Djúp er sú gryfja sem sá blindi fellur niður í

The art of economics consists in looking not merely at the immediate but at the longer effects of any act or policy; it consists in tracing the consequences of that policy not merely for one group but for all groups.

Þessi orð ritar Henry Hazlitt í hinni frábæru bók sinni Economics in One Lesson. Þau eiga nánast daglega við í opinberri umræðu um hlutverk og umsvif hins opinbera. Boðskapurinn er þessi: Öll þau miklu og sjáanlegu verkefni sem ríkið ræðst í með notkun skattpeninga hafa afleiðingar fyrir þá sem urðu fyrir skattheimtunni. Ef ríkið kaupir kúlupenna fyrir 100 krónur, þá finnst sá einstaklingur sem gat ekki eytt sömu 100 krónum í eitthvað annað. 

Þeir sem skilja ekki þennan boðskap falla iðulega í þá gryfju að lofsyngja hin ýmsu verk hins opinbera en gleyma um leið því sem fór forgörðum til að fjármagna þau. 

Hér er að finna gott dæmi um slíkt hugarfar. Þar segir:

Listin er nú samt eitt af því fáa sem virðist standa almennilega af sér kreppuna á Íslandi. Nýskeð fékk íslenski leikhópurinn Vesturport evrópsku leiklistarverðlaunin. Hér er að hefjast eftir nokkra daga hin frábæra tónlistarhátíð Iceland Airwaves sem dregur mikinn fjölda útlendinga til landsins.. Það er verið að þýða 80 íslenskar bækur á þýsku, þær verða í brennidepli á bókamessunni miklu í Frankfurt sem er heimsviðburður. Á Íslandi er blómlegasta bókaútgáfa í heimi miðað við fólksfjölda.  Gestir í leikhús árið 2009 voru hátt í hálf milljón. Tónlistarlífið blómstrar, undirstaðan undir því eru tónlistarskólar sem starfa um allt land. Framlag svokallaðra skapandi greina til íslenska hagkerfisins er mjög mikið – þótt gildi menningar eigi ekki endilega að mæla í peningum.

Boðskapur höfundar er þessi: Ríkið styður við listir og menningu og sjáið! List og menning blómstrar sem aldrei fyrr. Þeir, sem andæfa opinberu fjáraustri í listir og menningu, hljóta að vera á móti hinum miklu afrekum hinna niðurgreiddu listamanna, því án fjáraustrins hefði öll þessi list og menning aldrei skapast.

En hvað með alla þá list og meningu sem varð aldrei til því fé var ráðstafað frá sköpun hennar, og til sköpunar á einhverri annarri list? Hefði ofangreindur bókalisti í þýskuþýðingu orðið lengri eða styttri ef hið opinbera hefði ekki fært fé úr vösum skattgreiðenda og til þessara þýðinga? Hin mikla og blómlega bókaútgáfa á Íslandi - hefði hún dáið drottni sínum ef ekki hefði verið fyrir styrkveitingar hins opinbera úr vösum skattgreiðenda? Hefðu skattgreiðendur keypt færri bækur en kannski fleiri málverk? Eða öfugt? Eða hefðu þeir jafnvel keypt meira af hvoru tveggja og sparað sér kaup á stærri flatskjám?

Þessum spurningum er ekki hægt að svara. En eitt er ljóst: Tilflutningur hins opinbera á fé hefur afleiðingar. Fé var veitt í verkefni A, og þar með gat verkefni B aldrei litið dagsins ljós.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband