnum
Enginn þarf að efast um það heilsufarstjón sem reykingar valda, enda hefur það verið margsannað. Hins vegar er engin ástæða til að banna reykingar á tóbaki, svo fremi sem neytendur þessa skaða ekki aðra, og sama á við um aðra algenga vímugjafa, eins og kannabisefni. En framleiðsla og neysla þess ætti vitaskuld að vera heimil. Frá sjónarhóli frjálshyggjumanna er affarsælast að einstaklingarnir axli ábyrgð á eigin gjörðum.
Ríkisstofnunin Lýðheilsustöð er hins vegar kominn út a hálan ís þegar hún beitir fyrir sig grunnskólabörnum í viðleitni til að banna reykingar. Er þetta það sem koma skal í skólakerfi landsins - að ríkisstofnanir og skólayfirvöld innræti forsjárhyggju hjá börnum og unglingum? Vonandi ekki.
Rétt er að fræða börn og unglinga um margs konar hættur, til að mynda þær sem fylgja ofneyslu áfengis og tóbaks, of hröðum akstri, ógætilegu kynlífi og þar fram eftir götunum, en það getur ekki verið réttlætanlegt að innræta börnum að boð og bönn séu lausnin.
Vilja banna reykingar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.5.2010 | 14:27
Beiskja vinstrimanna
Hinn sári höfundur bréfsins átti erfitt með að þola það að sjálfstæðismenn væru með kosningagleði frammi fyrir augum hans, en hér er á ferð gamalkunnug beiskja vinstrimanna. Hreyfingar íslenskra vinstrimanna hafa alla tíð verið litlar fámennisklíkur og sama á við um Framsóknarflokkinn í Reykjavík. Sjálfstæðisflokkurinn er hins vegar stór og vel skipulögð fjöldahreyfing, sér í lagi í Reykjavík, og taka þúsundir sjálfboðaliða þátt í starfi flokksins á hverju ári. Það er í rauninni þetta sem angraði vinstrimanninn, sem er vel að merkja bróðir borgarfulltrúa Samfylkingarinnar.
Kvartar undan kosningaáróðri í sundi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.5.2010 | 17:39
Kommúnismi
Þeim er þetta ritar ekki tamt að misnota hugtök, til dæmis með því að uppnefna menn komma og fasista. Hins vegar blasir við Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB, aðhyllist stefnu sem kemst nærri því að nefna megi kommúnisma. Upptaka á eignum tiltekins hóps manna - á grundvelli þess að þeir séu hluti af tilteknum hóp - sver sig í ætt við tal bolsévika um kúlakka, eða rússneska bændaauðvaldið. Þessi málflutningur er einhver sá ógeðfelldasti sem undirritaður hefur lesið lengi. Mannréttindi virðast skipta frúna litlu. Við lestur þessarar fréttar hlýtur að setja óhug að öllum þeim sem kynnt hafa sér sögu alræðisstefna á 20. öld og þá skefjalausu grimmd og það óstjórnlega mannhatur sem einkenndi samfélög sem gerðu eignir manna upptækar á grundvelli tilveru þeirra.
Styðja upptöku eigna auðmanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |