Gleðiefni

Það verða að teljast ánægjuleg tíðindi ef þjóðin er að ranka við sér úr vinstrivímunni frá því í vetur sem leið. Íslendingar eru upp til hópa einstaklingshyggjumenn og vilja njóta frelsis til athafna, lítilla ríkisafskipta og lágra skatta. Þeir flokkar sem mynda núverandi ríkisstjórn eru langt til vinstri við sósíaldemókratíska flokka í nágrannalöndunum - Samfylking og Vinstri grænir eru nær því að vera hreinræktaðir sósíalistaflokkar, enda virðist þeir stefna að því leynt og ljóst að herða tök ríkisvaldsins á þjóðlífi öllu og á sama tíma og heimilin og fyrirtækin í landinu þurfa að skera niður kostnað má vart í neinu hrófla við ríkisrekstrinum. Vondar voru ríkisstjórnin Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks og loks þess síðarnefnda með Samfylkingu, en ríkisstjórnir Jóhönnu Sigurðardóttur munu í sögubókum framtíðarinnar verða álitnar þær verstu af öllum ríkisstjórnum Íslands fyrr og síðar.
mbl.is Fylgi stjórnarflokkanna minnkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Rugl er þetta. Það er nú fyrst og fremst ykkur að kenna hvernig komið er fyrir Íslandi.

Elvar Geir Sævarsson (IP-tala skráð) 1.7.2009 kl. 20:51

2 identicon

Hverjum "okkar"? Svo mikið er víst að hér á landi hafa engir frjálshyggjumenn fengið að ráða för.

frjálshyggjumaður (IP-tala skráð) 1.7.2009 kl. 22:34

3 Smámynd: Hawk

Jú Sjálfstæðisfokkurinn.

Hawk, 2.7.2009 kl. 22:19

4 Smámynd: Hawk

Annars er ég sáttur við að vinstri víman er að renna af fólki. Við þurfum að vinna okkur útur þessu og vinstri sveifla er ekki endilega svarið.

Hawk, 2.7.2009 kl. 22:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband