Kári til fyrirmyndar

Það er þörf á að vekja athygli á ummælum Kára Stefánssonar í meðfylgjandi frétt. Hann dregur réttilega fram að það var hann sem bar ábyrgð á rekstrinum og reynir ekki að kenna öðrum um.

Þetta mætti verða mörgum Íslendingnum þörf ádrepa, sér í lagi almenningi sem oft á tíðum reisti sér hurðarás um öxl í brjálæðislegu neysluæði og vildi síðan kenna öllum öðrum en sjálfum sér um það hvernig fór.


mbl.is Kári áfram hjá ÍE
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er sammála því að viðbrögð Kára eru til fyrirmyndar.  EN það er EKKI Íslenskum almenningi að kenna að glæpalýður í skjóli sjálfstæðisflokksins setti landið á hausinn.  Það gat t.d. enginn heilvita maður látið sér detta í hug að krónan mundi falla um 65% á innan við ári.   Ég vísa því algjörlega þessari árás ykkar á Íslenskan almenning til föðurhúsanna en þetta er svosem ykkur líkt.

One (IP-tala skráð) 17.11.2009 kl. 11:08

2 Smámynd: Höfundur ókunnur

Þörf og góð ábending.

Reyndar torskiljanlegt að kaupandinn vilji halda KS sem forstjóra.

Höfundur ókunnur, 17.11.2009 kl. 16:12

3 identicon

One það er mjög barnalegt að ælta að heimskreppan sé einhverjum stjórnmálamönnum á Íslandi að kenna. Þá er heldur enginn að hér að kenna íslenskum almenning um kreppuna. Það er munur á því að benda fólki á að taka ábyrgð á eigin lífi og ákvörðunum og því að skella sökinn á kreppunni á herðar þess.

Þeir einstaklingar sem fóru ekki á neyslufyllerí standa betur að vígi í dag en þeir sem skuldsettu sig upp fyrir haus. Það er fráleitt að ætla að krónan verði sterk um alla framtíð eða að kaupmáttur hækki um mörg prósent á hverju ári. Einstaklingar verða að gera ráð fyrir niðursveiflum jafnt sem uppsveiflum þegar kemur að persónulegum högum sínum. Ef þú skuldsetur þig út fyrir öll skinsamleg mörk þá er það engum að kenna nema þér.

Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 18.11.2009 kl. 16:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband