Hrokafullur fjármálaráðherra

Í meðfylgjandi frétt sagði orðrétt:

"Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, sagði að þegar fjárlögum hefði verið lokað í desember hafi verið gert ráð fyrir 153 milljarða halla. Eins og horfum stóðu síðsumar stefndi yfir 180 milljarða króna halla þrátt fyrir aukna tekjuöflun og sparnað um mitt árið."

Þetta er svona ámóta málflutningur og í haust þegar lekið var út að skelfilegar skattahækkanir stæðu fyrir dyrum, en nei bíðum við, síðan eru þær kynntar og þá eru þær "ekki alveg jafn skelfilegar" og í fyrstu áhorfðist.

Skilaboð hins hrokafulla fjármálaráðherra til þjóðarinnar eru: Gerið ykkur þetta að góðu - við gætum pínt ykkur ennþá meira, því okkar er ríkið - mátturinn og dýrðin.


mbl.is Steingrímur: Vel sloppið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sé engann hroka í þessu.

Skil vel að Steingrímur sé ánægður eins og sjálfsagt við öll hin að fjárlagagatið hafi ekki náð 180 milljörðum eins og allt benti til í sumar.

Ekki var það Steingrímur sem bjó til þetta fjárlaga gat. Hans hlutverk er að reina að fylla uppí gatið sem Sjálfstæðisflokkurinn og frjálshyggjan "ykkar" skildi eftir sig. Ekki öfundsvert hlutverk það.

Hanna (IP-tala skráð) 16.12.2009 kl. 14:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband