Hinir nýju lénsherrar

Matsfyrirtækin sem ekki sáu fyrir hrunið, settu hrun-banka um allan heim í hæstu lánshæfisflokka og spáðu jafnvel hækkunum um allt að 40 prósent fyrir árið 2008 eru nú farin að tjá sig um getu Íslands til að greiða skuldir sínar. Röksemdafærsla þeirra byggir á því að þeim mun meiri skuldbindingar sem ríki taka á sig þeim mun hærri flokk komast þau í. Það er öllu skinsamlegu fólki ljóst að hér ráða hagsmunir kröfuhafa sem höguðu sér óábyrgt í lánveitingum sínum.

Matsfyrirtæki á borð við Moodys eru lítið annað en rotnar stofnanir deyjandi pappírspeningakerfis. Andstaða Íslendinga við aðför Breta og Hollendinga í nafni pappírspésana hræðir hina nýju lénsherra heimsins, matsfyrirtækin. Hræðslan er fólgin í því að heiðarlegt og eljusamt fólk um allan heim dragi línu í sandinn og segi hingað og ekki lengra, við berum ekki ábyrgð á óábyrgir fjármálastefnu fjármálafyrirtækja. Þá óttast stjórnmálamenn um allan heim að missa tökin á peningaprentun þegar krafa um heilbrigða gjaldmiðla bundna við verðmæti kemur fram. Þeir óttast þó mest að þurfa að stunda ábyrga efnahagsstjórn.

Ísland er eina landið í heiminum sem hefur sett fótinn niður og sagt hingað og ekki lengra. Það hefur því aldrei verið nauðsynlegra fyrir nokkra þjóða og það er fyrir Ísland að segja NEI við Icesave og gefa öðrum þjóðum fordæmi fyrir því að gerast ekki þrælar hinna nýju lénsherra.  Við viljum búa í frjálsu landi, taka okkar eigin ákvarðanir og við eigum að gera þá kröfu að einstaklingar og fyrirtæki beri ábyrgð á sjálfum sér, ekki skattgreiðendur.


mbl.is Ísland á leið í ruslflokk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Marsfyrirtækin gáfu bönkunum afleita einkun allt arið 2008. http://www.visir.is/article/20080806/VIDSKIPTI06/433561608/1052

En hinsvegar gaf FME bönkunum topp einkun.

Ef við viljum búa frjáls og taka okkar eigin ákvarðnair þá hjálpar það ekki ef Ísland verður gjalþrota vegna þes að við erum að sína svokölluðum lénherrum puttann.

Sleggjan og Hvellurinn, 26.2.2010 kl. 19:51

2 identicon

Það er furðulegur málflutningur að ætla að Íslandi fari á hausinn við það eitt að taka ekki á sig frekari skuldbindingar. Ekki bætir það greiðslugetu okkar að taka á okkur kröfu sem nemur nærri 50 prósent af VLF.

Þá vil ég benda mönnum á að Glitnir var með góða lánshæfiseinunn allt til þess dags þegar ríkið ákvað að taka yfir bankann: http://www.mbl.is/mm/vidskipti/frettir/2008/09/30/moody_s_laekkar_einkunn_glitnis/

Rétta leiðin í þessu máli er að hætta samningaviðræðum um kröfu sem kemur okkur ekki við. Ef ríkisstjórnir Bretlands og Hollands telja íslenska ríkið eiga aðilda að þessu máli þá vísum við þeim bara leiðina á Héraðsdóm. Þannig að málið fari í sinn eðlilega farveg.

Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 26.2.2010 kl. 20:34

3 identicon

Fyndið að sjá frjálshyggjufélög andskotast út í sína eigin króga. Múdís er sannarlega enginn sósílalistaklúbbur, enn síður þessir ógnvænlegu einkabankar (sem Davíð og Halldór gáfu vinum sínum hér um árið, frjálshyggjuliðinu til mikillar . ánægju) heldur einmitt tæki auðvaldslíðsins til að regúlara eigin vitleysu. Þannig að góðu bestu ráðist á garðinn þar sem hann er dálítið lægri og hættið að daðra við pupulinn til að afla ykkur fylgis. Múdís er nefnilega verkfæri hins svokallaða frjálsa markaðar til að hjálpa fjárfestum til að varast smitgemlinga eins og Íslendinga sem enginn vill lána krónu -- enda vilja þeir bara borga til baka það sem þeim finnst sanngjarnt. Ólíklegt að frjálshyggjuliðinu hugnist slík vitleysa!

Pétur (IP-tala skráð) 26.2.2010 kl. 23:57

4 identicon

Það eru að verða 100 ár síðan Frjálshyggjumenn byrjuðu að gagnrýna það kerfi sem keyrt var og hefur verið keyrt á alla 20. öldina og nú í upphafi 21. aldarinnar. Fjöldi Frjálshyggjumanna vöruðu við afleiðingum þessa kerfis og má þar t.d. nefna Peter Schiff sem bæði skrifaði og hélt fyrirlestra um væntanlegt hrun á árunum 2005 til 2008. Ron Paul sem hefur gagnrýnt mikið bandaríska seðlabankann og að ógleymdu alla hagfræðinga af austuríska skólanum auk fjölda frjálshyggjumanna hérna heima. Einkareknir bankar með ríkisábyrgðir, "öruggar" innistæður og fleira er fengið úr smiðju jafnaðarmanna.

Það er eitt að grungildum frjálshyggju að einstaklingar beri ábyrgð á eign gjörðum. Því stangast ríkisábyrgðir sem hér hafa tíðkast sem og víða á við stefnu frjálshyggjumanna. Ég legg það til Pétur að þú leggir í aðeins meiri rannsóknarvinnu áður en þú tjáir þig hér næst.

Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 27.2.2010 kl. 00:43

5 Smámynd: Hjalti Sigurðarson

Skammtímamat moodys á Glitni var 30.sept 2008 P-1 eða hæsta einkunn.

Moggafrétt um lækkun eftir yfirtöku tilboð Glitnis

Hjalti Sigurðarson, 27.2.2010 kl. 09:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband