Tjáningarfrelsið svívirt

Hún er ótrúleg þessi skjaldborg sem virðist rísa í kringum leiðtoga sósíalista og engu líkara en að í þessu tilfelli sé verið að refsa þingmanninum fyrir guðlast.

Orðum vinstrimanna má ekki andæfa. Þeim sem dirfist að mótmæla einhverju sem frá þeim kemur er krossfestur, stunginn og grafinn, oftast með skömm.

Íslendingar ættu að þekkja þessa helgimynda- og dýrlingavæðingu þjóða best. Nærtækast er að vísa í viðbrögð vinstrimanna og sósíalista við gagnrýni á Evu Joly.

Hana má einfaldlega ekki gagnrýna þar sem hún er heilög, sama gildir um Jóhönnu Sigurðardóttur og Gunnar Andersen forstjóra fjármálaeftirlitsins.

Það verður að teljast hættuleg þróun að tjáningarfrelsi á Vesturlöndum sé fótum troðið með þessum hætti og ekki leggja fjölmiðlar sitt lóð á vogaskálarnar til að sporna við henni.


mbl.is Þingmaður áminntur fyrir að kalla Obama lygara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heyr heyr, orð í tíma töluð. Hér þarf að spyrna við fótum. Við vitum hvernig þetta var í Ráðstjórnarríkjunum og Þýskalandi Hitlers. Vinstrimenn unna bara mannréttindum, eins og tjáningarfrelsi, í orði, en ekki í reynd.

Sigga (IP-tala skráð) 16.9.2009 kl. 13:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband