Forsendur Framfara

Stjórnmálamenn tala margir um velferð og vinnu en fáir sem engir um framfarir. Of mikil áhersla er lögð á að skapa sem flestum vinnu en lítið sem ekkert rætt um að búa til sem mest verðmæti fyrir sem minnstan tilkostnað. Það tekur 10 verkamenn marga daga að grafa jafn stóran og langan skurð og það tekur einn einstakling á góðri vinnuvél einn dag að vinna. Með auknum framförum nýtist vinnuafl betur til verðmætasköpunar þar sem færri hendur þarf til að búa til sömu verðmæti og áður.

Framfarir auka fjölbreytni og fjölga möguleikum sem við getum starfað við og auka líkurnar á því að einstaklingar finni sér eitthvað áhugavert og skemmtilegt til að taka sér fyrir hendur. Framfarir auka því verðmætasköpun og bæta þar með þau gæði sem standa okkur til boða. Í þessu samhengi má skoða kreppuna í kringum 1918 eftir fyrri heimstyrjöldina en þann vetur voru gífurlegar frosthörkur, spænskaveikin og vöruþurð í landinu. Fjöldi Íslendinga dó á þeim tíma bæði af völdum spænskuveikinnar en ekki síður af völdum skorts á húsaskjóli, aðbúnaðar og matvæla. Kreppan í dag er munaðarkreppa miða við þær sem áður hafa verið og er það allt miklum framförum að þakka.

Framfarir eru ekki verk fárra útvaldra, heldur félagslegt fyrirbrigði, flókið ferli margra og ólíkra einstaklinga. Megin forsendur framfara felast ekki í miðstýringu og stofnanaveldi, heldur fjölbreytileika, samskiptahæfni og samanburði af margvíslegu tagi. Frjálshyggja og frjálst og opið hagkerfi er því ein besta leiðin til að tryggja forsendur framfara. Skýrasta dæmið er flóð nýsköpunarfyrirtækja frá frjálsum hagkerfum t.d. Bandaríkjunum en þaðan höfum við fengið Google, Apple, Facebook og fjöldan allan af öðrum tækifyrirtækjum, framfarir í læknavísindum, verkfræði og öllum öðrum sviðum. Lausnarorðið er þá þrátt fyrir allt FRELSI


Vinstristjórn í villu

Í kreppum koma ávalt fram eftir á spekingar og yfirlýsingaglaðir stjórnmálamenn með nýyrði á hverju strái. Velferðabrú, kynjuð hagstjórn, skjaldborg um heimilin og manaflsfrekar framkvæmdir eru nýyrði sem hljóma í ljósvakamiðlunum frá morgni til kvölds. Stjórnmálamenn og stjórnmálaskýrendur dusta rykið af Keynes og ætla sér að leysa kreppuna með því að „búa til“ störf eða halda í störf þar sem þeirra er ekki þörf. Langtímamarkið víkja fyrir skammtíma lausnum skammsýna og örvæntingafullra stjórnmálamanna sem telja sig þurfa að gera eitthvað. Hvað þá skiptir ekki höfuð máli, krafan er að gera eitthvað.

Það sem ríkið gerir eða gerir ekki getur skipt höfuðmáli hversu snemma eða seint við förum út úr kreppunni og á hvaða grunni við ætlum að byggja hagkerfið upp aftur. Sú aðferðafræði sem einkennt hefur núverandi stjórnvöld byggir á miklum höftum, ríkisvæðingu og miðstýringu. Slík aðferðafræði leiðir aðeins af sér fákeppni, dregur úr verðmætasköpun og hamlar allri nýsköpun og framförum. Þráhyggjan að gera bara eitthvað hefur því leitt okkur að hugmyndafræði sem fyrir löngu var komin á haugana. Það ætti því betur við að vinstristjórnin fundaði á ruslahaugunum en í þjóðminjasafninu.

Það er söguleg staðreynd að þeim mun frjálsari sem hagkerfi eru þeim mun betur vegnar þeim og þeim mun meiri höft sem eru þeim mun verr vegnar. Gott dæmi er um það er kreppa sósíalismans en hún stóð í rúm 70 ár í Sovétríkjunum og stendur enn yfir á Kúbu og Norður Kóreu. Á meðan hafa frjáls hagkerfi vaxið og dafnað leitt af sér nýjungar og framfarir á öllum sviðum. Þá vara kreppur á frjálsum markaði í stutta stund og verða gjarnan vegna leiðréttingar markaðarins á röngum ákvörðunum annað hvort stjórnmálamanna eða fyrirtækja og einstaklinga.

Vinstristjórn Samfylkingar og Vinstri grænna ætlar að leiða okkur inn í kreppu sósíalismans í von um að lina tímabundnar afleiðingar eðlilegrar leiðréttingar markaðarins á afskiptum stjórnmálamanna af vaxtastefnu, lánastofnunum, tröllauknu regluverki og slettirekustefnu í garð fasteingaeiganda. Ágætur hægrimaður sagði eitt sinn: „Vitur maður lærir af mistökum sínum og forðast að gera sömu mistökin aftur en heimskur maður slær höfðinu í steininn og er dæmdur til að endur taka sín, aftur og aftur.“


Best geymdir á Þjóðminjasafni

Sósíalistaflokkarnir tveir sem nú halda um stjórnartauma boða úrelta hugmyndafræði. Þeir eiga því best heima á Þjóðminjasafninu.
mbl.is Fundað á Þjóðminjasafni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ofstækisfullur saksóknari

Það eru ömurlegt að sjá íslenska blaðamenn reyna að hæla hinum ofstækisfulla saksóknara Vinstri grænna, sem lýsir yfir sekt manna án þessa hafa rannsakað mál. Norska frúin grefur undan almennum mannréttindum með málflutningi sínum.


mbl.is Joly snuprar Sarkozy
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Galin hugmynd

Það er eins og menn geri sér enga grein fyrir því hversu gífurlega kostnaðarsamt það er að festa gengi krónunnar. Tilraunir ríkisvaldsins til að reyna að stjórna framboði og eftirspurn eru dæmdar til að mistakast.


mbl.is Festa gengið í 160 - 170
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leggjum niður Varnarmálastofnun

Hver er ætli kostnaður hins opinbera sé af svokallaðri „loftrýmisgæslu“? Eru nokkur rök til þess að halda úti óþörfum kostnaðarlið sem þessum?
mbl.is Norðmenn með loftrýmisgæslu hér á landi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leggjum niður Umferðarstofu

Nú er lag að leggja niður Umferðarstofu. Það eru engin haldbær rök fyrir því að starfræktar séu ríkisstofnanir utan um hvaðeina sem mönnum dettur í hug.
mbl.is Umferðarráð varar við niðurskurði fjármagns til umferðarmála
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tími frjálshyggjunnar er núna

Til hamingju, Ísland, með nýja vinstristjórn. Hún mun nú taka til hendinni við að skuldsetja ríkissjóð og skattgreiðendur á bólakaf og hækka skatta. Þessu hefur verið lofað og við það verður staðið.

Frjálslyndir Íslendingar mega vitaskuld vera hræddir og áhyggjufullir, enda full ástæða til þess. Óþarfi er samt að eyða of miklu púðri í vangaveltur um hagstjórnarmistök vinstrimannanna. Þau eru sögulega vel þekkt og ættu ekki að koma neinum á óvart. Púðrinu á miklu frekar að eyða í það sem koma skal þegar vinstristjórnin springur eða kjörtímabili hennar lýkur.

Í mínum huga er ein helsta skýringin á hruni íslenska hagkerfisins og fylgistapi Sjálfstæðismanna sú að Sjálfstæðismenn hafa gleymt rótum sínum. Þeir stýrðu hverri einustu aukakrónu skatttekna í góðærinu út í eyðslu og útþenslu hins opinbera. Þeir framfylgdu peningamálastefnu í anda Keynes  til að byggja upp mikla peningabólu sem varð að húsnæðis- og hlutabréfabólum. Að auki fengu bankarnir nánast ótakmarkað svigrúm til að skuldbinda sig í erlendri mynt í skjóli ætlaðrar ríkisábyrgðar. Þegar Sementsverksmiðja ríkisins var einkavædd þá fékk hún skýr skilaboð um að hún væri ekki á ríkisábyrgð. Bankarnir fengu engin slík skilaboð og héldu, með réttu, að Seðlabanki Íslands væri til staðar til að fjármagna áhættusækni þeirra. Þeir tóku áhættu og núna ætlar ríkið að bjarga þeim.

Sjálfstæðismönnum mistókst að rjúfa tengsl ríkisvalds og hagkerfis með því að neita að sleppa taumunum á bankakerfinu. Þeim mistókst að stöðva fjöldaframleiðslu á íslenskum krónum.

Frjálshyggjumönnum mistókst að veita Sjálfstæðismönnum aðhald frá hægri, og mistókst að koma rödd sinni á framfæri.

Núna eru Sjálfstæðismenn komnir í minnihluta á Alþingi. Þann tíma eiga þeir að nýta til að dusta rykið af hugmyndafræði sinni, flytja sig eins langt frá miðju stjórnmálanna og hægt er, og verða á ný skýr valkostur við miðju- og vinstriflokkana sem nú sitja við kjötkatlana. Á meðan vinstristjórnin leggur Ísland í rúst, þá eiga hægrimenn að gera upp við sig hvernig á að byggja á þeim rústum.

Peningamálastefna byggð á aðskilnaði ríkis og banka, ríflegar skattalækkanir, róttækur niðurskurður í umsvifum hins opinbera og niðurfelling á öllum viðskipta- og gjaldeyrishöftum við útlönd eru vel sannaðar lækningar við erfiðum kreppum. Þær eiga að vera í boði hjá frjálslyndum frambjóðendum við næstu kosningar svo enginn vafi sé á því um hvað er kosið.

Tími frjálshyggjunnar er núna!

- Geir Ágústsson

Þessi pistill birtist áður á frelsi.is


Tækifæri í niðurskurði

Það er löngu tímabært að skera niður ríkisútgjöld, enda hefur opinberi geirinn þanist gríðarlega út síðastliðna áratugi. Nú er tækifæri til að hverfa af braut óráðsíu í ríkisrekstri og taka upp sparnað og aðhaldsstefnu. Þarf til að mynda að eyða 66 milljónum af almannafé ár ári til rekstrar Jafnréttisstofu?
mbl.is Róttækar og erfiðar ákvarðanir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hamingjuóskir

Það er full ástæða til að óska sjálfstæðismönnum til hamingju með daginn. Það hefur verið gæfa þjóðarinnar í áttatíu ár að stærsti flokkurinn er alltént ekki vinstra megin við miðju. Flokkurinn mætti þó létta af sér oki sósíalismans og hverfa aftur til grunngilda sjálfstæðisstefnunnar. Þá mun honum farnast vel.
mbl.is Sjálfstæðisflokkurinn áttatíu ára
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband