Sameinaðir föllum vér

Stjórnvöld á Íslandi hafa óskað eftir "samstöðu" Íslendinga til að komast upp úr kreppunni. Menn eru beðnir um að "grafa stríðsöxina" og "vinna saman" að uppbyggingu Íslands. Óskað er eftir "sátt" um þær leiðir sem stjórnvöld hafa valið til að sigrast á efnahagserfiðleikum Íslendinga.

Jóhanna Sigurðardóttir sagði í áramótaávarpi sínu:

Við stefnum nú þegar í rétta átt og það er sannfæring mín að í sameiningu munum við skapa okkur og afkomendum okkar farsæla framtíð á Íslandi.

Allt þetta tal um samstöðu og samvinnu er góðra gjalda vert. Mönnum vegnar best þar sem þeir geta unnið saman og margar hendur vinna létt verk. En samstaða undir fána stjórnvalda er samt öruggasta leið Íslands til glötunar. Samstaða um sósíalisma ríkisstjórnarinnar er samstaða um glötun Íslands.

Leið Íslendinga úr efnahagsvandræðum sínum liggur á nánast öllum sviðum í þveröfuga átt við þá sem stjórnvöld hafa valið að fara. Hið opinbera á Íslandi er að safna skuldum. Skuldir þurfa að lækka. Hið opinbera er að hækka skatta. Þá þarf að lækka. Skattkerfið er að flækjast á meðan það þyrfti að einfaldast. Sköttum er að fjölga þegar þeim ætti að vera fækka. Regluverkið og opinbert eftirlit vex í umfangi en þyrfti að minnka. Viðskiptahöft (t.d. gjaldeyrishöftin) eru aukin en ætti að vera að fækka. 

Íslendingar þurfa að hrinda þessum sósíalisma af sér og berjast einbeittir og ákveðnir gegn honum. Samstaða um sósíalisma ríkisstjórnarinnar þarf að minnka. Sátt um stefnu stjórnvalda þarf að minnka. Stríðsöxina þarf að slípa en ekki grafa. Það er leiðin út úr vandræðum okkar. Sameinaðir bak við sósílisma ríkisstjórnarinnar föllum vér. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband