23.2.2010 | 20:15
Að þekkja sinn vitjunar tíma
Þegar einstaklingar hafa rekið fyrirtæki í þrot er góð regla að hleypa öðrum að. Það veltur þó ávalt á kröfuhöfum hver eignast gjaldþrota fyrirtæki ef nokkur. Það er hins vegar ljóst að hver og einn sem tók þátt í skoðanakönnuninni getur kosið að versla við önnur fyrirtæki en þau sem rekin eru af Hagar. Það mun á endanum vera markaðurinn þ.e. neytendur sem ráða því hvort Hagar stendur eða fellur.
Kjósi fólk að halda áfram að versla í Bónus, Hagkaup, 10-11 og öðrum fyrirtækjum Hagar þá er ljóst hvert traust neytenda er eða verður við nýja eigendur.
Segir viðmót viðskiptavina Haga annað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.2.2010 | 19:44
Óþarfa afskiptasemi
Það er merkilegt að íslenska ríkið skuli skipta sér af því hver má og má ekki fá gjafaegg. Sú goðsögn að ein tegund fjölskyldumynsturs sé betri en önnur hefur verið haldið allt of lengi á lofti og orðið til þess að stjórnvöld hafa hingað til talið sig geta dæmt um það hver á rétt á tæknifrjóvgun og hver ekki.
Væri ekki eðlilegt að þeir einstaklingar sem leitiðu slíkra ráða greiddu fyrir aðgerðina sjálfir og það væri þá þeirra sem seldu þjónustuna að dæma um hæfi fólks.
Einhleypar megi fá gjafaegg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.2.2010 | 18:09
Hvenær er nekt ekki klám
Femínistar hafa lagt mikið kapp á að koma í veg fyrir allt klám. Hvers vegna þær taka ill í nakið fólk er erfitt að átta sig á en eitt er ljóst að ekkert klám má eiga sér stað fyrir þeim því það eitt og sér er móðgun við konur. Ef banna ætti allt sem móðgaði kvenþjóðina væri lítið afþreyingarefni eftir fyrir okkur blessuðu strákana.
Þetta uppátæki listamannsins er skemmtilegt og minnir okkur á að ekki er öll nekt klám og ekkert við klám sem við þurfum að óttast eða telja óeðlilegt. Þær femínistur sem ekki vilja klámið geta einfaldlega kosið að kaupa það ekki, þannig virkar frjáls markaður þ.e. valdið er hjá hverjum og einum einstakling að velja og hafna vörur og þjónustu á markaðnum.
Nakið fólk óskast í Sydney | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 24.2.2010 kl. 00:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.2.2010 | 17:55
„Meira Lýðræði“
Það er ekkert út hagræðingu í rekstri sveitafélaga að setja en að ætla að auka lýðræði er enn eitt poppúlistatrikkið í ermi stjórnmálamanna. Nú styttist í kosningar og Sjálfstæðismenn í borginni ætla greinilega að kaupa sér atkvæði með sjónhverfingum um aukið lýðræði. Nýlega var sett á stað veigamikil skoðanakönnun íbúalýðræði á kostnað útsvargreiðenda til þess eins að gefa stjórnmálamönnunum tækifæri á að slá sig til riddara rétt fyrir kosningar.
Ef það er raunverulegur vilji Sjálfstæðismanna að auka aðkomu borgarbúa að ákvörðunum ættu þeir að minnka umsvif borgarinnar, lækka útsvar og færa þannig valdið frá valdhöfum í borginni til einstaklinga. Vandamálið með Sjálfstæðisflokkinn eins og aðra Mið-hægriflokka að þeir segja eitt en gera annað, eins og dæmin sanna á þessu kjörtímabili.
Leiðtogafundur höfuðborga í Reykjavík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 24.2.2010 kl. 00:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.2.2010 | 14:19
Að kjósa með kortinu
Kosturinn við frjálsan markað er að fólk getur kosið með kortinu þ.e. verslað annar staðar en í verslunum Hagar. Þá er það líka regla á frjálsum markaði að þeir sem setja fyrirtæki á hausinn eignist þau ekki aftur úr höndum kröfuhafa eftir afskriftir. Það er því nokkuð ljóst að sá sem hér situr og skrifar ætlar að taka öll sín viðskipti frá Arion bank og versla marvörur sínar á öðrum stað en í verslunum Hagar.
80% vilja ekki Jóhannes í Bónus | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.2.2010 | 14:03
Hernaðarbrölt Obama
Forsetatíð Obama byrjar ekki vel ef hann ætlar að halda uppteknum hætti frá tíð Bush með viðamiklu hernaðarbrölti. Það er engin afsökun að hann hafi fengið í arf þau vandamál. Stríðsrekstur á aldrei að vera lausn við deilum tveggja aðila.
Bandaríkin eru öflugast efnahagsveldi á hnettinum og ættu miklu frekar að beita sér fyrir frjálsum viðskipum um allan heim. Opna fyrir viðskipti við ríki á borð við Kúbu og N-Kóreu. Með efnahagslegum umbótum fjarar undan einræðisstjórnvöldum um allan heim.
Mannskæð sprengja í Afganistan | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.2.2010 | 14:02
Ofbeldi er engin lausn
Þeir sem beita fyrir sig ofbeldi skaða um leið eigin málstað. Ofbeldi hvort sem það er líkamlegt eða andlegt er óásættanlegt. Þá skiptir ekki máli hvort því er beitt af ríkisstjórnum eða einstaklingum.
Margir mættu taka sér Frjálshyggju til fyrirmyndar enda ofbeldislaus stefna sem byggir á frelsi einstaklinga frá þvingunum og ofbeldi.
Bílsprengja á N-Írlandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.2.2010 | 13:40
Helgar tilgangurinn meðalið?
Stjórnvöld eru gjörn á að réttlæta afskipti sín af neysluvenjum og einkahögum fólks með því að benda á tilganginn. Það er ekki nokkur vafi í mínum huga að umferðaóhöppum myndi fækka ef einkabíllinn væri bannaður. Færri íþróttameiðsli ef hættulegar íþróttir og tómstundir yrðu bannaðar og þarf eftir götunum.
Það er mjög gott að alvarlegum glæpum hefur fækkað sér í lagi nauðgunum en hefði ekki mátt ná sama árangri með öðrum hætti en að hefta einstaklingsfrelsi fólks? Bæði með forvarnarstarfi og hertri refsilöggjöf.
Ef við sættum okkur við að tilgangurinn helgi meðalið, hvar drögum við þá mörkin?
Færri afbrot eftir brennivínsbann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.2.2010 | 13:15
Sumt gott annað ekki
Það eru margt gott að finna í þessari bænaskrá, ef svo mætti kalla. Það er löngu tímabært að losa Ríkisútvarpið undan klóm pólitíkusa og fráleitt að láta hvern landsmann greiða fyrir báknið. Þá eru styrkir til listamanna óþarfir og þjóna engum tilgangi.
Hins vegar kemur upp aftur og aftur sú furðulega krafa að allan kvóta eigi að taka ef þeim sem nú hafa yfirráð yfir honum og færa til þjóðarinnar. Mætti þá ekki fara fram á að allt land af bændum verði tekið af þeim og fært til þjóðarinnar? Sumarbústaðajarðir og önnur fríðindi?
Fiskveiðistjórnunarkerfið er ekki fullkomið, langt í frá, en það er sanngjarnara en flesta grunar. Öll erum við sammála um mikilvægi þess að vernda fiskistofna umhverfis landið. Það verður að gera á einhvern hátt. Sú leið sem við ákváðum að fara var að setja hámark sem mátti veiða og úthluta hlutfalli af því hámarki til þeirra sem stunduðu veiðar.
Í hverju var ósanngirnin fólgin þegar kvótanum var komið á? Átti að láta þá sem höfðu fjárfest í sjávarútvegi greiða fyrir kvótann í upphafi? Hefði það verið sanngjarnt, á meðan þeir sem kusu að fjárfesta í öðrum atvinnugreinum væru ekki beittir sömu þvingunum. Það var eðlilegast og sanngjarnast að þeir sem tóku áhættu og lögðu sitt fé í sjávarútveg fengu kvóta. Þá má minna fólk á að kvótakerfið var ekki komið hundrað prósent á fyrr en 2004 og því má spyrja af hverju fleiri fóru ekki á sjó fyrir þann tíma. Þá er enginn kvóti á Gulldeplu en ekki er að sjá að hér hafi bátum fjölgað og fólk streymi á sjó til veiða.
Nýtt Ísland vill loka sendiráðum og lífeyrissjóðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.2.2010 | 11:18
Hugmyndafræði Jóhönnu
Það er venjulegu fólki algjörlega óskiljanlegt af hverju íslenska ríkisstjórnin hefur stillt sér upp í lið með Bretum og Hollendingum. Það er hins vegar ekki svo fjarstæðukennt ef litið er til hugmyndafræði þeirra flokka sem nú fara með völdin í landinu. Vinstrimenn eða félagshyggjufólk eins og það vill nefna sig leggja áherslu á samhjálp/samtryggingu í nafni þvingana. Hugmyndafræði þeirra gerir ekki ráð fyrir því að fólk beri ábyrgð á sjálfu sér og sínum eignum heldur samfélagið. Nú skiptir ekki máli hvort einstaklingar telja sig þurfa eða vilja taka þátt því félagshyggjufólkið er mætt til að hugsa fyrir okkur og segja okkur fyrir verkum, til þess að bæta líf okkar að þeirra mati.
Icesave er lítið annað en velferðahjálp ríkafólksins. Systurflokkur Samfylkingarinnar í Bretlandi sem fer með völdin þar tók þá ákvörðun að bjarga öllum stærstu bönkum landsins á kostnað vinnandi fólks í Bretlandi. Þar eru í stjórnum og stjórnunarstöðu sömu menn og áður og hluthafar héldu öllu sínu. Það er því engin furða að vinstirmenn/félagshyggjufólk skuli telja það rétt að skattgreiðendur á Íslandi skuli einnig fá að borga.
Frjálshyggjumenn hafa ávalt verið á þeirri skoðun að hver og einn beri ábyrgð á sjálfum sér og sínum eignum. Það er ekki siðferðislega rétt að færa ábyrgð hvort sem það er á skuldum eða öðru yfir á aðra einstaklinga án þeirra samþykkis. Þeir sem lögðu sparifé sitt inn á Icesave tóku þar með áhættu og töpuðu. Það fólk getur engum öðrum kennt en sjálfum sér, eins sárt og það er að tapa sparnaði sínum.
Ísland fallist á forsendurnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |