Hvar eru kvenréttindasinnar nú?

Það er staðreynd - óumdeilanleg staðreynd - að konur fá nánast alltaf vægari dóma en karlar fyrir sömu eða sambærileg brot. Til að mynda hefur kona aldrei fengið 16 ára dóm hérlendis fyrir manndráp, jafnvel þó svo að atvik í sumum málum, þar sem kona var að verki, hafi verið hrottalegri en í öðrum þar sem karlmenn voru að verki og fengu 16 ára dóm.

Er þetta ekki mál sem yfirlýstir jafnréttissinnar ættu að taka upp á sína arma? Hér er augljóslega mismunað á grundvelli kynferðis. Eða skyldi maður öllu heldur tala um kvenréttindasinna? Eru þeir þá þeirrar skoðunar að konur séu bara veikara kynið og þoli ekki harðari dóma?

Öll umræða um þetta misrétti væri þörf.


mbl.is Eins og blaut tuska í andlitið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband