Fjárplógsstarfsemi ríkisins

Það skelfilega við þá staðreynd, að 36% hækkun á áfengi hafi leitt til 14% samdráttar á magni, er það að sölutekjur ríkisins aukast um tæp 17%.

Ef sú er raunin að selt magn minnki um 14% við 36% verðhækkun þýðir það að hefði ríkið á þeim tímapunkti sem það ákvað þessa hækkun allt eins getað haft hækkunina 78,57%.

Við þvílíka verðhækkun hefðu sölutekjur ríkisins aukist um 24,0% og selt magn hefði dregist saman um 30,6%.

Hefði verðhækkun ríkisins á áfengi hins vegar verið meiri en 78,57% hefði tekjuaukning þess aftur lækkað. Við 157% hækkun hefði tekjuaukningin milli ára verið á sléttu núlli.

Sú staðreynd að ríkið geti enn hækkað áfengisgjaldið eins og staðan er nú og jafnframt aukið tekjur sínar er hryllilegt. Ríkið getur sem sagt seilst enn lengra ofan í vasa almennings.

Útgangspunkturinn hér er að þeir sem telja sig þurfa að kaupa áfengi og hafa til þess peninga tapa upphæð sem svarar hverri verðhækkun ríkisvaldsins sem þeir hefðu annars geta eytt í annan iðnað eða þjónustu.

Skattahækkun sem þessi sogar því allt líf smám saman úr atvinnulífi og gangverki efnahagslífsins hér á landi og takmarkar möguleika þjóðarinnar á að rétta úr kútnum.


mbl.is Sala á áfengi minnkar um 14%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ofbeldi ríkisvaldsins eru engin takmörk sett, en þetta rökstyðja vinstrimenn menn skírskotun til þess að tilgangurinn sé svo göfugur. Já það er sannarlega göfugt í huga vinstrimanna að pína fólk, enda er vinstristefna mannfjandsamleg.

Sigga (IP-tala skráð) 13.10.2009 kl. 15:56

2 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Þessar tölur eru frá sept 2008. Frá því fyrir hrun. Það er einföldun að skella öllum þessum samdrætti á skattahækkanir. Meirihluti samdráttarins er væntanlega tilkominn vegna efnahagshrunsins. Vegna þeirrar staðreyndar að fólk hefur úr minna að moða og annað við peningana að gera. Við hefðum séð mikinn samdrátt í sölutölum á áfengi á þessu tímabili þó engar álögur á áfengi hefðu verið auknar.

Páll Geir Bjarnason, 14.10.2009 kl. 00:36

3 identicon

Hvernig færðu það út Páll að þessar tölur séu frá september 2008?

Annars er verið að tala um að ríkið getur enn hækkað skatta á áfengi og aukið sölutekjur sínar. Hærri skattur á áfengi hefur skilað sér í hærri afborgunum á íbúðalánum og minna vasa þeirra sem kjósa að fá sér í tánna af og til.

Landið (IP-tala skráð) 14.10.2009 kl. 13:26

4 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

"Sala áfengis minnkaði um 11,5% í september miðað við sama mánuð árið áður á föstu verðlagi og jókst um 20,3% á breytilegu verðlagi. Leiðrétt fyrir árstíðabundnum þáttum nam samdráttur í veltu áfengis í september 14% frá sama mánuði í fyrra. Verð á áfengi var 36% hærra í september síðastliðnum en í sama mánuð í fyrra."

Lesa fréttina. Hér er verið að bera saman sölutölur í sept. '08 og sept. ´09. þ.e.a.s. Fyrir hrun annars vegar og eftir hrun hins vegar.

Páll Geir Bjarnason, 14.10.2009 kl. 15:19

5 identicon

Rólegur það er enginn að ráðast á þig Páll bara að spyrja hvar upplýsingarnar koma. Sjálf las ég ekki fréttina enda er mér slétt sama um neyslu áfengis, það sem mér er ekki sama um er hvað ríkið er að seilast langt í vasa þeirra sem kjósa að drekka áfenga drykki. Ekki síður að þeir sem kjósa að drekka slíka drykki hafa og þurfa að greiða meira gera það að verkum að húsnæðislánið mitt hefur hækkað.

Landið (IP-tala skráð) 14.10.2009 kl. 18:22

6 identicon

Þótt sú staðreynd að fólk hafi minna fé á milli handanna nú en í september 2008 hefur augljóslega einhver áhrif en það þarf enginn að segja mér að 36% hækkun á áfengisverði hefði þýtt status quo í seldu magni hefði ekki komið til hruns.

Punkturinn hér er, eins og Landið hnykkir á, að ríkið getur leyft sér að hækka verð á áfengi án þess að tekjur þess minnki; seilst ofan í vasa sótsvarts almúgans.

Sigga hittir svo naglann á höfuðið hér að ofan; vinstri stefnan er mannfjandsamleg

Pétur Örn (IP-tala skráð) 14.10.2009 kl. 20:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband