Þurfum nýjan forsætisráðherra

Þó svo að þeim er þetta ritar geðjist ekki vel að vinstrimennsku Bjarna Benediktssonar, þá ætti þessi frétt að vera okkur Íslendingum til umhugsunar. Hér situr við völd forsætisráðherra sem er alls ófær um að eiga samskipti við erlenda þjóðarleiðtoga, auk þess sem hann gætir ekki hagsmuna Íslendinga af því kappi og áræðni sem þarf í erfiðum deilumálum.

Hvert sem litið er má sjá menn og konur sem væru hæfari til að vera í forystu ríkisstjórnar en sá ólánsami forsætisráðherra er þar situr nú og forðast samneyti við fólk.


mbl.is Íslendingar taki ekki á sig byrðarnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Er hægri maðurinn Bjarni Benediktsson allt í einu orðinn vinstri maður?

Mosi hefur alltaf talið hann vera nokkuð utarlega á hægri vængnum.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 7.10.2010 kl. 14:54

2 identicon

...Sér Frjálshyggjufélagið kannski leiðtogaefni í hinum nýstofnaða Nýnasistaflokki Íslands...??....ef svo er, þá bið ég guð að hjálpa ykkur.

Helgi Rúnar Jónsson (IP-tala skráð) 7.10.2010 kl. 15:08

3 identicon

Helgi, ef þú telur nasisma eiga eitthvað skylt við frjálshyggju þá ertu í besta falli illa upplýstur!

Karl Jón Jónsson (IP-tala skráð) 7.10.2010 kl. 15:10

4 identicon

Málið er bara að það er engin alvöru hægri flokkur á Íslandi.

Með það í huga.  Nasismi er ekki þar á meðal í mínum huga.

Hétu þeir ekki "National Socialistische partei"  eða eitthvað slíkt?

Hægri flokkur getur ekki haft orðið social, krat, national eða álíka skelfingu í sínu heiti.

Annars er mikið til í þessu sem hér stendur að ofan!

jonasgeir (IP-tala skráð) 7.10.2010 kl. 15:35

5 Smámynd: Geir Ágústsson

Bjarni Ben. er sennilega hægri maður að mörgu leyti og sem slíkur skárri en margar rauðliða-grýlurnar sem hafa setið á Alþingi síðan á tímum Sovétríkjanna og börðust jafnvel fyrir málstað þeirra á sínum yngri árum við hlið núverandi seðlabankastjóra.

En hann er ekki frjálshyggjumaður eftir því sem ég get best séð. Og þjóðernissósíalisti er hann alls ekki eins og Helgi Rúnar spyr svo kostulega að (þjóðernis-sósíalistar hallast gjarnan að stóru og sterku ríkisvaldi líkt og sósíalistar af öllum gerðum).

Þó kannski fullgróft að kalla hann beinlínis 'vinstri' mann. 

Geir Ágústsson, 7.10.2010 kl. 15:40

6 identicon

Ég nefni nú Nasistaflokkinn vegna sögunar, en mjög margir sjálfstæðismenn og hægrisinnað fólk fyrir seinna stríð aðhylltist nasisma.

Helgi Rúnar Jónsson (IP-tala skráð) 7.10.2010 kl. 15:55

7 identicon

Eitt sinn Nasisti, alltaf nasisti.

Helgi Rúnar Jónsson (IP-tala skráð) 7.10.2010 kl. 16:13

8 Smámynd: Geir Ágústsson

Helgi,

Það voru víst stöku Íslendingar sem tóku undir málstað þjóðernissósíalista í Þýskalandi (og Ítalíu). Sennilega voru þeir af öllum stærðum og gerðum og innan og utan íslenskra stjórnmálaflokka. Og sennilega allir dauðir í dag eða lagstir í mjög helgan stein.

Hitt er svo að margir núlifandi og starfandi stjórnmála- og embættismenn studdu og börðust fyrir málstað Ráðstjórnarríkjanna á sínum tíma þótt þeir hafi mjög svo lágt um það í dag. Dæmi: Seðlabankastjóri.

En allt þetta skiptir kannski ekki neinu máli. Örfáir menn með flokksskirteini í Sjálfstæðisflokknum studdu nasista fyrir 70 árum. Nokkrir núlifandi menn með flokksskirteini í hinum ýmsu íslensku vinstriflokknum studdu málstað Ráðstjórnarríkjanna fyrir 20 árum. Þannig er það bara. Og hvorugt kemur Bjarna Ben., Sjálfstæðisflokknum eða Frjálshyggjufélaginu við á neinn hátt.

Geir Ágústsson, 7.10.2010 kl. 16:31

9 identicon

Hvaða rugl er þetta um þjóðernissósíalisma sem hægristefnu - hver aðhyllist eiginlega þjóðernissósíalisma nú til dags - hvernig væri að hætta smábarnalegum útúrsnúningum.

Þegar hér er talað um hægri - vinstri er væntanlega átt við frjálshyggju versus stjórnlyndi. Viljum við frelsi eða mikið ríkisvald - það er hin stóra spurning stjórnmálanna í samtímanum.

Bjarni staðsetur sig langt í frá til hægri á þessum skala. Á mælikvarða norður-evrópskra stjórnmála er Bjarni frekar til vinstri. Hann er á ámóta stað í pólitík og norrænir sósíaldemókratar. - Það er vissulega ekki góður staður í huga frjálshyggjumanna, en ólíkt betra en aðhyllast skefjalausan ríkissósíalisma eins og Vinstri grænir og Samfylking.

frjálshyggjumaður (IP-tala skráð) 7.10.2010 kl. 16:44

10 identicon

Líka gott að benda á það að Frjálshyggjufélagið og Sjálfstæðisflokkurinn eru ekki eitt og sama batteríið. Helgi skilur það samt eflaust ekki...

Karl Jón Jónsson (IP-tala skráð) 7.10.2010 kl. 16:59

11 identicon

Má benda Helga á að F.A.Hayek sem ávalt hefur verið talinn meðal Frjálshyggjumanna skrifaði mjög merkilegt rit gegn fasisma þá bæði sósíalisma og nasisma. Bókin kom út árið 1943 og ber nafnið "Leiðin til ánauðar" á íslensku.

Þau öfl í heiminum sem mest og harðast hafa barist gegn stjórnlyndisstefnum s.s. kommúnisma og nasisma eru Frjálshyggjumenn. Sá íslenski flokkur sem kemst næst nasisma í dag hlýtur að vera Samfylkingin. Þó er ég ekki að gera þeim upp nasisma en stefna þeirra er næst nasistunum.

Andri (IP-tala skráð) 7.10.2010 kl. 19:05

12 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Það voru mjög náin tengsl milli íslenska þjóðernisflokksins sem sótti sér fyrirmynd til Þýskalands og Sjálfstæðisflokksins. Flestir gengu til liðs við þann síðarnefnda þegar Bretar komu 1940.

Um það má lesa í um 40 ára gamallri Sögu, tímariti Sögufélagsins.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 8.10.2010 kl. 00:08

13 identicon

Hvern fjárann kemur nasismi þessari umræðu við? Hættið að reyna að afvegaleiða umræðuna með einhverju heimskulegu gaspri örgu vinstrimenn!

Íslenskir þjóðernissósíalistar voru unglingar með ómótaðir skoðanir og fæstir höfðu hugmynd um hvað gekk á í þriðja ríkinu. Íslenskir kommúnistar voru á hinn bóginn innstu koppar í búri hjá Komintern og horfðu á grimmdarverk Stalíns - horfðu upp á fjöldamorð en héldu áfram að styðja drápsstefnuna, kommúnismann sem er systurstefna þjóðernissósíalismans.

Íhaldsmaður (IP-tala skráð) 8.10.2010 kl. 01:11

14 Smámynd: Geir Ágústsson

Það sem mörgum finnst ruglandi er misvísandi notkun á hugtakinu "hægri".

Fjölmiðlar tala um "öfga-hægrimenn" þegar rætt er um stuðningsmenn þjóðernissósíalisma, og "öfga-vinstrimenn" þegar rætt er um stuðningsmenn kommúnisma (t.d. Maóista í Nepal). En bæði er mjög líkt og boðar stórt og sterkt ríkisvald, "hægrið" vill flytja tekjur frá ekki-hvítum til hvítra, og "vinstrið" vill flytja fé frá þeim sem þess afla og til þeirra sem þess krefjast. 

Fjölmiðlar tala líka um að einhverjir séu "langt til hægri" þegar rætt er um frjálshyggjumenn. Hérna þýðir "hægri" hins vegar "vill minnkandi ríkisvald" og andstæðan, "vinstrið" þýðir "vill stækkandi ríkisvald" (eins og bæði "öfga-hægrið" og "öfga-vinstrið" hér að ofan).

Skiljanlega ruglar þetta einhverja í ríminu. Það verður bara að fyrirgefa. 

Geir Ágústsson, 8.10.2010 kl. 08:15

15 identicon

http://www.youtube.com/watch?v=Oc30eeXZTlg

Andri (IP-tala skráð) 8.10.2010 kl. 11:34

16 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Brúnstakkar Hitlers voru mjög áhugasamir að hleypa upp mótmælagöngum andstæðinga sinna í Þýskalandi fyrir valdatöku nasista. Þannig smeygðu þér sér inn í raðir verkamanna og létu illum látum til að koma smánarbletti á þá. Þeir vissu hve áróðurinn var mikilvægur og að snúa sem flestum til fylgis við þessa umdeildu hreyfingu.

Gríðarlega mikið hefur verið ritað um uppgang nasismans. Tengsl Sjálfstæðisflokksins voru vissulega fyrir hendi t.d. þegar Þórbergur Þórðarson ritar þegar árið 1933 um kvalalosta sadistans á þýska kanslarastólnum. Þýskir urðu æfir og kröfðust þess að þessum íslenska ófyrirleitna rithöfundi yrði refsað. Ella yrði skrúfað fyrir allan fiskinnflutning frá Íslandi.

Sjálfstæðismenn ákváðu að fara þá leið að ÞÞ var ákærður og dæmdur fyrir báðum dómstólastigum. Ekki segir frá hvort þær gríðarlegu fjársektir, 500 krónur hafi verið innheimtar sem honum var gert að greiða en tímakaupið á avinnuleysisvinnunni var rétt um 1 króna á tímann.

Kannski var Sjálfstæðismönnum vorkunn undir þessum kringumstæðum enda við ofurefli að etja þar sem nasistar í Þýskalandi voru fyrir og miklir útflutningshagsmunir í húfi.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 8.10.2010 kl. 13:51

17 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Árið 1988 kom út bók eftir Hrafn Jökulsson: Íslenskir nasistar. Þar er einnig vísað í fleiri heimildir.

Ritgerðin í Sögu er frá 1976 og eftir Ásgeir Guðmundsson sagnfræðing og nefnist hún:

Nazismi á Íslandisaga Þjóðernishreyfingar Íslendinga og Flokks Þjóðernissinna

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 8.10.2010 kl. 14:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband