Afnemum hjúskaparlög

Hví skyldi ríkisvaldið láta tiltekin réttindi og skyldur fylgja því að karl og kona kjósi að láta gefa sig formlega saman? Er ekki með þessu verið að mismuna fólki með tilliti til fjölskylduaðstæðna? Í raðkvænissamfélagi nútímans eru fjölskyldur af afar ólíkum gerðum og í reynd er það aðeins arfur liðins tíma að tengja sérstakar réttarfylgjur við samband karls og konu. Hjúskap þarf ekki að skilgreina að lögum, heldur mætti hugsa sér að það væru aðeins trúfélög sem gæfu menn saman og þá án allra afskipta hins opinbera. Einstaklingar, einn, tveir eða fleiri geta síðan gert samning sín á milli um hvaðeina sem þá lystir, eftir sem áður.
mbl.is Hjúskapur meira skattamál en áður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband