Sósíalistinn í guðshúsi

Aldrei hefur Steingrímur J. Sigfússon, né aðrir leiðtogar íslenskra sósíalista, beðist afsökunar á því að hafa kallað austrænt einræði yfir íslenska þjóð. Sumir íslenskir skoðanabræður hans voru innstu koppar í búri hjá verstu einræðisstjórnum mannkynssögunnar. Þó svo að heimskommúnisminn ógni okkur ekki lengur með hernaðarmætti, eru sósíalistar lúmskir og lævísir í að koma mannfjandsamlegum boðskap sínum á framfæri. Í Hóladómkirkju réðst Steingrímur að mönnum sem hafa verið í fararbroddi í íslensku viðskiptalífi með ófyrirleitnum hætti, það gerði hann á grundvelli þess að málflutningur hans sjálfs, og annarra vinstrimanna, og framganga öll á umliðnum vikum hefur verið með endemum.

Misvitrir stjórnmálamenn hafa þó lag á að koma sökinni af eigin afglöpum yfir á aðra.


mbl.is Bíður eftir afsökunarbeiðni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Áttu ekki íslenskir sósíalistar að iðrast fyrir Sovíet glæpina.?   þurfa sjálfstæðismenn nokkuð að iðrast fyrir ný frjálshyggjuna ?

Hörður Halldórsson (IP-tala skráð) 17.8.2009 kl. 07:26

2 Smámynd: Skríll Lýðsson

"Sumir íslenskir skoðanabræður hans voru innstu koppar í búri hjá verstu einræðisstjórnum mannkynssögunnar."

Rökstuðning takk fyrir. 

Skríll Lýðsson, 17.8.2009 kl. 08:48

3 identicon

Mjög góð grein. Höfundur hittir naglann á höfuðið - íslenskir vinstrimenn hafa aldrei gert upp við ást sitt á kommúnistaleiðtogum í Austur-Evrópu og víðar, sem voru alræmdir glæpamenn. Fyrir utan það þá var Alþýðubandalagið fjármagnað með framlögum frá Moskvu, enda engin tilviljun að Þjóðviljinn hætti útgáfu þegar múrinn féll.

Þessi Hörður hér ofan ætti að skammast sín fyrir samlíkinguna. Siðprútt fólk líkir ekki saman frjálsum lýðræðislegum stjórnmálaflokkum við kommúnískar alræðishreyfingar. Þá er líka rétt að geta þess að hér var aldrei stundað neitt sem heitið getur frjálshyggja. Hins vegar er rétt að Sjálfstæðisflokkurinn biðji flokksmenn sína afsökunar á því að viðhaft sósíaldemókratíska stjórnarhætti á umliðnum áratugum, sem áttu sinn þátt í efnahagshruninu.

Sigga (IP-tala skráð) 17.8.2009 kl. 10:00

4 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Eftir það sem á undan er gengið, er bæði rökrétt og nauðsynlegt að leggja Sjálfstæðisflokkinn niður og banna starfsemi hans, þar eð öllum má ljóst vera að þessi hrímkaldi flokkur er fyrst og fremst glæpasamtök en ekki stjórnmálaflokkur, sem um árabil hefur stundað efnahagslega hryðjuverkastarfsemi.

Það fer ekki á milli mála, að í rúman hálfann annann áratug ríkti alræði fjármagnshandhafa með fasísku ívafi á Íslandi. Og allir vita hvaða samtök báru fyrst og fremst ábyrgð á því ófremdarástandi. Þess vegna er nauðsynlegt að banna Sjálfstæðisflokkinn með lögum frá Alþingi íslendinga.

Jóhannes Ragnarsson, 18.8.2009 kl. 20:51

5 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Því er svo við að bæta, að Jésús Kristur var róttækur vinstrisósíalisti. Því var það vel við hæfi hjá þeim í Hóladómkirkju að fela sósíalistanum Steingrími J. að halda hátíðarræðu í því merka guðshúsi.

Jóhannes Ragnarsson, 18.8.2009 kl. 21:05

6 identicon

Sósíalistar hafa ofsótt, pyntað, limlest og pyntað kristna menn í stórum stíl, brennt kirkjur. Í árdaga Sovétríkjanna voru kirkjur rændar til að safna fyrir glæpaklíkuna sem hin alþjóðlega kommúnistahreyfing var - og er. Trú á sósísalisma er trú á glæpi og ofbeldi.

frjálshyggjumaður (IP-tala skráð) 18.8.2009 kl. 21:23

7 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Guð hjálpi mér - er þá trúin á sósíalistann Jesú Krist trú á glæpi og ofbeldi?

Hinsvegar tókst auðvaldinu snemma að ræna kirkjunni úr höndum alþýðunnar og gera hana að kúgunartæki. En frjálshyggjuhyski allra alda hefur samt aldrei tekist að gera Krist að hægrigaur og auðvaldshundi, enda var og er maðurinn kommúnisti í besta skilningi þess orðs. 

Jóhannes Ragnarsson, 18.8.2009 kl. 21:38

8 identicon

Í frjálshyggjunni felst trú á manngildi og frelsi einstaklingsins. Sósíalisminn er algjör andstæða - þar vilja menn fjötra menn.

frjálshyggjumaður (IP-tala skráð) 18.8.2009 kl. 22:17

9 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Frjálshyggjan er fyrst og gremst fasismi með pípuhatt. Það er nú öll trúin á manngildi og frelsi einstaklingsins.

Og segið mér piltar, hvernig frelsað frjálshyggjan, framkvæmd af Davíoddsoni og Hanezi Holmstone, einstaklinga á Íslandi? Og hvaða einstaklinga þá helst? Og hvað með manngildið? Hvernig óx það og dafnaði í 1000 ára frjálshyggjuríki Davíðs og Hanezar? 

Jóhannes Ragnarsson, 18.8.2009 kl. 22:39

10 identicon

Það er greinilega ekkert hægt að rökræða við þennan Jóhannes, sem talar bara í innantómum frösum. Menn í hans stöðu, sem ekki kunna skil á einföldum hugtökum eins og frjálshyggja og frjálslyndi ættu síður að tjá sig um þau efni.

frjálshyggjumaður (IP-tala skráð) 19.8.2009 kl. 01:51

11 identicon

Ég vil minna á það að stærsta framkvæmd íslensks ríkisvalds, í mjög svo Stalínskum iðnvæðingar sið, heitir Kárahnjúkavirkjun og var ýtt í framkvæmd af Sjálfstæðisflokknum.

Tóti (IP-tala skráð) 19.8.2009 kl. 17:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband