Bruðl á krepputímum

Nú er talað um að flensan sé væg og engu skæðari en venjuleg árstíðarbundin inflúensa, hvaða ástæður liggja þá að baki þess að bólusetja 300 þúsund manns?

Þetta eru óþarfa ríkisútgjöld sem ætti ekki að leggja út í. Betra væri að fólk gæti keypt sér bóluefni á frjálsum markaði þannig að þeir sem þurfandi væru fengju bóluefni en aðrir ekki.

Miðað við 380 milljóna kostnað við 300 þúsund skammta þá kostar hver skammtur ekki nema 1200 krónur. Það hlýtur að vera sanngjarnt mat að hver einasti landsmaður hafi efni á því liggi líf hans við.


mbl.is Bóluefni fyrir 380 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Finnst ykkur virkilega sanngjarnt að láta fólk borga fyrir heilbrigðisþjónustu? Hvað á til dæmis fimm manna fjölskylda að gera ef enginn hefur vinnu og er á atvinnuleysisbótum sem eru allt of lágar. Á þessi fjölskylda þá bara að deyja vegna þess að þið tímið ekki að eyða peningum ríkisins sem eru okkar peningar enda erum við ríkið. Þið viljið kannski eyða þessu í hertól og senda friðargæslumenn/hermenn til Íraks. Við fólkið í landinu eigum þessa peninga og við viljum að þeir fari í heilsuna okkar ekki í einhverja einkavinavæðingu til vina ykkar. Svo verð ég að segja að mér verður flögurt að lesa það sem þið skrifið hérna. Það ætti að banna svona skrif eins og nasisman.

Gugga (IP-tala skráð) 6.8.2009 kl. 03:48

2 identicon

Gugga, það er augljóslega hægt að lesa af þessari færslu að Frjálshyggjufélagið vilji senda hertól og hermenn til Íraks.

Gugga, hvaðan koma peningarnir "okkar"? Koma þeir ekki úr okkar eigin vasa? Ríkið tekur hluta af laununum þínum án þess að þú hafir nokkuð um það að segja. Hvernig væri ef ríkið tæki bara aðeins minna og þú eyddir peningunum þínum í það sem þú þyrftir, t.d. heilbrigðisþjónustu.

Gugga, 1200 krónur setja vara nokkurn á hausinn, alveg sammála Frjálshyggjufélaginu með þetta. 380 milljóna óþarfa kostnaður og eins og þeir benda á þá er þetta alveg jafnfáránlegt og að bólusetja þjóðina fyrir árstíðabundinni inflúensu.

Gugga, ef þau ummæli sem Frjálshyggjufélagið lætur hér falla þola ekki mótröksemdafærslur, af hverju þarf þá að banna málflutninginn? Bara af því að þú ert ósammála og finnur engin rök með óþarfa eyðlu hins opinbera?

Jón (IP-tala skráð) 6.8.2009 kl. 11:31

3 identicon

Er ekki mótsögn fólgin í því að líkja einhverju við nasisma og ætlast svo til þess að þeirri fasísku aðferð að banna einhverja umræðu sé beitt?

Annars á ekki að þurfa að svara fólki sem notar nasista líkingar á þvingunarlausar og frjálslyndar stefnu eins og frjálshyggju. Ég vitna bara í orð BB af bjorn.is "Rifjast enn upp þau ummæli, að líki menn andstæðingum sínum við nasista sýni það rökþrot og kæfi alla vitræna umræðu"

Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 6.8.2009 kl. 12:34

4 Smámynd: Þórir Hrafn Gunnarsson

Áhugavert komment hjá Villa hérna um líkingar við nasista.

Hann getur e.t.v. rent yfir þessa mjög svo nýlegu bloggfærslu frá einhverjum nafnlausum meðstjórnarmanni hans:

http://frjalshyggjufelagid.blog.is/blog/frjalshyggjufelagid/entry/921897/

Ég er svo viss um að Villi og nafnleysinginn geti átt í kreatívum og uppbyggilegum umræðum um nasistalíkingar á næsta stjórnarfundi.

Þórir Hrafn Gunnarsson, 7.8.2009 kl. 01:27

5 identicon

Sæll félagi gaman að sjá að þú ert að þroskast með árunum og ert farinn að lesa blogg Frjálshyggjufélagsins.

Ég geri greinamun á því þegar menn saka einhvern um nasisma án þess að bera fyrir sig nokkur rök og það að benda fólki á eitthvað sem líkir til aðstæðna á tímum nasista og vara fólk við. Er ekki alltaf sagt að við eigum að læra af sögunni?

Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 7.8.2009 kl. 12:46

6 Smámynd: Þórir Hrafn Gunnarsson

Heill og sæll,

Mér var sendur linkur á þessa síðu "sem eitthvað til að hlægja að". Hún stóð svona þokkalega undir því. Ég held að enginn þokkalega þroskaður maður með einhverja þekkingu á stjórnmálum geti lært nokkuð af því að lesa þetta blogg.

Ef þetta er afstaða þín þá er ómögulegt að skilja notkun þína á tilvitnuninni í BB þar sem ljóst er að hún er ekki sammála þér. Í flestum ef ekki öllum tilvikum sem hægt er að nota nasistalíkingar er einnig hægt að koma með sama punkt á málefnalegri hátt.

En að öðru, af hverju í ósköpunum þora blogghöfundar hér ekki að skrifa þessar bloggfærslur sínar undir nafni? Hvaða ótti er þetta við að standa undir skoðunum sínum. Ég hef aldrei skrifað neitt á opinberum vettvangi sem ég hef ekki getað staðið við og skrifað undir. Mér hefur alltaf þótt það með eindæmum lítilmannlegt að þora ekki að skrifa undir nafni.

Nafnleysi er flótti hugleysingjans frá ábyrgð.

kv. ÞHG

Þórir Hrafn Gunnarsson, 7.8.2009 kl. 13:35

7 identicon

Hér er eitthvað fyrir þig að hlægja að Þórir:

http://www.youtube.com/watch?v=MzWweZCvpG0

Sigurður (IP-tala skráð) 7.8.2009 kl. 16:38

8 Smámynd: Þórir Hrafn Gunnarsson

Sæll "Sigurður",

áhugavert að þora ekki að koma fram undir fullu nafni með ekki umdeildari hlut en þetta. Mikil óskaplegur heigull hlýtur "Sigurður" að vera.

En já, þetta var glettilega fyndin samklippa. Þessi fyrirlestur hafði verið hugsaður sem nett flippaður og það tókst ágætlega. Ef ég man rétt þá var facebookun á þessari youtube klippu helsta kosningamál SUS fyrir kosningarnar í vor. Útreið FLokksins kom því ekki mikið á óvart.

En já, mér finnst þær skoðanir sem birtast á þessari síðu reyndar talsvert fyndnar, á svona grátbroslegan hátt. Maður man eftir kjánalegum strákum í Verzló sem héldu þessu fram á sínum tíma, svo lögðu flestir þeir sem vildu vera teknir alvarlega þær niður.

Þórir Hrafn Gunnarsson, 7.8.2009 kl. 18:04

9 identicon

Ég skrifa alltaf undir nafni svo það er lítið við mig að sakast Þórir minn. Annars er hugsunin sú að hér geti stjórnarmenn í félaginu skrifað greinar og bloggað um fréttir. Það er bara undir hverjum og einum hvort hann eða hún vill skrifa undir nafni. Persónulega finnst mér það ekki skipta máli á meðan hægt er að gagnrýna færslurnar og rökræða um þær. Öllu óþolandi finnst mér síður þar sem einstaklingar kjósa að skrifa undir dulnefni og um leið banna öll komment.

Ef þér finnst barátta fyrir sjálfsögðum grundvallarréttindum skondin þá lýsir það betur hugarheimi vinstrimanns en nokkurn tíman hugmyndafræði okkar. Ég man ekki eftir því að þú hafir verið svona leiðinlega hrokafullur heldur þvert á móti bæði skemmtilegur og ávalt til í að rökræða við menn um hvað sem er hvar og hvenar sem er.

Þá að þessu með nasistalíkingar, ég er almennt á móti því að menn jafni einhverju við nasisma. Það væri t.d. auðvelt að rökstyðja það að samfylkingin og nasistaflokkurinn ættu margt sameiginlegt þ.e. evrópusinnaðir jafnaðarflokkar en slíkt væri bæði ósanngjarnt og ómálefnalegt og því kýs ég að sleppa slíkum samanburði líkt og BB bendir á.

Í bloggfærslu sem þú vitnar í er verið að benda á þróunn hér á landi sem líkir til þess sem átti sér stað í þýskalandi fyrir stríð. Ég er ekki í nokkrum vafa um að hér muni auðmenn sem aðrir menn njóta sömu réttinda og að mannréttindi verði virt. Það er hins vegar allt í lagi að benda fólki á að ástandið í dag og umfjöllun í fjölmiðlum um t.d. auðmenn er frjór jarðvegur fyrir ofstæki. Sagan á til að endurtaka sig.

Ég geri greinamun á því að vara við þróun sem líkir til einhvers og því að saka menn um nasisma.

Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 7.8.2009 kl. 19:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband