Útlendingahatur

Það var svosem auðvitað að skipuleggjendur undirskriftarsöfnunarinnar beittu fyrir sig bolabrögðum til að fjölga undirskriftum. Annars er tal ríkisvæðingarsinna með ólíkindum í þessu máli sem öðrum. Orkuveita Reykjavíkur er, svo dæmi sé tekið, tæknilega gjaldþrota. Hún er de dacto í eigu erlendra kröfuhafa. Á sama tíma rembast stjórnmálamenn við að rifta löglega gerðum samningum við erlenda aðila um fjárfestingu í íslenskum orkuiðnaði.

Það er ekki von að útlendingar hafi mikinn áhuga á fjárfestingum hér þegar þeir eru jafnskjótt hraktir frá landinu og ráðamenn hóta að rifta gildum samningum. Telja má að útlendingahatur ráði hér för. Íslendingum finnst alltaf sjálfsagt að græða á útlendingum, en taka ekki mál að útlendingar efnist hér á landi.


mbl.is Skráð gegn vilja sínum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Heilaþvegnir frjálshyggju guttar settu þjóðina á hausinn og vilja núna selja orkuauðlindir á slikk til vafasamra aðila sem fara í kringum anda laganna. Pilsfaldakapitalsismi og spilling kom Íslandi í þær ógöngur sem það er í núna. Pilsfaldakapitalismi og spilling mun ekki koma okkur út úr þessum ógöngum.

Að kalla aðkomu Magma erlenda fjárfestingu er náttúrulega alveg ótrúleg veruleikafirring og skortur á gáfnafari og dæmir sig sjálft. :)

Guðmundur Pétursson, 8.1.2011 kl. 13:48

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Guðmundur,

Að vera á móti fjárfestingu útlendinga í íslenskum fyrirtækjum, t.d. þeirra sem dæla heitu vatni úr jörðinni, en hafa ekkert að því að Íslendingar fjárfesti í fyrirtækjum erlendis (t.d. þeirra sem dæla heitu vatni úr jörðinni), er hvað? Að minnsta kosti ósamræmi, svo ekki sé meira sagt.

Helstu "mótrök" þeirra sem vilja ekki að Kanadamenn (með öllum sínum kostum og göllum) eigi hlut í íslensku fyrirtæki hafa verið tæknilegs eðlis (aflandskrónur, skúffufyrirtæki, opinber ívilnun, röng tímasetning, of langur samningstími, of lágur auðlindaskattur). Kannski hafa einhverjir lög að mæla í sínum tæknilegu aðfinnslum. Kannski ætti að einfalda kerfið og gera það jafngegnsætt og fyrir túristann sem kaupir minjagrip á Laugavegi. En eftir stendur að það eru engin haldbær rök gegn því að Kanadamenn fjárfesti í orkufyrirtæki frekar en að Íslendingar haldi sig frá fjárfestingum í orkufyrirtækjum erlendis.

Geir Ágústsson, 8.1.2011 kl. 14:21

3 identicon

Æ þið misskiljið veröldina svo mikið. Bestu kveðjur.

Elvar Geir Sævarsson (IP-tala skráð) 9.1.2011 kl. 03:10

4 identicon

Ég þekki fjölda marga útlendinga frá fátækum löndum og þeir eru meðal minna bestu vina og jafnvel í fjölskyldunni. Það er út af þessum nánu kynnum mínum af þessu fólki og ástandinu í þeirra heimalöndum að ég hata fyrirtæki eins og Magma, ekki útlendingahatri. Magma er eitt af þessum blóðsugu-vampírum sem herjar á saklaust fólk í heiminum, og eitt alræmdasta fyrirtæki heims. Þeir hafa til dæmis keypt upp nánast allt gullið í Perú, sem er sárafátækt land. Flest fátækustu ríki heims eru fátæk aðallega af tveimur ástæðum, skuldaánauð sem gamlir nýlenduherrar hafa hneppt þau í, endalaust þarf að borga Vestrænum þjóðum skuldir og því lítið eftir fyrir skóla og sjúkrahús og slíkt, og svo afþví Vestræn ríki kaupa upp allar auðlindir þessara landa og skilja þau eftir slipp og snauð, enda enginn sem fer vel út úr slíku. Sums staðar gengur ágirndin svo langt að fólk þarf að borga Vestrænum þjóðum fyrir að fá að drekka vatn. Það er til dæmis raunin í Argentínu, þar á franskt fyrirtæki allt vatnið í krananum eftir að stjórnvöld þar hlustuðu á AGS og hlýddu í blindni á sínum tíma....og ef einhver getur ekki borgað vatnsreikninginn, er einfaldlega skrúfað fyrir og getur verið erfitt að opna hann aftur. Svo við tölum ekki um allt gullið og gersemarnar sem er búið að stela úr námum Afríku...Skammastu þín fyrir útlendingahatur þitt að styðja svona fyrirtæki til frekara arðráns og hrægammastarfsemi í boði AGS.

Sigurður (IP-tala skráð) 9.1.2011 kl. 03:52

5 identicon

Sigurður: Hver er helsti vandi þeirra landa sem þú sakar vesturlönd og fyrirtæki eins og Magma um að arðræna? Eru það erlendu fyrirtækin? NEI. Það er ekkert í máli þínu sem bendir til þess að vandi þessa landa séu erlend fyrirtæki. Þú byggir allan þinn málflutning á fordómum og illa upplýstri umræðu. Hernando de Soto hefur rannsakað og skrifað mikið um vandamál ríkja í 3. heiminum. Það sem flest þeirra eiga sameiginlegt er illa skilgreindur eignaréttur, sósíalismi og spillt stjórnkerfi og ótryggt réttarríki.

Ísland er á góðri leið að feta í fótspor þessa ríkja. Fyrirtæki, íslensk sem erlend, verða að geta treyst því að hér ríki réttarríki þ.e. að þau geti treyst því að gildir samningar standi. Einstakligar og fyrirtæki verða að geta treyst því að eignaréttur þeirra sé tryggur en ekki háður dutlungum stjórnmálamanna. AGS er ekki það versta sem kemur fyrir ríki, það versta er oftar en ekki þeirra eigin stjórnmálamenn. Jóhanna og SJS hafa falið strandaða stefnu sína bakvið AGS og íslenskir vinstrimenn láta eins og skattahækkanir sem allt er að drepa hér sé AGS að kenna.

Andri (IP-tala skráð) 9.1.2011 kl. 18:01

6 Smámynd: Steinarr Kr.

Elvar, hvernig misskilja frjálshyggjumenn veröldina?

Sigurður, er betra að gullið sé í jörðinni, þar sem enginn nýtir það, eða getur nýtt það eða að "vondir" útlendingar vinna það og nýta?

Steinarr Kr. , 13.1.2011 kl. 20:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband