Vont málfar

Dæmalaust illa máli farnir þessir blaðamenn margir hverjir. "Spekileki" er eitthvert grínorð yfir ATGERVISFLÓTTA.

Það væri viðeigandi ef menn temdu sér rétta orðanotkun á fleiri sviðum. Til að mynda eru margir fjárfestar titlaðir "auðmenn". Það orð er ákaflega merkingarlaust. Að sama skapi mætti kalla þá sem lökust hafa kjörin "fátæklinga" en sleppa starfstitlinum. Auðvitað hafa svokallaðir "auðmenn" ýmsa starfstitla, þeir eru oft á tíðum alþjóðlegir fjárfestar, stjórnarformenn í sínum félögum, tala má um þá sem stærstu hluthaga og þar fram eftir götunum.

Þá verður fólki, sér í lagi vinstrimönnum, tíðrætt um frjálshyggju og frjálshyggjumenn og tala um að "frjálshyggjan hafi leitt hrun yfir þjóðina" og þar fram eftir götunum. Af stöðu orðsins frjálshyggja í þessu sambandi er ljóst að þeir sem nota hugtakið með þessum hætti eiga við sósíaldemókratisma eða aðrar vinstristefnur.

Nóg um málfar að sinni. 


mbl.is Óttast íslenskan spekileka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Væl...

Elías (IP-tala skráð) 17.8.2009 kl. 16:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband