Fréttaskot: Hrunið hvorki DO né stjórnarskránni að kenna

Hrunið á Íslandi er hvorki Davíð Oddssyni né stjórnarskrá Íslands að kenna.

Þetta kann að koma einhverjum á óvart, til dæmis spekingum sem kryfja samfélagsmálin í heitum pottum sundlauganna, en svona er þetta nú samt. Að eltast við einstaka ráðherra vegna "vanrækslu" eða eftir-á-að-hyggja speki er líka tímasóun. 

Hrunið var óumflýjanleg tiltekt markaðarins vegna kerfisbundins galla í uppbyggingu peningakerfis Íslands og raunar Vesturlanda allra.

Menn gleyma því stundum að fjármálakerfið hrundi víðar en á Íslandi. 

Það hrundi þar sem botnlaus gírun fjárfestinga átti sér stað og gat átt sér stað, og hún gat átt sér stað þar sem markaðurinn trúði því að ríkisábyrgðir væru á útlánum, fjárfestingum og skuldum, þá ýmist beint eða óbeint í gegnum ýmsar ríkisstofnanir. 

Kerfið leyfir og raunar stuðlar að peningaprentun einkabanka til að fjármagna skuldir sínar og útlán. Um þetta má lesa hér og hér í boði fráfarandi viðskiptamálaráðherra, Gylfa Magnússonar. 

Um innbyggðar hættur og ósjálfbærni þessa kerfis ríkieinokunar á peningaútgáfu og ríkisábyrgða á bönkum í gegnum rekstur seðlabanka má lesa víða, til dæmis hér


mbl.is Þingfundur klukkan 17
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hann er Magnússon

Annars er færslan fullkomin :)

ath (IP-tala skráð) 25.9.2010 kl. 20:30

2 Smámynd: Frjálshyggjufélagið

Leiðrétt.

Þakka ábendinguna. 

Frjálshyggjufélagið, 25.9.2010 kl. 23:05

3 Smámynd: Einar Jón

Nenniði að hætta að leita uppi sökudólgINN? Sökudólgarnir voru margir og skemmdu mismikið - það bætir stöðuna ekkert þó menn ákveði að einn hafi skemmt mest.


Þetta er að verða eins og unglingar sem standa uppi með ónýta íbúð eftir partí og benda allir hver á annan - bara barnalega...

Einar Jón, 29.9.2010 kl. 10:18

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Sammála Einari, enda er hér bent á að það var kerfið sem hrundi vegna innbyggðra galla í því - í því eru hvatar sem senda röng skilaboð til fjárfesta, fyrirtækja og einstaklinga, og í því eru röng skilaboð um arðsemi fjárfestinga send út á markaðinn. Þetta á við um kerfið mun víðar en á Íslandi, t.d. víða í Evrópu og auðvitað í Bandaríkjunum.

Gestir heitu pottanna í Reykjavík vilja margir hverjir meina að DO og stjórnarskráin séu sökudólganir. Þeim skal bent á að það eru vindhögg. 

Geir Ágústsson, 30.9.2010 kl. 23:25

5 Smámynd: Geir Ágústsson

Þess má geta að engar háværar raddir eru um að breyta kerfinu í neinum grundvallaratriðum. Starfsemi seðlabanka sem ákveður verð á peningum miðlægt er ennþá studd. Ríkiseinokun á peningaútgáfu er ennþá lítið gagnrýnd. Þétt samstarf viðskiptabanka og seðlabanka er ennþá leyft. Peningar, bundnir af engu snertanlegu eða ófjölfaldanlegu, eru áfram við lýði.

Það er því hægt að gera ráð fyrir öðru hruni innan skamms. 

Geir Ágústsson, 30.9.2010 kl. 23:27

6 Smámynd: Einar Jón

En sjá menn ekki þversögnina í:
A) Kerfið var gallað, og mátti því ekki við því að vera galopnað að hætti Davíðs
B) Davíð galopnaði kerfið, svo allt gott fram að hruni var honum að þakka, en samt var hrunið ekki honum að kenna.

Davíð á einhverja sök, aðrir eiga meiri sök, enginn einn aðili á alla sökina - Get over it!

Einar Jón, 1.10.2010 kl. 04:08

7 Smámynd: Geir Ágústsson

Allir sem fylgdu eftir löggjöf EES/ESB um umgjörð og form kerfisins (t.d. fyrirkomulag trygginga á innistæðum) eiga sök. Allir sem slepptu því að tala fyrir afnámi einhvers konar ríkisábyrgða á íslensku bönkunum eiga sök.

Aukalega ábyrgð bera vitaskuld ráðherrar sem vörðu (og verja!) kerfi ríkisrekins seðlabanka og ríkiseinokunar á peningaútgáfu, og samræmdu íslenska kerfið (t.d. hvað varðar bindiskyldu banka) að því evrópska.

Og þar stendur DO upp úr sem pólitískur leiðtogi og síðar yfirmaður tæknideildar.

Já, sammála.

En eftir stendur að spekúlantar heitu pottanna hafa ekki krufið málin rétt til mergjar.

Geir Ágústsson, 1.10.2010 kl. 08:32

8 Smámynd: Einar Jón

Gott mál. Báðar fylkingar virðast hafa verið fastar í möntrunni: "X er saklaus, hrunið er Y að kenna", sérstaklega í heitu pottunum þar sem alhæfingar og upphrópanir eru aðal samskiptamátinn.

Fyrsta skrefið er að viðurkenna að mistök hafi verið gerð. Næsta skref er að læra af þeim mistökum. Núverandi ríkisstjórn hefur ekki staðið sig neitt voðalega vel í því síðarnefnda, þar sem hún er dugleg að endurtaka og dýpka mistök síðustu stjórnar.

En reyndar má benda á að verðtryggingin og losaraleg bindiskylda eru de facto peningaprentun fyrir bankana, svo það er varla hægt að tala um ríkiseinokun á peningaútgáfu.

Einar Jón, 1.10.2010 kl. 08:52

9 Smámynd: Geir Ágústsson

Þegar bankakerfið hefur ekki notið ríkisábyrgða og "legal tender" lögboðs þá hafa innistæðueigendur og aðrir viðskiptavinir bankanna verið mjög hneigðir til að taka fé sitt út ef þá grunar að bankinn sé kominn í lága bindiskyldu (engin ákveðin % tala til á því, fer eftir markaði, trausti og fólki hverju sinni á hverjum stað).

Öll gírun undir 100% er því mjög varhugaverð fyrir banka í fjarveru ríkisábyrgðanna.

En ríkið setur lög og lögboð og "leyfir" ákveðið bindiskylduhlutfall sem stundum er 10% og stundum meira og stundum minna, og ákveður þannig stuðulinn sem hrein peningainnistæða margfaldast með og eykur þannig peningamagn í umferð.

Dapurleg tilraun sem er búin að leika hagkerfi Vesturlanda grátt seinustu 100 ár og má alveg fara taka enda. 

En svo eru auðvitað til bankar sem átta sig á hættunum og segja nei við opinberri framfærslu og gorta sig svo af því eftir á svo allir geti séð hvað reksturinn er traustur.

Geir Ágústsson, 1.10.2010 kl. 09:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband