Skiptir engu

Það skiptir út af fyrir sig engu máli hvort að í stjórnum fyrirtækja sitji eintómir menn eða eintómar konur - eða eitthvað þar á milli. Raunverulegt jafnrétti felst í því að meta einstaklinga á grundvelli reynslu þeirra, þekkingar og hæfni hvers konar - en óháð kynferði, trúarskoðunum, kynhneigðum, stjórnmálaskoðunum og þar fram eftir götunum.

Þeir sem mæla svokölluðum kynjakvótum bót eru í reynd að boða misrétti.


mbl.is Kynjahalli í æðstu stjórn fyrirtækja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Oddgeir Einarsson

Það á enginn rétt á því að vera metinn út frá tilteknum mælikvörðum þegar ráðið er í stjórnir einkafyrirtækja.

Eigendum einkafyrirtækja er frjálst að ráða bara konur, rauðhærða, eða þroskahamlaða í stjórnir sínar ef þeim sýnist svo. Fyrirtæki með þannig mælikvarða takmarkar þó auðvitað þann mannauð sem það hefur úr að velja við ráðningar og á á hættu að verða undir í samkeppni við fyrirtæki sem ekki takmarka sig með þessum sérkennilega hætti.

Það væri hins vegar misrétti ef eingöngu karlar, rétthentir eða málhaltir mættu stofna eða eiga fyrirtæki.

Oddgeir Einarsson, 27.11.2009 kl. 13:18

2 identicon

Hárrétt athugasemd, spekúlantar. Þetta er svokallað jákvætt misrétti (mismunun) sem hefur rætur sínar í þeim skoðunum að samfélaginu beri að leiðrétta sögulegt og menningarlegt misræmi sem hefur skapast af óréttlæti fyrri tíma, vegna þess að það sé ekki fólki að kenna hvar það fæðist, af hvaða kyni o.s.frv. Það er staðreynd að það er mikil og rótgróin mismunun gegn kvenfólki í menningu okkar sem frjálshyggjan hefur engin tæki til þess að berjast gegn, þar sem hún viðurkennir ekki að samfélagið megi grípa inn í (það er jú, ekkert samfélag, bara samansafn einstaklinga). Fólk sem viðurkennir samfélagið telur hins vegar að okkur beri að leiðrétta sögulega mismunun; jákvæð mismunun er eitt af tækjunum sem við höfum til þess. Vandinn er bara sá að frjálshyggjan viðurkennir ekki að eitthvað geti verið óréttlátt ef frjáls markaður nær ekki að leiðrétta það.

Finnur G. Olguson (IP-tala skráð) 29.11.2009 kl. 04:50

3 identicon

Finnur opinberar enn og aftur fáfræði sína.

Sú afstaða hans að réttlátt sé að refsa einum hóp eða hygla öðrum vegna sögulegs óréttlætis er vottur um eindæma siðferðisbrest og algjöran dómgreindarskort. Með hans rökum mætti réttlæta refsingar á öllum þjóðverjum fyrir glæpi gegn gyðingum eða alla Rússa fyrir útbreiðslu kommúnismans og allra þeirra dauðsfalla sem hann olli. Hópur getur ekki borði ábyrgð nema í hlutfalli við sök hvers og eins. Þá eru einstaklingar aðilar í mörgum hópum. Sjálf er ég í hópi hægrimann, hópi kvenna, hópi ÍR-inga, hópi lögfræðinga, hópi MR-inga, hópi skuldlausra, hópi jólabarna o.fl. Hópahyggja er hættuleg eins og orð Finns sanna og sýna.

Þá gerir hann heldur ekki greinarmun á samfélagi það er hópi einstaklinga á ákveðnu svæði og ríkinu þ.e. handahafa þvingunarvalds á ákveðnu svæði. Ætli Finnur sé einn af þeim sem liggur í kjaftadeildum háskólans og er baggi á samfélaginu?

Landið (IP-tala skráð) 30.11.2009 kl. 11:53

4 identicon

Úff, Landið, hópur hægri MR-inga sem fóru í lögfræði og styðja ÍR? Ég veit ekki hvort við verðum nokkurn tíma sammála! En það er hárrétt, land. Ég er hér í kjaftadeildinni, as we speak, ritandi þessi orð.

Þetta eru alveg gild mótrök varðandi hópaskilgreininguna, þess vegna ætti að skilgreina hóp í samræmi við hlutskipti hans að mínu mati, til dæmis ef það væri viðtekin skoðun innan samfélagsins að ÍR-ingar fengju ekki að gegna hlutverki hæstaréttardómara. Það myndi því tvímælalaust halla á hóp ÍR-inga í því tilviki. Samfélagið, oft í formi ríkisins, verður að taka á slíku misrétti eigi ekki að koma brestir í lýðræðið og réttláta skipan samfélagsins. Þannig er séð til þess að þeim sé refsað sem óréttinu beittu og við teljum það flest réttlátt. Ef atvinnurekendur halda samt sem áður ennþá í þá skoðun að ÍR-ingar séu verri dómarar og eyðileggi stemninguna á vinnustaðnum (sem þeir gera án nokkurs vafa), munu þeir finna ýmsar ástæður til að sneiða hjá ráðningu þeirra. Lög sem segja: "Þú mátt ekki sleppa því að ráða ÍR-ing af því að hann er ÍR-ingur" hrökkva ekki til að leiðrétta þá sögulegu mismunun að í öllum yfirmannastöðum eru einungis fólk sem vill ekki ráða ÍR-inga og það eru sko ENGIR ÍR-ingar í þeim því þeir hafa aldrei verið ráðnir. Myndi það ekki virka best að fjölga ÍR-ingunum til þess að breyta þessum kreddum?

Finnur G. Olguson (IP-tala skráð) 2.12.2009 kl. 19:44

5 identicon

Þú verður að fara að gera greinamun á samfélagi og ríki. Einu úrræði samfélags eru þvingunarlaus nema í þeim tilvikum þar sem einstaklingar geta framlengt sjálfsvarnarrétt sinn yfir á hóp í samfélaginu.

Gefum okkur að það sé rétt að nú hafi kvenfólki verið mismunað á árum áður og eflaust enn í dag. Sé það gert hjá einkafyrirtækjum er ekkert sem ríkið getur gert eða á að gera. Einstaklingar í samfélaginu geta kosið að versla við önnur fyrirtæki og jafnvel fordæmt þau sem stunda slíka mismunun opinberlega en lengra nær það ekki. Það er langt í frá þannig að allir karlmenn mismuni konum og í þeim tilvikum sem einhver mismunun á sér stað er um mjög afmarkaðan hóp karlmanna að ræða sem eru í miklum

minnihluta. Það væri því ótækt að fara að refsa öllum karlmönnum til að rétta það sem þú vilt meina að sé sögulegt óréttlæti.

Ef þú ert á móti beitingu ofbeldis og mótfallin því að beita einstaklinga þvingunum, geturðu ekki á nokkurn hátt rökstutt þá skoðun að leiðrétta eigi sögulegt óréttlæti.

Landið (IP-tala skráð) 2.12.2009 kl. 22:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband