Hvað er jafnrétti?

Á vorum dögum er gjarnan notast við hugtök á borð við "jafnrétti til náms", en hvað felst í þessu í raun? Hvað með þá sem eiga ekkert erindi í háskóla vegna þess að þeim myndi henta betur að stunda annað nám eða vera við vinnu - á ríkið líka að sjá til þess að þeir stundi háskólanám?

Erum við ekki komin í tómar ógöngur í menntakerfinu sem miðast ekki við þarfir fjölbreytts atvinnulífs heldur þarfir opinbera gerans sem fjármagnar allt batteríið. Að fenginni reynslu að dæma eru miklar líkur á því að stúdína sú sem rætt er við í fréttinni muni verða opinber starfsmaður.

Þessar spurningar eru allar vel viðeigandi nú þegar mikið er rætt um "atvinnusköpun" og "nýsköpun". Mun meirihluti þess fólks sem situr á skólabekkjum háskólanna enda sem opinberir starfsmenn? Er skólakerfið ekki beinlínis dragbítur á framfarir í atvinnulífinu eins og á málum er haldið nú um stundir?


mbl.is Háskólanám að verða forréttindi hinna efnameiri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég veit ekki hvort þú hefur ekki tekið eftir því en það er enginn vinna í boði fyrir neinn. Á var á atvinnuleysisbætur í smá tíma og sótti um að minnsta kost einu sinni á dag yfir öll þau störf sem voru laus á vmst.is, mbl.is, og vinna.is. Mér var alveg sama um hvers konar vinnu og laun var að vera að bjóða, svo lengi sem þetta var "vinna"! Ég fékk aldrei neitt svar til baka. Ég endaði með að senda öll helstu fyrirtæki á landinu ferilskrána mín og C.V.'ið mitt og fékk aðeins svar frá þremur fyrirtæki sem kölluðu mig í viðtal. Ég fékk svo tilkynningu um að ég hafi ekki fengið vinnu hjá þeirra fyrirtæki því að ég hafi ekki haft nægilega góða menntun eða að ég hafi ekki haft nógu langa starfsreynslu. Ég ákvað þá bara að skella mér í Háskólann og lifa á námslánum þangað til þetta kreppu tímabil endar ...En núna er ég að klípa í handarbakið mitt að óttast við það sem mun brátt koma: sumarið! Ég búinn að sækja um sumarvinnu frá því í byrjun Janúar og er ekki ennþá búinn að fá neitt svar. Ég veit að það er of snemmt að byrja að óttast en því meira sem maður les um vinnuástandið á Íslandi þá getur maður ekki annað en að fara að kvíða fyrir næstu mánuðirnir. Ég er einnig kominn rosalega leiður á tillitsleysi Íslendinga gagnvart fólki sem vantar vinnu, ég er búinn að heyra allt of oft frá of mörgum manneskjum sem eru með fasta vinna að segja: "Hva' er malið madur? þegar eg var í skóla thá var ógjeðslega auðvelt að fá sumarvinu, hættu að kvarta..." . Sumt fólk hér á Íslandi mega byrja að vakna við raunveruleikann.

Henry (IP-tala skráð) 2.3.2010 kl. 15:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband