Ofstækisfullur saksóknari

Það eru ömurlegt að sjá íslenska blaðamenn reyna að hæla hinum ofstækisfulla saksóknara Vinstri grænna, sem lýsir yfir sekt manna án þessa hafa rannsakað mál. Norska frúin grefur undan almennum mannréttindum með málflutningi sínum.


mbl.is Joly snuprar Sarkozy
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Fram til þessa hafa það verið talin mannréttindi að vera ekki gerður ábyrgur fyrir gjörðum annara. Nú er það svo að örfáir einstaklingar með fulltingi 3ja stjórnmálaflokka hafa gert heila þjóð ábyrga fyrir stjarnfræðilegum fjárglæfrum þessara örfáu einstaklinga. Slíkt athæfi er ofstækisfullt og grefur undan öllum sjálfsögðum mannréttindum s.s. aðgengilegu menntakerfi, heilbrigðiskerfi og almannatryggingakerfi, ekki skoðun norsku frúarinnar á vafasamri hegðun Berlusconi og hins franska Sarkozy.

Annars langar mig að þakka ykkur fyrir að leyfa frjáls skoðanaskipti á þessari síðu og vona að þið samþykkið beiðni mína um bloggvináttu.

kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 27.5.2009 kl. 01:55

2 identicon

Er það ofstæki ef þaulreyndur og virtur saksóknari talar um sekt manna án þess að hafa rannsakað málið til fulls? Hún lýsir skoðun sinni eftir lágmarksrannsókn úr fjölmiðlum og samtölum. Það er líka rannsókn, á frumstigi að vísu. En sektin var HRÓPANDI AUGLJÓS öllum sem vilja sjá og heyra.

Rósa (IP-tala skráð) 27.5.2009 kl. 11:15

3 identicon

Ég er sammála þér Arinbjörn það er ólíðandi að við séum ábyrg fyrir gjörðir annarra og sérstaklega þegar við höfum ekki gengist sjálfviljug í ábyrgð. Það gæti þó einhver haldið því fram að við kusum þennan sósíalisma yfir okkur. Ég segi þá bara: „ekki ég“ 

Nú ætla ég að vera leiðinleg og segja þér að það er ekkert sjálfsagt við aðgang að menntakerfi, heilbrigðiskerfi eða almannatryggingum og þessi réttur á ekkert skylt við mannréttindi. Hér ertu að tala um forréttindi sem við njótum og á kostnað annarra. Hvorki ég nú þú greiðum að fullu fyrir okkar heilbrigðisþjónustu eða menntakerfi þar sem kostnaðinum er velt yfir á vinnumarkaðinn þar sem farið er í vasa vinnuveitenda og launþega. Í besta falli má kalla þetta félagsleg réttindi en í raun eru þetta forréttindi sem við eigum ekki að taka sem sjálfsögðum hlut. Þú myndir ekki kalla það sjálfsögð réttindi ef nágranni þinn keypti alltaf í matinn fyrir þig.

Já Rósa það er ofstæki að ÞAULREYNDUR og VIRTUR saksóknari sé að tjá sig um sekt manna sem njóta þeirra réttinda að vera taldir saklausir þar til sekt þeirra er sönnuð. Spurning hvort þú hefðir aðra skoðun á málinu ef þú sætir undir ásökunum um sakhæft athæfi sem þú teldir þig saklausa af. Þér kann að finnast einhver sekur og þú hefur fullan rétt á því að tjá þig um það en saksóknari sem á að koma að rannsókn málsins má ekki og á ekki að tjá sig um sekt þeirra sem rannsóknin snýr að.

Landið (IP-tala skráð) 27.5.2009 kl. 15:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband