Einkarekstur er lausnin

Það er orðið löngu tímabært að opinberir aðilar, jafnt ríki sem sveitarfélög, leiti nýrra leiða við rekstur heilbrigðisstofnana. Einkareksturinn er skilvirkari og ódýrari, en Íslendingar búa við eitt dýrasta heilbrigðiskerfi í heimi. Látum afl markaðarins finna hagkvæmustu leiðirnar. Lausnarorðið hér er frelsi. Frelsum heilbrigðisstofnanir og sjúklinga undan opinberri áþján.
mbl.is Hefur áhyggjur af stöðunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikt V. Warén

Já, - eins og með bankakerfið.

Áfram með útrás einkarekstursins, hann hefur sýnt hvað það er "ofboðslega hagkvæmt" að einkavæða. 

Trú ykkar er mikil stákar! 

Benedikt V. Warén, 15.9.2009 kl. 09:15

2 Smámynd: Anderson

Ég hef lengi verið fylgjandi auknum einkarekstri í heilbrigðiskerfinu. Vel má vera að frelsi sé betri kostur, en hins vegar þarf að vanda þar vel. Heilbrigðiskerfi USA er að stórum hluta einkavætt með og er lang dýrasta heilbrigðiskerfi í heiminum. Þar hefur augljóslega eitthvað klikkað. Líklega er það vegna þess að einkareksturinn eða "afl markaðarins" nær ekki optimal lausn þar sem miklar ósamhverfar upplýsingar einkenna heilbrigðisþjónustu. Hafa tryggingafélög þar í landi lagt mikið á sig til þess að vinna úr því með gríðarlegum tilkostnaði.

Er engin heilbrigðisþjónusta einkarekin hér á landi? Ég velti því fyrir mér hvernig það hefur gefist. Annars er ég spenntur að sjá breytingar í þessa átt þar sem kostnaðaraðhald yrði mun skilvirkara að öllum líkindum.

Anderson, 15.9.2009 kl. 09:19

3 Smámynd: Ragnar Freyr Ingvarsson

Naer allar öldrunarstofnanir a Islandi eru thegar einkareknar og reknar af sjalfstaedum felogum. Samt er reksturinn brokkgengur.

Engar sannanir liggja fyrir, theas rannsoknir, ad einkarekid heilbrigdiskerfi se betra en kerfi rekin med opinberu fe. Oll rifrildi um thetta byggja bara a hugmyndafraedilegum kenningum.

Heilbrigdiskerfid i USA, sem ad miklu leiti er einkarekid, fyrir utan Medicaid/VA sjukrahusin sem sinna litlum hluta thjodarinnar, er amk thrisvar sinnum dyrari en i odrum samanburdarhaefum löndum, og samt eru meira en 45 milljonir USA thegna utan tryggingar.

 Kvedjur fra sosialismanum i Svithod, Ragnar

Ragnar Freyr Ingvarsson, 15.9.2009 kl. 09:28

4 identicon

Þetta er ekki rétt! Einkavæðing er það versta sem gæti gerst í heilbrygðiskerfinu hér! Margir spítalar í þýskalandi hafa verið einkavæddir og nú er græðgin í þeim sem eiga spítalana á fullu.

Ég bjó lengi í þýskalandi og hef fylgst með einkavæðingunni þar og lenti inná sama spítalanum fyrir og eftir einkavæðingu, og  ég var í sjokki yfir neikvæðri breytingu!!!

Þeir sem eiga spítalana núna tíma ekki að láta þrífa sjúkraherbergin nema þrisvar í viku!!!!!!!! og starfsfólkið má bara eiða 2-3 mínútum hjá hverjum sjúklingi í einu sökum SPARNAÐAR!!! HALLÓÓÓ!!! Ég hélt að ég væri komin til Indlands á fátækraspítala, var ælandi alla nóttina en það kom enginn í 5 tíma svo ég lá bara máttlaus í ælunni til morgunns!!! Konan í rúminu við hliðina á mér var í dauðateigunum með krbbamein, og henni var sagt að HÆTTA AÐ KVARTA!!!

Guð forði okkur íslendingum frá einkavæðingarklikkuninni, og þeirri græðgi og sparnaði sem því fylgir. Þar á ofan bætist einkaframlag sjúklinga ef þeir leggjast inn, sem var ekki til fyrir einkavæðingu!

Við megum þakka fyrir FRÁBÆRA sjúkraþjónustu hér á landi !!!!!!!!!!!!! 

anna (IP-tala skráð) 15.9.2009 kl. 11:48

5 identicon

Rétt skal vera rétt það eru um 10 til 15 milljón Bandaríkjamanna sem ekki hafa efni á trygginu og stór hluti af því eru innflytjendur. Þá sem alltaf er verið að telja með eru þeir sem kjósa að tryggja sig ekki og þeir sem eru milli trygginga. Þá er Bandaríska ríkið að taka gífurlega mikinn þátt í kostnaði við kerfið og rekstur spítala og nær hlutur ríkisins í dag 46 prósent af heildarveltu kerfisins. Einungis 21 prósent eru fjármunir frá einstaklingum og restin kemur frá fyrirtækjum og góðgerðastofnunum.

Þá er líka rangt að tala um "Bandarískakerfið" þau eru í raun og veru mörg t.d. opinbera kerfið Medicare. Það eru spítalar sem eru alfarið reknir fyrir góðgerðastarf. COTH samtökin reka 416 spítala eða háskólasjúkrahús. 389 barnaspítalar eru reknir alfarið fyrir góðgerðafé í USA. St. Aventine rekur 260 spítala fyrir góðgerðafé og fleirri minni stofnanir og fyrirtæki reka spítala og læknastofur fyrir góðgerðafé.

Einkareknu spítalarnir, skurðstofur og læknastofur eyddu á síðasta ári 13,6 miljörðum dollara í aðgerðir fyrir þá sem ekki höfðu efni á að greiða fyrir þær eða voru án trygginga. Það er meira en heilbrigðiskerfi Íslands, Danmerkur og Svíðþjóðr eyða samanlagt á ári. Þá eru

þá eru 8 sinnum fleirri MRI, CT og fleirri tæki á hverja milljón íbúa í USA en á norðurlöndum og vestur Evrópu. Það eru fleirri sukurðstofur og þær eru opnar 24/7 í USA ólíkt átta til fjögur kerfinu í EU. Ég spyr mig því hvar vilj ég vera ef ég veikist, humm USA.

Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 15.9.2009 kl. 16:45

6 Smámynd: Ragnar Freyr Ingvarsson

Sæll Vilhjálmur

Þú ferð með rangt mál að einungis þessi fjöldi sé án trygginga. Tölurnar eru nær fimmtíu milljónir - lítið mál að finna heimildir þess efnis, meira segja frá forseta Bandaríkjanna, í fjölda heimildamynda og á fjölda heimasíða um ameríska statístík.

Vissulega eru fjölmörg kerfi innan "Bandaríkjakerfisins" -  og margt gott gerist inná bandarískum sjúkrahúsum - alger fásinna að þræta fyrir það. Margt af því besta og því miður líka margt af því versta!

Kostnaður í Bandaríkjunum á hvern landsmann er þrisvar sinnum hærri en gerist í samanburðarhæfum löndum og stór hluti, rúmur þriðjungur, fer í hreina "administration" sem er mun hærra en gengur og gerist annarsstaðar. Samt er ekki hægt að sjá að árangur góðra staða í USA er betri en það sem gengur og gerist til dæmis á Norðurlöndunum, allt frá tölum um dánartíðni nýbura, meðal lífslengd, árangur krabbameinsmeðferðar, hjartaþræðinga, lifun sjúklinga með langvinna sjúkdóma, gigtarsjúkdóma, nýrnasjúkdóma og langvinna hjartabilun.

Rétt er að bandarísk sjúkrahúss hafa auðveldara aðgengi að myndgreiningu. Það verður samt að skoða í því samhengi hvort að það breyti einhverju um meðferðina sem veitt er. Rannsókn sem engu skilar í breyttri meðferð er gagnslaus og rannsókn gerð bara til að verja gegn mögulegri lögsókn getur leitt til ógagns.

Athugasemd þín um skurðstofur skil ég ekki - á öllum þeim sjúkrahúsum sem ég hef unnið á, 2 á Íslandi og 3 í Svíþjóð er allstaðar opnar skurðstofur - allan sólarhringinn. Þegar komið er lengst út í sveitir er lengra í opna skurðstofu en það á við um heim allann - meira segja í USA.  

Á vesturlöndum öllum er fullt af góðum sjúkrahúsum og ég hef engar sérstakar áhyggjur af því að veikjast hvort sem það væri í USA, Frakklandi, Íslandi eða Svíþjóð. Þó hefði ég áhyggjur af reikningum sem ég fengi í USA, af honum fengi ég sennilega magasár!

Ragnar Freyr Ingvarsson, 15.9.2009 kl. 19:24

7 identicon

Það er merkilegt hvað menn geta farið með rangt mál og meira að segja læknar enda eru þeir sem betur fer síst til þess fallnir að sökkva sér í tölfræði. Ekkert illa meint Ragnar en ég vil frekar hafa þig í einhverju gagnlegu fyrir sjúklinga en að liggja yfir tölfræði.

Þær tölur sem þú vitnar í eru tölur um þá sem eru ekki með tryggingu en það er áætlað að 45 milljón Bandaríkjamanna hafi ekki tryggingu. Það er hins vegar einungis 3,3 prósent þjóðarinnar sem hefur ekki efni á tryggingu eða aðgang að slíkri í gegnum vinnuveitanda. Bandaríkjamenn eru hvað 300 milljónir sirka svo þetta eru um 10 milljónir. Það er fjöldinn allur sem kýs að tryggja sig ekki og á hverjum tíma er gífurlegur fjöldi sem er á milli trygginga þar sem löggjöfin úti leyfir ekki flutning á tryggingu milli staða þ.e. frá einum vinnuveitanda yfir á annan. Þetta er auðvitað eitthvað mismunandi milli fylkja en þetta er þumalputtareglan. Því sitja á hverjum tíma milljónir án tryggingar í skemmri tíma. Á 2 ára tímabili var einungis 3,3 prósent sem var án tryggingar allan tímann.

Kostnaður við Bandaríska kerfið er ekki þrisvar sinnum meiri en annars staðar. Meira að segja liberl miðlar í USA tala bara um tvöfaldt dýrara og það er deilt verulega um það enda hefur hvorki OECD eða aðrar stofnanir sem mæla þetta tekið inn í reikninginn embættis og stofnannakostnað í EU sem er töluvert mikill og meiri en í USA. Það er því fráleitt að halda því fram að USA hafi þrisvar sinnum dýrara kerfi.

Auðvitað eru góð skjúkrahús á Íslandi og annar staðar í vestur evrópu enda þróuð ríki. Þau eru bara betri í Bandaríkjunum, meiri tækjabúnaður, fleirri sérfræðingar og meiri þjónusta. Biðlistar hér eru allt of langir og víða í evrópu. Hér skortir alveg einkaframtakið í heilbrigðiskerfið.

Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 15.9.2009 kl. 19:59

8 identicon

Ég veit ekki hvort myndgreining er þörf í öllum tilvikum en ég vil að sjúkrahúsið sem ég leggst inn á, ef svo óheppilega vill til að ég veikist, sé vel búið öllum tækjum.

Þá má heldur ekki gleyma því að fólk sem veikist alvarlega á það til að fara hvert? Jú til USA að fá meðferð. Þetta þekki ég úr eigin fjölskyldu en tveimur ættingjum mínum var vart hugað líf hér heima 1996 og ekki talið hægt að gera nokkuð fyrir þá. Báðir fóru út til USA, fengu þá meðferð sem þurfti og lifa góðu lífi enn í dag. Er þetta undantekning? kannski en ég hef aldrei heyrt af Ameríkönum sem koma hingað eða til EU í meðferð.

Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 15.9.2009 kl. 20:05

9 Smámynd: Ragnar Freyr Ingvarsson

Jaeja Vilhjalmur.

Eg thakka "condesending" toninn i upphafi svars thins. Alltaf god leid til ad raeda malin.

Ekki veit eg afhverju thu heldur ad laeknar seu sist til thess fallnir til ad fjalla um tolfraedi. Vid erum eins og flestar haskolamenntadar stettir sem stunda rannsoknir og thurfa thvi ad vera laesir a "basic tolfraedi". Thu getur eins og eg rynt i tolur og fengid ut mismunandi tulkanir.

Thu matt berja hausnum i steininn eins og thu villt hvad thessar tolur snertir. Herna er frett fra CNN sem thu hefdir kannski gagn a thvi ad gloggva thig a - http://edition.cnn.com/2009/HEALTH/03/04/uninsured.epidemic.obama/ og herna er annar vinkill fra Assoc Press http://www.msnbc.msn.com/id/32776829/ns/health-health_care/.

En sennilega ertu ad lesa - og trua - bara hordustu gagnrynendum ad allir skulu fa tryggingar, td. thessir http://spectator.org/archives/2009/03/20/the-myth-of-the-46-million. En their na tölunni bara nidur i 8,6 milljonir. Og segja ad hinar tuttugu eda svo bara nenna ekki ad tryggja sig.

Jaeja tha - ameriska kerfid er bara tvofalt dyrara. Verandi frjalshyggjumadur og truandi a allt thad goda i einkaframtakinu - aetti ekki USA ad vera odyrara en samfelagsreknu kerfin i Evropu. Og ekki reyna ad svara thvi med ad their hafa svo morg MR/CT taeki - thvi taekjabunadur skyrir ekki munin a ollu thessu. Thad er bara dropi i hafid i ollum rekstri sjukrahussins.

Arid 2005 komst Georg Andersson vid John Hopkins laeknaskolann i USA (med virtustu laeknaskolum i heimi) ad kostnadur i USA vari 5600 dollarar a ari - naest dyrast i Sviss 3500 kall en medaltal OECD vaeri naer 2200 dollurum.  Samkvaemt WHO eyddi USA 6500 dollurum a haus og var ny naerri thrisvar sinnum dyrari en medal OECD landid.

Eg veit ekki afhverju thu ert ad draga embaettismannakerfid i EU inn i thessa umraedu. Vid erum ad raeda um sjukrahus og thar kemur rekstur EU litid naerri. Thad er oruggulega ekkert odyrt ad reka embaettismannakerfi i USA heldur - en thad er efni i adra umraedu.

A islandi er fullt af einkarekstri i heilbrigdiskerfinu, naer oll elliheimili - sem var upphaf thessarar faerslu, allar stofur serfraedinga ut i bae, fjoldi skurdstofa almennra, lyta og baeklunarlaekna. Speglunarstofur, rannsoknarstofur. Allt einkarekid - tho ad miklu leiti fyrir almannafe. Aetli blandad kerfi leidi ekki til hins besta fyrir alla borgara - Hin gullni medalvegur?

Gott ad heyra ad aettingjum thinum lidi vel og eru vid goda heilsu. Island er med samninga vid morg sjukrahus i heiminum thegar kemur ad sjaldgaefum sjukdomum eda thegar mjog serheafdra inngripa er thorf. Children´s hospital i Boston kaupum vid thjonustu af thegar litil born faedast hjartveik. Stundum sendum vid sjuklinga i "second oppion" til Mayo i USA. Til ad fa igraedd hjortu og lungu erum vid med samning vid Svithod sem og mergigraedsla. Igraedda lifur faum vid i Kaupmannahofn. Thessar medferdir eru tho allar greiddar af islensku skattfe. Stutt heimsokn a bradamottoku i Boston (alls fjorar klukkustundir - 5 min laeknisskodun, prydishjukka, ein ogleditafla og 1 liter af NaCl) kostadi eiginkonu mina ruma 1200 dollara.  

Bandarikjamenn fara vida til ad fa medferd. Thad ad thu hafir ekki heyrt af thvi gerir thad ekki osatt eda fjarstadukennt. Blue lagoon a Islandi faer um thessar mundir um 4000 erlenda sjuklinga a ari til medferdar og hluti theirra er einmitt fra USA. En bandarikjamenn hafa litla thorf ad leita til EU/Islands til medferdar enda hafa their naer allt innan sinna landamaera eins og Eu-buar fara i litlu maeli til USA til medferdar.

Thu er ad alhaefa thegar kemur ad thvi ad halda thvi fram ad thonustustigid se haerra, fleiri serfraedingar og allt se betra i USA. Thetta er allt breytilegt eftir sjukrahusum. Eitt er tho satt ad mun fleiri laeknar eru per capita i Skandinaviu en i USA, i flestum löndum Evropu eru ALLIR tryggdir, og arangur medferdar sambaerilegur!

Hafdu thad gott, Vilhjalmur.

Ragnar Freyr Ingvarsson, 16.9.2009 kl. 06:47

10 identicon

Sæll Ragnar

Afsakið hvað ég svara þér seint, hef verið mjög upptekinn í vikunni og ekki haft færi á að svara þér. Það sannast í enn eitt skiptið að læknar eru ekki bestir til þess fallnir að glugga í tölfræði. Eins og ég sagði fyrr þá áttu ekki að taka það persónulega. Ég þekki marga unglækna og þeir eru flestir talnablindir:) En nóg um það.

Þú misskilur algjörlega þessa 46 milljón manna tölu. Það sem ég er að segja er að það eru ekki nema rétt svo 3 prósent Bandaríkjamanna sem hafa ekki efni á tryggingu. Það segir svo ekkert til um það hvað margir hafa ekki tryggingu af öðrum ástæðum. Aðal ástæðan fyrir því að fólk er ekki tryggt í USA er vegna þess að það er „milli“ trygginga. Þetta gerist vegna þess að fyrirtækin eiga trygginguna ekki einstaklingar. Ég er einungis að tala um þá sem hafa ekki efni á tryggingu en það eru rétt rúmar 10 milljónir m.ö.o. 290 milljónir hafa efni á tryggingu.

Þá komum við að kostnaði við „kerfið“ enn og aftur verð ég að minna á að í Bandaríkjunum er ekki eitt kerfi heldur mörg og kostnaðurinn mismikill. Bandaríska ríkið er stór hluti af kerfinu því miður og er m.a. hluti af miklum kostnaði við það. Þó er ein aðalástæðan sú að tryggingakerfið skapar ekki samkeppnina sem það þyrfti að gera. Tryggingakerfið varð til í seinni heimstyrjöldinni þegar launavísitala var fest og fyrirtæki gátu ekki keppt um starfasfólk á grundvelli launa og því fóru fyrirtæki að keppa í tryggingum til starfsmanna og þær voru úrskurðaðar af skattanefnd þingsins utan launagreiðslna og því ekki greiddur skattur af þeim. Ef þú ert með tryggingu og veikist þá spyrðu ekki um kostnaðinn heldur velur þér það dýrasta. Þess vegna hafa margir bent á að betra væri að taka upp Health Savings Accounts, hægt er að kynna sér þá hér http://www.cato.org/subtopic_display_new.php?topic_id=32&ra_id=6

Þú spyrð af hverju ég tali um embættismenn og hvernig það kemur þessari umræðu við. Því er auðsvarað þar sem mikill kostnaður við heilbrigðiskerfi í evrópu liggur í embættismönnum sem starfa við kerfið en eru ekki teknir inn í útreikninga vegna þess að menn horfa einungis á spítalana. OECD mældi rekstur við íslenska kerfið vera 35 milljörðum ódýrar en það í raun er vegna þessa. Munurinn á USA og EU er sá að peningarnir skila sér betur inn á sjúkrahúsin og þar með í umönnum við sjúklinginn.

Fjöldi læna í USA er hærri en á flestum norðurlöndum samkvæmt OECD og bara Ísland er með fleiri lækna á hverja 100 þúsund einstaklinga. Við erum einu sæti fyrir ofan USA en þá bera að nefna að í USA eru flestir sérfræðinga á í heiminum á per 100 þúsund mans. Rússland og Kúba eru með fleiri lækna en norðurlöndin en ég myndi ekki sérstaklega vilja liggja á sjúkrahúsi í þeim löndum.

Í Evrópu er í flestum löndum fólk tryggt en allt of margir fá ekki þær meðferðir sem þeir þurfa vegna fjárskorts í kerfinu, því miður.

Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 20.9.2009 kl. 13:39

11 Smámynd: Ragnar Freyr Ingvarsson

Áhugavert hvernig þú byrjar allar umræður um að segja að ekkert sé mark takandi á læknum og tölfræði. Ekki frekar en aðrar staðreyndir sem þú flaggar - þá hefur lítið fyrir þér og stendur á brauðfótum. Læknar eru flestir ágætlega læsir á tölfræði, sama hvað þú virðist tönglast á öðru. Ég gæti kannski sagt það sama um þig en þá væri ég að leggjast á lægra plan.

Þetta er einkennileg umræða Vilhjálmur og ber þess klár merki að við erum að kennisetningar - eins og ég væri að ræða við prest um hvort guð sé til.

Það að þú segir sama hlutinn aftur - gerir hann engu sannari. Þú virðist öllu fremur vera hálf örvinglaður í þessari umræðu!

Á Íslandi er heilmikið af einkarekstri og það er alveg ágætt fyrir mína parta - einkarekstur er bara ekki eina lausnin í stóra samhenginu. Elliheimilin sem kveikti þessa umræðu mörg hver einkarekinn en það virðist ekki vera nóg til að tryggja arð - þeas ef það er í raun krafan við rekstur heilbrigðisþjónustu.

Ég hef bent á fjölmargar áreiðanlegar heimildir fyrir því að í USA séu færri tryggðir, meðferð sé dýrari og árangur sé sambærilegur.

Það eru til endalausar heimildir fyrir tölum um ótryggða og erfitt að finna annað en að þær standist. Maður þarf ekki að staldra nema stutt á netinu til að finna heimlidir um þetta eins og ég hef áður vísað til. Þaðþarf þó að teygja sig LANGT til hægri að finna þínar heimlidir - og sumar finnur maður hreinlega ekki - eins og þessi catoheimild.

Meðferð er miklu dýrari - skv alþjóðlegum stofnunum (WHO), bandarískum stofnunum, bandarískum læknaskólum (John Hopkins), tímaritum (NEJM). 

Fjöldi lækna per 1000 - þar er USA í 52 sæti og öll norðurlönd og nær öll Evrópulönd fyrir ofan. Gáðu að heimildunum þínum!

 Stundum er það bara þannig í umræðum um trúmál og kennisetningar - trúin blindar og þú virðist staurblindur!

Læt þetta nægja í umræðum við þig Vilhjálmur. 

Hafðu það sem best.

Ragnar

Ragnar Freyr Ingvarsson, 22.9.2009 kl. 14:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband